Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

JÓAKIM AÐALÖND ;)

Vissuð þið að það tæki mig og Jonna 24 ár og 1 mánuð
að safna 10 milljónum miðað við núverandi sparnað, en það magnaðasta er að dæmið liti svona út:

Áunnir vextir: 7.028.754 kr.
Okkur framlag: 2.990.000 kr.

Bara að deila þessu með ykkur í gúrkutíð bloggskrifa minna því ég er á þessu reglulega skeiði sem ég bara hef nákvæmlega EKKERT að segja .!.

Kærastinn minn, úff hvað þetta hljómar 16. ára legt, semsagt maðurinn en samt ekki þar sem við erum ekki gift, en allavega Jonni gerði góðlátlegt grín að mér um daginn því ég á svona töfraskáp - því alltaf þegar eitthvað stendur til, afmæli eða eitthvað slíkt þarf aldrei að stússast í að kaupa gjöf því ég luma alltaf á einhverju inní skápnum góða.

Þetta kalla ég nú bara fyrirhyggjusemi ;) og eitthvað svona Þórunnar frænku legt.

Góða helgi .!.

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

MIÐVIKUDAGUR .!.

Hamingjan er þvílík að vera loksins komin út á meðal fólks aftur .!. ;)

Í tilefni dagsins kíkti ég á hana Þórdísi eftir allt allt of langt heimsóknarhlé og var stelpan svo ofvirk að ég fékk þetta þvílíka samviskubit yfir ýmsum ókláruðum hlutum heima hjá mér en um leið vítamínsprautu þannig að þegar Jonni skreið hundþreyttur inn um dyrnar sagði ég honum að hafa til málningu og tilheyrandi því við værum að fara að mála.

.... ok skipaði honum kannski ekki alveg en gaf afar skýr skilaboð um að þetta þyldi enga bið. Alls óvíst að ég kæmist aftur í svona stuð á næstunni ;)

Sú stutta er tekin við af mér því hún var með magapest á mánudag en hin allra hressasta í gær og dag en í kvöld byrjaði fjörið aftur, bara margfalt verra en fyrr í vikunni. Æi eins og manni líður hryllilega þegar manni er óglatt og er eins og lítið barn sjálfur þá finnst manni full mikið lagt á lítinn kropp. Vona að þetta verði bara nóttin í nótt hjá henni og svo búið.

En jæja, margt að gerast á stóru heimili.
Nóg í kvöld.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

ósköp tíðindalítið...

Jæja nú er yngsti fjölskyldumeðlimurinn orðin lasin .!. :(
Henni reyndar líkar það ekkert svo illa, trúði mér fyrir því áðan að það væri fínt að vera veik og ætlaði bara að vera það áfram fyrst hún þyrfti ekki að fara til læknis því hún fengi að horfa eins mikið á video og hún vill - þannig að ég held hún sé nú að hressast :)
.... og þar sem ég hef lítið annað að tala um en veikindi ætla ég bara að segja ykkur smá brot úr ferðasögu sem átti sér stað árið 2004.....
Þá var ég að ferðast sem undirleikari með unglingakór einum. Við gistum við nokkra kosti og á einum staðnum vorum við í hótelherbergjum og ég sett í herbergi með fararstjórunum en inní herberginu voru tvær kojur, sem mér fannst fínt .!. Hugsaði mér gott til glóðarinnar að þurfa ekki að sofna við einhver galsalæti í stelpunum því ég var gjörsamlega búin á því eftir daginn.
Svo kom að því að fara að sofa og það einhver mesta hamingjustund lífs míns að fá að tylla hausnum á koddann því ég var svoooooooo þreytt. Nema hvað, ég varð fyrir því óláni að það voru fleiri þreyttir en ég
Konan í næstu koju náði að sofna á undan mér....

Nú voru góð ráð dýr því hún hraut svo hryllilega hátt og hrotur er eitt af því sem ég get bara alls ekki sofið við undir nokkrum einustu kringumstæðum. Fyrst leið ein klukkustund og svo önnur og svo kom sú þriðja og ég alltaf þreyttari og þreyttari og langaði mest að grenja því ég þráði það eitt að fá að sofa. Búin að reyna að sofna með puttana í eyrunum og setja koddann ofaná hausinn á mér og reyna að sofna undir sæng og ég veit ekki hvað ég reyndi ekki uns ég sá mér ekki annan kost en að reyna að gera eitthvað við konuna.
Þar sem ég þekkti hana svo gott sem ekki neitt þorði ég ekkert að fara harkalega að henni og rétt svona kitla hana í von um að hún snúi sér en allt kom fyrir ekki. Eftir smá tilraunastarfsemi og alveg með tárin í augunum og búin að reyna að stynja líka uppí rúmi og sparka löppunum niður og í hluti í þeirri von um að hún vaknaði sá ég ekki marga kosti í viðbót.
Ég ákvað að flýja vettvang. Ætlaði mér að banka á einhverju herbergi, setja upp hvolpasvit og biðja um að ég yrði hýst þannig að ég stóð upp með sængina mína og koddann, lokaði millihurðinni, en sé þá klósettdyrnar og fékk nýja hugmynd!!

Ég fór inná klósett og lokaði líka þar og lagðist þar með mitt hafurhask og sofnaði á sekúndunni eins og ungabarn. Síðan veit ég ekki af mér og sef bara værum blundi þangað til að klósetthurðin allt í einu opnast og ljósið kveiknar og er þá ekki hrotukonan mætt. Ég hrekk svona hryllilega við og án gríns hendist uppí loft og lendi jafnfætis og rek upp þetta skaðræðis öskur sem varð ekki bara til þess að herbergisfélagar mínir ALLIR vöknuðu heldur líka nágrannarnir og áttu þeir stutt spjall sem var víst nokkurn veginn svona.
"Ji, það hefur einhver oltið niður úr kojunni"
Ég svaf ekki meira þá nóttina og í morgunmat daginn eftir heyri ég þessa rosalegu sögu um að einhver hafi dottið niður úr kojunni sinni um nóttina. ÉG náttúrulega þorði ekki að segja eitt einasta orð um þetta því ekki gat ég farið að segja öllum að konan hafi hrotið svona hræðilega en ekki ætlaði ég að upplifa aðra svona nótt svo ég trúði nágrönnum sem höfðu vaknað um nóttina fyrir þessum hrakningum mínum og fékk að gista hjá þeim en gaf fyrrverandi herbergisfélögum mínum engar frekari skýringar.

... svo þær halda eflaust að ég sé eitthvað skrítin .!.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Eintóm gleði og hamingja

Þá er maður orðin 25. ára og var það bara hin minnsta gleði miðað við ástandið á mér þann daginn.

Ætlaði náttúrulega að vera ógurlega sterk og vera EKKI VEIK þennan dag þannig að ég hundsaði öll líkamleg einkenni um að halda mér heima þann daginn. Til að gera langa sögu stutta lifði ég af tvær kennslustundir og í þeirri þriðju sagði drengur í 4. bekk

,,Hugrún mín - þegar maður er lasinn, er þá ekki bara best að maður sé heima"

... og þetta hljómaði svo innilega þroskað og rétt hjá honum að ég gat ekki annað en sagt með skömmustusvip JÚ og þau eins og ljós og lofuðu að bjarga sér og vera góð á meðan ég fyndi einhvern til að leysa mig af hólmi. Þannig að ég dreif mig heim með samviskubit því á leið minni út úr skólanum fékk ég fregnir um að í 10. bekk biði mín kaka !! Þau voru reyndar búin að hóta því en mér datt nú ekki í hug að af því yrði.

Þannig fór fyrri parturinn.

Seinni parturinn var lítið skemmtilegri því ég fór á Blönduós í rannsókn, reyndar fékk alveg fínustu ummönnun hjá fyrrverandi starfssystrum mínum :) en engin niðurstaða fékkst á málið þannig að ég fór bara heim aftur og æi manni finnst maður bara vera aumingi þegar ekkert skýrist.

Þegar heim kom náði ég loksins að festa smá blund, enda búin að vaka nánast alla nóttina og vaknaði svo við að mamma og Helga komu. Þær náðu sko að létta mér lífið en þegar þær kvöddu var planið að Jonni eldaði fyrir mig en ég var ekki hressari en það að ég bað hann að fresta matnum sökum lystarleysis og kornflex það eina sem ég gat hugsað mér það kvöldið.

Svo fékk ég tengdaforeldra mína og Ellen í heimsókn og toppaði daginn endanlega. Mér nefnilega tókst að festa mig, já FESTA MIG í orðsins fyllstu því ég fékk þennan líka fína krampa í vöðva sem ég veit nú bara ekkert hvað heitir og gat mig hvergi hreyft. Þetta varð alls herjar panik því löppin varð að vera í ákveðinni hæð og ég gat hvorki sest né staðið upp og lá þarna bara eins og fífl, í hláturskasti því þetta var dáldið fyndið eftir allt sem á undan var gengið, en um leið titrandi og skjálfandi með kökkin í hálsinum því mér var nú hreint alls ekki sama. Upp hófst mikil tilraunastarfsemi og handapat að koma mér á lappir og eftir smá garg og tilfæringar tókst þeim mæðginum að hafa mig á loft. Jesús hvað ég skammaðist mín samt.

Dagurinn í dag er nokkurn veginn svona. Leiðist – leiðist meira – leiðist ennþá meira – æli kornflexi – skráði mig á organistanámskeið sem verður sennilega highlight of the day!!

Jebb alveg einstaklega jákvæð og skemmtileg í dag, eða þannig.
Kveð að sinni.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Þriðjudagur til þrautar

Jæja síðustu stundirnar í tölunni 24 virðast ætla að verða eftirminnilegar fyrir leiðindi því akkúrat í þessum rituðu orðum kl.09:07 ligg ég uppí rúmi með makkarann í fanginu, leiðist heil ósköp og vorkenni mér ægilega því ég er bara lasarus núna. Maginn gjörsamlega í hönk og ég sem ætlaði að gera svo ægilega mikið í dag, já eða allavega smá. Hafði hugsað mér að skella í 2-3 kökur eða svo - svona ef einhverjir skyldu slæðast í heimsókn á morgun en já, það verður bara að koma í ljós hvort heilsan mun bjóða uppá rjómakökur og rúsínur eða bara vatn og brauð. Heilsunni SKAL ég allavega ná fyrir morgundaginn.

Skrifaði mjög samviskusamlega helgarblogg eftir síðustu helgi en þegar ég las það í gegn var það ekki birtingarhæft sökum þess hve ég kom færslunni frá mér á drepleiðinlegan hátt. Var næstum sjálf sofnuð þegar ég las hana yfir. Þannig að hún verður bara áfram vistuð sem draft.

Bið að heilsa ykkur .!.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

SUMAR OG SAMBA

Það er svo gott veður að ég bara ræð mér ekki fyrir kææætiiiiiiii ......

NOT!!!!!
Þetta er svo pirrandi orðið að það hálfa væri nóg. Það er sko óhætt að segja að maður búi á mörkum þess byggilega þessa dagana.
Ósköp lítið fréttnæmt þessa dagana. Jú ef fréttir skyldi kalla þá komst ég ekki heim á mánudaginn sökum blíðunnar þannig að ég kenndi víst ekkert á þriðjudagsmorguninn og til að toppa allt saman var ég með lykilinn af skólanum í mínum fórum sem gerði það að verkum að Jonni komst ekki inní skóla og varð líka að fella niður kennslu. Gáfulegt það.

Ég og móðir nýttum samt tímann þokkalega á Blönduósi, murkuðum lífið úr tjah, hét hún ekki Búkolla í ár, eða var það kannski Mjallhvít eða ef til vill Dimmalimm. Man ekki alveg hvað þeir heita svona frá ári til árs en fyrir þá sem ekki ná að fylla í eyðurnar þá skelltum við einni rollu eða svo í öreindir svo nú eigum við nóg af kjeti fyrir veturinn.Svo má nú minnast á að við JÓN fórum ásamt honum Birki á Borat og það var nú meiri myndin skal ég segja ykkur. Ég held að það sé ekkert of sögum sagt að ég hafi næstum kafnað úr hlátri. Jeminn hvað hún var fyndin, algjört must að sjá hana sko!

mánudagur, nóvember 13, 2006

VETRARFRÍ

... Ferðin okkar til Danmerkur var fullkomin ...


Þessi ferð verður án efa falleg minning hjá mér og ástinni minni sem var besti ferðafélagi EVER. Svo ég stikli á mjög stóru þá fórum við saman uppí skóla á salsa æfingu hjá gömlu hljómsveitinni minni og svo hittir maður auðvitað alltaf einhverja óvænt sem maður þekkir svona til að minna mann á hvað Köben er mikil Íslendingaflóra. Í þessari ferð var það Óli Tómas. Gengum óhemju mikið og borðuðum endalaust af góðum mat. Dýrin standa alltaf fyrir sínu og búðirnar fengu aðeins að finna fyrir okkur.


Gerðum góðverk - það verður svona okkar Jonna á milli bara :) Við vorum allavega voðalega ánægð með okkur .!.


En alvara lífsins er tekin við á ný, svo mikið er víst.


Morgunninn byrjaði ekki skemmtilega. Vitlaust veður og ég veit ekki hvort ég er svona mikil hæna en það er allavega ekki fyrir mig að sitja út á vegi og komast hvorki aftur á bak né áfram og vita það eitt að maður er á veginum en hafa enga hugmynd um hvort maður er búin með einn tíunda af leiðinni eða hálfnaður. Ofan á allt saman illa sofin eftir að hafa vakað meira og minna alla nóttina af kvíða fyrir keyrslunni og vindinum sem buldi á rúðunni. Komst fyrir rest - klukkustund eftir að ég lagði af stað og til að bæta gráu ofan á svart með nagandi samviskubit yfir að vera of sein til vinnu og 13. NÓVEMBER. Jahá, fjörið er semsagt bara rétt að byrja.


Atburðir síðustu viku hafa líka orðið til mikilla vangaveltna. Það er svo afskaplega óréttlátt að hugsa til þess að það sé virkilega einhver tilgangur með að binda endi á líf ungs fólks og enn eina ferðina fær maður bankið á bakið um að muna að vera þakklátur fyrir þá ástvini sem maður á og gleyma ekki að segja þeim frá því hve mikils virði þeir eru manni því enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér.


Að lokum góðar fréttir :) Loksins rofaði til í rjúpnamálum enda mín orðin ansi stressuð og eiginlega orðin það svartsýn að ég var farin pressa á minn mann með hvað við ættum að elda á gamlársdag fyrst við þyrftum að hafa hamborgarahrygg á aðfangadag. En eins rólegur og hann er þá sagði hann bara "Hugrún mín, við fáum rjúpur" og jú svo virðist ætla að verða raunin. Ætla samt að spara fagnaðarlætin fyrr en ég sé fuglana með eigin augum ;)

mánudagur, nóvember 06, 2006

DAGURINN Í DAG .!.

Jemundur Jósafatsson hvað ég hlakka til miðvikudagsins :-D Fyrsta utanlandsferðin okkar Jonna er alveg að bresta á. Karlinn í sambandinu hefur ekki farið út í tæp 10 ár en aðeins öðruvísi farið með konuna hans því hún hefur á síðustu 9 árum farið um tuttugu sinnum, þannig að ef ég fæ einhverju ráðið þá er þetta fyrsta af mörgum hjá okkur :)

Ég er mest svekkt út í sjálfa mig að hafa ekki uppgötvað hvað mér finnst gaman að skoða heiminn fyrr en ég flutti til Danmerkur. Þótt ég hafi jú eflaust lært eitthvað á að hafa farið í samband 16. ára þá er það sennilega það sem ég myndi helst vilja breyta ef ég mætti einhverju breyta um fortíðina því það hefði verið svo nægur tími fyrir það síðar. Vildi að ég hefði frekar tekið þá stefnu að gerast au-pair eða eitthvað slíkt, þannig að þið ungmeyjar, verið ekkert að flýta ykkur að binda ykkur .!. þótt eflaust séu pottþétt margir sem sjá alls ekki eftir því.

Kíkti í borgina á laugardaginn. Við Hallbjörg fórum með okkar ástkæra í Borgarnes og fórum svo þaðan með Siffu mömmu hennar Hallbjargar og afa hennar í bæinn. Endurheimtum svo karlpeninginn okkar hálfum sólarhring síðar. Sú stutta átti góðan tíma með mömmu sinni á sunnudeginum en við Jonni tókum Bónus og Ikea rúnt. Erum alltaf í einhverjum pælingum með íbúðina okkar. Alveg 225 m langur listi yfir hvað okkur langar að gera. Við erum samt alveg á sínhvorum endanum hvað varðar framkvæmdir - ég er þessi "skynsemistýpa" - sem þarf alltaf að hugsa allt í helst nokkra mánuði en Jonni vill gera alla hluti helst í gær þannig að það er passlegt að mætast á miðri leið ;) Allavega næsta mál á dagskrá er að klára tómstundaherbergið okkar og svo eru einhverjir baðherbergisdraumar að brjótast um í okkur hvenær sem það svo verður :)

Fannst svo ótrúlega krúttlegt að koma heim um daginn og sjá manninn minn standa úrvinda inní svefnherberginu okkar í þvílíku breytingunum án þess að segja mér hvað stæði til og enginn smá munur eftir að hann hafði farið þarna hamförum.

En jæja, enga væmni hér.
Nóg í dag.

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Hún Ragnhildur Ragnarsdóttir, nánar tiltekið móðir mín er 43. ára í dag. Til hamingju með daginn elsku mamma mín....

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

... Svona lítur þetta út ...

I´m working my ass off
Schedual dagsins er nokkurn veginn svona:
-Vakna
- Keyra í vinnuna
- Vinna
- Borða hádegismat
- Vinna meira
- Keyra heim
- Æfa mig
- Borða kvöldmat
- Vinna ennþá meira
- Svefn
......... en ég læt í mér heyra þegar ég sé fram á að geta litið upp frá helvítis vinnunni .!.
OG YFIRLÝSINGAR DAGSINS ERU Á ÞESSA LEIÐ:
Ég lofa fyrst og fremst sjálfri mér og þið hin getið svo sem fylgt með en næsta vetur ætla ég BARA að vera í 100% kennslu og organisti ..... Keep that in mind því þið þurfið að minna mig á þetta því ég er svo vís til að vera búin að gleyma þessu loforði strax eftir helgi ...
OK