Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, mars 30, 2005

Er maður klikk ....

Er maður nett galinn að vera búin að sækja um íbúð þegar eftirfarandi staðreyndir eru hafðar í huga?

Mig vantar:
**ískáp
**sjónvarp
**þvottavél
**sófasett
**eldhúsborð
**eldhússtóla
**stofuborð
**ýmislegt í eldhúsið
**hillur
**sjónvarp

Já - hvað á ég að telja lengi áfram?
Góði Guð - viltu láta mig vinna fyrsta vinning í Lottóáskriftinni minni?

But in the mean time - þið megið láta mig vita ef þið lumið á einhverju í geymslunni ;)

Ef þetta verður ekki spezzZZ húsakostur þá veit ég ekki hvað ....

þriðjudagur, mars 29, 2005

**On the road again**

Hef ekkert verið að blogga um páskana því ég lagðist undir feld sem ég kom bara ekkert undan í nokkra daga og tók svona eins og eitt stykki ákvörðun!!

SPENNIÐ BELTIN OG HALDIÐ YKKUR FAST

Ég er búin að sjá það að líklega er best að vera bara næsta vetur á Dósinni, og nú kemur alveg rosaleg röksæmdafærsla fyrir því sem ég mun sjálf lesa aftur og aftur svona til að halda áfram að sannfæra sjálfa mig enn betur :)

**Sé ekki alveg tilgangin í að æða til Reykjavíkur bara til þess að vera þar, get alveg eins haldið áfram að skjótast þangað um helgar...
** Það er rosalega jákvætt að sjá bankareikninginn sinn vaxa og dafna :)
** Það er svo margt sem ég er byrjuð að byggja upp og tými varla að hlaupa í burtu frá á þessum tímapunkti
**Af hverju að taka þá áhættu að stökkva í burtu frá vinnustað sem mér líður rosalega vel á?? Alls óvíst að ég verði nokkurn tímann svona heppin með yfirmenn, samstarfsmenn og nemendur aftur.
**Ég er víst ekkert að verða sextug eins og Binni orðaði þa. JÁ TEK MARK Á DRENGNUM :)

og svona að lokum

NEI - ég ætla ekki að halda áfram með þessa ræðu á hverju vori næstu 40 árin.
- ég ætla að leigja mér íbúð. Hef það alveg voðalega gott hjá henni móður minni, en þegar maður er 23. ára gamall langar mann samt voða mikið í sitt eigið.

fimmtudagur, mars 24, 2005

Ferðasagan ..

Ég get ekki komið ferðasögunni frá mér :(
Ákvað að fara milliveginn og setja niður nokkra punkta!!

Herbergið mitt var á 6.hæð, efstu mögulegu hæð - og af hverju er það frásagnarvert?? Jú - fyrr ligg ég dauð en að stíga fæti inní lyftu þannig að ég mátti hlaupa upp og niður stiga alla ferðina.

Eigandi hótelsins og hótelstjóri er Halldór nokkur... Gaman að segja frá því að hann er pabbi "The boys" strákanna sem slógu í gegn þegar ég var lítill maur :) Doldið gaman að sjá þessa gauran aftur :)

Ég missti mig aðeins á Hereford steakhouse. ÉG var alveg handviss um að einn gestunum væri mjög frægur leikari en liðið var ekkert að trúa mér!! Svo ég fengi nú ekki á tilfinninguna að ég væri orðin galin kannaði ég málið og viti menn, þarna var á ferðinni gaurinn sem lék m.a. Nikolaj í "Julie og Nikulaj" og svo leikur hann líka í Taxi og mörgum fleiri myndum og þáttum :)

Gerði góða hluti á flugvellinum. Þegar ég kom á völlinn átti ég enga heimferð bókaða!! HUMM. Hversu týpískt er það fyrir mig!! Við nánari athugun kom í ljós að bókunin mín var þannig í kerfinu að ég átti flug út 16. mars og heim aftur 13. mars. Hvernig í anskotanum er það hægt?? Karlinn var ekkert á því að hleypa mér heim með vélinni .. en einhverra hluta vegna fannst mér nú margt verra en að vera föst í Köben :) Fékk svo reyndar á endanum leyfi til að fara með....

miðvikudagur, mars 23, 2005

Loosing my mind?

Ferðasagan frestast um einn dag eða svo!! .... Ástand hugar til að koma henni frá mér er ekki til staðar

**** ÉG ER AÐ TAPA VITINU ****

Eftir viku þarf ég að vera búin að ákveða hvort ég ætla að kenna hér í Blönduósbæ næsta vetur eður ei. Vinnustaðurinn er alveg frábær og nemendurnir ennþá frábærari og þótt ótrúlegt megi hljóma þá á ég alveg rosalega erfitt með að slíta mig í burtu héðan...

EN

Ég er 23. ára gömul og finnst ég engan veginn vera á aldrinum né í aðstæðunum til að eyða tímanum úti á landi....

OG GEFUM OKKUR ÞÁ AÐ ÉG FARI HÉÐAN

En hvern fjandann á ég þá að fara að gera?

Það er alveg á hreinu að:
**Interrailið í sumar verður farið
**Enskuskólinn er ennþá á dagskrá en það er ekki fyrr en í janúar. Það þýðir að ég er atvinnulaus og húsnæðislaus frá ágúst-janúar og það er nú ekki beint á óskalistanum. HUMM.

Þá var ég komin með þá flugu í höfuðið að flýta enskuskólanum og drífa mig í september en hvern þrefilinn á ég þá að gera þegar ég kem heim aftur??

**Kaupa mér íbúð á fasteignamarkaðinum eins og hann er í dag, JÁ NEI TAKK
**Fara að leigja mér á himinháu leiguverði og gerast kennslukona í RVK. Einhvern veginn finnst mér ekkert spennandi við þessa tilhugsun ...

Djöfuls vesen!!

**Þá er orðið spurning um að drífa sig bara strax í meira nám - og er þá Köben efstur á óskalistanum - EN - inntökuprófið er um sama leyti og samræmd próf hjá 10. bekknum :(
**Og ég kynni einn kostinn enn til sögunnar .... fara til DK og vinna og læra dönskuna ennþá betur áður en ég fer aftur í nám....

HJÁLP!!! Somebody ......
Þetta þjakar mitt litla hjarta alveg óskaplega mikið...
Þetta er alveg voðalega skrítinn tímapunktur í lífinu...

þriðjudagur, mars 22, 2005

Mánudagur til mæðu

On the road again!!

Komin til Íslands eftir frábæran tíma í Danmörku. Ég ákvað að helga fyrsta dag heimkomu í allt sem flokkast undir leiðinlegt. Hitti alla mögulega og ómögulega lækna og lét krukka í mér hægri vinstri. Í þessum leiðindaheimsóknum fólst m.a. augnlæknir, blóðbankinn og krabbameinsskoðun!!

Samviska mín sagði stopp!! Átti að vera á leið í þriðja sinn en hafði aldrei látið verða af því að fara í krabbameinsskoðun því það er nú ekki beinlínis það skemmtilegasta sem kvenþjóðin gerir!! Mér fannst ég í stuttu máli vera eins og hálfviti þarna. Vissi ekkert hvað ég var á leið út í, var réttur sloppur og sagt að bíða þangað til að ég yrði kölluð upp.

Færibandaskoðun frá hell!!

Ég stakk hausnum út úr klefanum til að athuga hvernig píurnar voru klæddar í herlegheitin og humm, þær voru allar berar að ofan!! Prísaði mig sæla fyrir að láta skynsemina taka til starfa og fatta að þær voru á leið í brjóstaskoðun, en ekki ég!! Hefði ekki boðið í það augnablik að uppgötva að ég væri væri vitlaust klædd undir galaklæðnaðinum.

Annars er þetta fólk þarna greinilega vant svona vitleysingum eins og mér. Læknirinn gerði óspart grín að mér og spurði hvort ég væri ekki búin að bíða spennt eftir að hitta sig....

En annars segi ég bara þið slugsar, hunskist af stað!! Ekkert smá þægilegt að hugsa til þess að ég þarf ekki að fara fyrr en eftir tvö ár í staðin fyrir að fá samviskubit þegar ég man eftir þessu :)

Ferðasagan kemur á morgun :)

mánudagur, mars 14, 2005

København .... JEG ER PÅ VEJ :)

ÉG kveð litla Ísland að sinni og óska ykkur góðrar skemmtunar á klakanum!!! :)
Skiljið nú endilega eftir einhverjar skemmtilegar línur sem taka á móti mér þegar ég kem heim, í comment kerfið :) Alltaf svo gaman að lesa vitleysuna, já og allt það gáfulega líka, sem veltur uppúr lesendum þessarar síðu :)

VI SES

sunnudagur, mars 13, 2005

Heyrst hefur .....

AÐ:
** ég sé með öflugan handrukkara í vinnu!! Hann mun hingað til hafa skilað 100% árangri og verður hér eftir á launaskrá hjá mér.

** ungir piltar í sýslunni hafi áhyggjur af ástandi bifreiðarinnar VF 129

** ritari þessarar síðu sé á leið í Danaveldi að uppfæra dönskuna sína

** stúlkan hafi lent á djammi í all skrítnum félagsskap. Hún hefur ekki þorað að minnast á þetta einu orði fyrr en nú, þrátt fyrir að heil vika sé liðin síðan.

föstudagur, mars 11, 2005

Í vikulok!!

Dagskráin mín er aðeins of þétt skipuð þessa dagana. Það lýsir sér í því að:

** Vekjarinn minn og tveir "reminderar" í símanum dugðu ekki til að vekja mig í gærmorgun!! Klukkan 08:10 vaknaði ég af værum blundi - og það var sko ekki gaman skal ég segja ykkur, því ég átti að vera í stofu 5 að kenna 10. bekk dönsku!!

** Ég er komin í þá rútínu að vera alltaf að flýta mér svo á milli staða þannig að í gær flýtti ég mér aðeins of mikið úr Tónó í badminton, en mundi svo þegar ég var búin að leggja bílnum fyrir framan íþróttahúsið að badmintonið var ekkert fyrr en eftir 40 mín. Var bara orðið mér svo eðlislægt að hafa ekki tíma til að gera neitt á milli dagskrárliða...

Já svona mætti halda áfram .....


EN annars hef ég ekkert minnst á vígslutónleikana mína og nemenda minna sem voru haldnir á mánudaginn. Þeir gengu alveg súper vel!! Ætla svo sem ekkert að tíunda það frekar - það er hægt að lesa um þá hjá Húnahornsmönnum.

Einn frábær gutti úr 2. bekk átti annars gott innlegg!! Áður en svokallað Kaffilag hófst bað ég þá foreldra sem drekka kaffi um að rétta samviskusamlega upp hönd. Ansi margar hendur fóru á loft, en greinilega ekki allar sem áttu að fara þangað. Guttinn var greinilega ekkert að stressa sig á því að hann stæði fyrir framan fjölda fólks og kallaði fram í sal "pabbi, þú drekkur víst kaffi" :)

Annars ætla ég bara að leyfa myndunum að tala sínu máli!! ...

fimmtudagur, mars 10, 2005

EXTREME MAKEOVER

ÉG hef aldrei verið nógu sátt við sjálfa mig þannig að ég ákvað að taka áskorun um að fara í EXTREME MAKEOVER hjá íslenskum lækni, dr.Þórði, sem hafði yfirumsjón með málinu. Lazeraðgerðin á augunum heppnaðist einstaklega vel **engar linsur og engin gleraugu framar** og hakan er miklu flottari. Hann stóð sig bara vel!!! :)


Nú og svo eru fleiri sem þyrftu að fara að gera eitthvað í sínum málum. Þyrfti hann ekki að fara að hreyfa sig? Þetta eru klárlega áhrif bjórdrykkju.

Þessar eru líka búnar í EXTREME prógramminu og segja að líf sitt hafi aldrei verið betra.

þriðjudagur, mars 08, 2005

HRÆDD, hræddari, hræddust!!

Ég hef sjaldan orðið eins hrædd á ævinni eins og í ökuferð minni á leið úr kirkju í gær!!

Ég var að keyra ** í mínu mesta sakleysi ** og sé ég þá ekki allt í einu eitthvað langt og mjótt sveiflast við rúðuna hjá mér. Þegar ég sá svo hvað var þar á ferð truflaðist ég með tilheyrandi ópum og vissi varla hvort ég ætti að stökkva út á ferð eða gera tilraun til að ná ró minni aftur.

Á húddinu trítlaði eitt stykki mús **mér fannst hún risavaxin** og þetta var ljótasta kvikindi EVER. Hún var nú ekkert að stressa sig þótt ég væri á ferðinni, hefur sjálfsagt lært einhvers staðar að teika bíla. Hún horfði bara hin rólegasta á mig í minni geðshræringu. Stuttu seinna tók sú stutta sig til og tölti undir húddið og þá varð mér allri lokið!! Öskraði ennþá hærra og hringdi í Þórdísi Erlu, var farin að sjá hana fyrir mér á bílstjóragólfinu að éta á mér lappirnar. Ég brá á það ráð að gefa allt í botn og taka harkalegar beygjur í þeirri von um að hún dytti af bílnum, var ekkert að fatta að nota flautuna. Þórdís átti ansi bágt með að greina einhver orð úr öskrunum í mér en náði skilaboðum um að meðferðis væri mús og að hún ætti að senda Jón Örn samstundis út til að bjarga mér.

Þegar ég náði á áfangastað hófst heljar leit af kvikindinu og tók smá stund að finna hana. Jón Örn reyndi að telja mér trú um að ég væri ímyndunarveik og að þetta hefði verið laufblað en ég þurfti ekki annað en að líta einu sinni í átt að bílnum og þá gat ég bent honum hvar skrímslið sat og horfði á okkur **illkvitnum augum**.

Það er alveg á mörkunum að ég þori að stíga fæti inní bílinn minn framar...!!!

föstudagur, mars 04, 2005

Myndir

ÉG ákvað að taka mér það bessaleyfi að hnupla nokkrum myndum á grunnskólasíðunni af árshátíð grunnskólans og fleygja inn smá sýnishorni af árshátíðarmyndunum. Skellti þeim inní albúmið mitt.

Annars lítið að segja í dag annað en að ég fór að spila félagsvist í gærkvöldi á Árbakkanum **nei - ég lækkaði ekki meðalaldurinn - ég er ekki eina gamla sálin á staðnum ;)** Ég var nú ekkert að gera góða hluti samt - en var nú sem betur fer ekki jafn herfilega léleg og síðast. Þá var ekki annað að sjá en ég leggði kapp mitt á að fá skammarverðlaun ... sem eru reyndar ekki í boði.

En er ekki alltaf sagt að maður sé heppinn í ástum ef maður er óheppinn í spilum!! Riddarinn á hvíta hestinum hlýtur bara að bíða mín handan við hornið :)

Góða helgi!!

fimmtudagur, mars 03, 2005

Skil ekki alveg ...

Hvað er málið með hann Bobby Fischer??
Við "urðum endilega" að vera á einhverjum bannsettum lista yfir þær þjóðir sem studdu Íraksstríðið til að styggja ekki ekki Bandaríkjamenn ...
Eeeeeennnn þegar Bobby Fischer Íslandsvinur með meiru (eins og allt fræga fólkið sem setur litla tána á klakann) kemst í hann krappann þá er í lagi að styggja Ameríkuna, svo ekki sé minnst á Japani og nóg til af peningum til að spreða í kappann.

PIRRAR MIG DÁLÍTIÐ

Var annars vitni af skondinni senu. Ég var að lyfta í þreksal okkar Blönduósinga og þar sem hann er nú ekkert ýkja stór kemst maður bara ekki hjá því að heyra samtöl fólks, þótt mann langi ekkert að heyra þau. Í þetta skiptið var par að lyfta og greinilega einhver pirringur í sambandinu vegna þyngdar dömunnar. Hún lét kærastann stíga á viktina og hélt svo netta geðvonskuræðu um að hann gæti ekki sagt að hún væri of þung þar sem hann væri nú doldið mikið þyngri....

Áfram hélt fjörið - Hún virtist ekkert hafa stigið inní þreksal áður þannig að hann gerði í því að setja út á allt sem hún gerði og segja henni hvernig hún ætti að gera hlutina.

Hún settist í eitt af tækjunum sem reynir á fótleggina og ég fölnaði þegar ég leit á þyngina. Hún skellti öllum lóðum á takk fyrir takk og þurfti ekki mikið að hafa fyrir þeim. Hef bara aldrei séð eins hraustan kvenmann. Gaurinn var nú ekki alveg að fýla þetta og byrjaði að segja hetjusögur af sér "Sko, þegar ég var hérna síðast þá tók ég öll lóðin og svo stóð 70 kg maður ofan á tækinu, þannig að ég gat sko lyft 400 kg". Þegar þarna var komið við sögu var ég að missa mig - nóg var að hann misskildi algjörlega tölurnar á lóðunum því þau eru merkt í pundum - ÉG sá ekki annan kost í stöðunni en að drífa mig út því ég lagði ekki í fleiri Superman sögur.

miðvikudagur, mars 02, 2005

Frumvarp

Ég lagði fram frumvarp á Húnabraut 18 síðastliðinn sunnudag. Í því felst að allar búðarferðir eru stranglega bannaðar nema til að kaupa mjólk. Nei - ég er ekki að tala um að svelta heimilisfólkið heldur athuga hvað við getum lifað lengi á matarbirgðum heimilisins. Hef grun um að það kenni ýmissa grasa í skápum, hillum, ísskáp og frystikistu. Held að það gerist allt of oft að maður æðir út í búð eftir einhverju af því að mann langar ekki akkúrat í hrökkbrauðið sem er í skápnum í augnablikinu.

Frumvarpið fékkst samþykkt, 2 atkvæði (ég og mamma)gegn 1 (Heimir bróðir). Held að hann sjái fram á vatn og hafragraut, ji hvað þetta verður skemmtileg samsetning á máltíðum :)

Jæja lesendur góðir. Er ekki tilvalið að opna hér með fyrir getraun í comment kerfinu. Spurt er hvað mun fjölskyldan endast lengi í þessu uppátæki mínu?, þ.e. hvenær sá dagur kemur að við gefumst uppá þessu rugli í mér. Áskorunin hófst á sunnudagskvöldið og má því segja að liðnir séu 3 sólarhringar. Hvað tippið þið á langan tíma?

þriðjudagur, mars 01, 2005

Hringiða lífsins

Ég gaf mér smá tíma til að staldra við og grípa í gömul bloggskrif í gær. Svona fljótt á litið fæ ég út að ég hafi verið afskaplega þreytt sál því miðað við skrif mín var það vikulegur viðburður að ég læsti mig úti, keyrði á vitlausa áfangastaði eða gerði einhverjar gloríur.

Svona sem dæmi

11.febrúar 2004
SKO ..... Handtaskan mín týndist í fyrradag með peningaveskinu og öllu málningardótinu. Fann hana í gær mér til mikillar ánægju. Í gær var ég að flýta mér svo voðalega mikið eitthvað að ég hentist út um dyrnar og í sama augnablikinu og ég lokaði hurðinni mundi ég að það borgar sig að hafa lykla með. OBBOBOBB ... Bíllyklarnir og húslyklarnir læst inni. Klukkan 13:55 og ég átti að vera mætt kl.14 og átti þar að auki eftir að fara á tvo staði í viðbót. Æ æ æ. Ég er alltaf að reyna að taka mig á í því að vera svona utan við mig, en það er greinilega ekki að ganga vel. Núna er kortið mitt týnt og ég veit ekkert um það!! Man eftir því að hafa verið með það í höndunum þegar ég kom heim í nótt en í einhverju utangátta kasti hef ég stungið því á vel falinn stað.
Ég er alltaf að mæta á vitlausum tímum í Söngskólann og um daginn var ég að fara í klippingu. Ég datt í einhverjar voðalegar pælingar á leiðinni og áður en ég vissi af var ég búin að leggja fyrir utan Söngskólann þegar ég mundi að ég var að fara í klippingu en ekki að syngja. Ég er alveg viss um að ef hausinn væri ekki fastur á mér væri ég búin að týna honum. Hvernig er þetta hægt?



Ansi utan við sig stelpan.

Ég held svei mér þá að ég sé helmingi minna utan við mig á þessu herrans ári. Batnandi fólki er nú best að lifa :) Kannski eitt svona minna gáfulegt í síðustu viku. Fór í Mjólkurstöðina og þurfti að fara í einhverjar forljótar skóhlífar. Svo arkaði ég bara með þær á fótunum út úr húsi og spókaði mig á nokkrum stöðum bæjarins án þess að vita að ég var eins og fífl til fótanna.