Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Myndir

Hafði það af að henda inn myndum af þorrablóti!!


ER annars byrjuð að efna orðin um vanrækta vini & ættingja :) sjá síðustu færslu. Fór í sveitina til ömmu & afa í gær en smá pæling. Þegar ég fer þangað fylgja því alltaf einhverjar kvaðir fyrir hana elsku ömmu mína :/ Fer varla öðruvísi en með einhverja flík meðferðis sem þarf að skipta um lás á, stoppa í eða sauma!! VEI skemmtilegt að fá mig í heimsókn, já eða ekki. En það er sko lúxus að eiga svona súperömmu sem kann allt. Ég ætla ekki einu sinni að láta mig dreyma um að komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í húsmóðurstörfunum.

eeennn vúhú Ísland. Snilld að taka Rússana... en þessir blessuðu handboltaleikir vekja samt alltaf upp slæma minningu 27-1. Man einhver? ;)

mánudagur, janúar 30, 2006

Þorrablót



Fór í smá vettvangsferð á Húnahornið og fékk lánaðar nokkrar myndir þar sem ég náði nú lítið að taka myndir af skemmtiatriðum :) Smellti nú samt nokkrum í ferðamannahlutverkinu ..
Þetta var annars bara hið þrælskemmtilegasta þorrablót í alla staði :) Lét mig nú reyndar hverfa í fyrra fallinu og tók restina af öðru blóti í sýslunni og frekar skondið að vera að opna fyrsta bjórinn sinn klukkan að ganga 02. Ekki verra svona uppá sunnudagsheilsuna að gera að vera róleg í þessu!!

EN ÞIÐ HOLLVINASAMTAKAFÓLK - "Hugrún Sif Hugrún Sif - þú hélst þú hefðir sloppið" - KEMUR:)- Hefði "drep.." ykkur!!

EEEeeennn .. það er merkilegt að eftir svona tarnir eins og þessar leikæfingar voru fyrir blót þá finnst manni maður hafa hreint allan heimsins tíma lausan, samt hinn mesti misskilningur, en ég er nú samt heldur betur búin að lofa nokkrum heimsóknum til vanræktra vina & ættingja og byrjar það átak strax í dag!!:)

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Á þetta að vera fyndið eða ....?

Fékk frekar skondinn tölvupóst!! LOL

"Kæri Hugrún Sif Hallgrímsdóttir

Þú átt von á bókinni Til hamingju með barnið inn um bréfalúguna á næstu dögum því vinur þinn sem skráði sig í Netklúbb Eddu útgáfu hefur keypt sína fyrstu bók í klúbbnum.

Kær kveðja, Eddu klúbbar"


Er ekki í lagi með þetta lið að senda manni bókina Til hamingju með barnið af öllum bókum veraldar!!?? Ég man meira að segja að maður gat valið um e-r bækur, & hell no þessi bók var ekki valin af mér :) Gaman að þessu ....



Annars er lífið & tilveran að fara vel í stelpuna þessa dagana. Orðin all stressuð fyrir þorrablót!! EN ÞAÐ REDDAST .. spurning hvort ekki fækki í vinahópnum þegar skemmtiatriðunum er lokið? ÉG var séð - passaði mig á að ganga í hollvinasamtökin & taka þátt í atriðunum svo ekki yrði gert grín að mér ;)

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Ein af helginni ....

Tjah .. varð alveg himinlifandi þegar ég sá að Jón Örn er risinn upp frá dauðum. Annars allt við það sama, sæmilegasta vikan framundan. Þorrblótsæfing og saumó í kvöld og þríbókuð annað kvöld. Klón takk. Foreldrafundur í skólanum, þorrablótsæfing og kirkjukórsæfing en sennilega skynsamlegast að sinna sinni vinnu ;)

Já - er sumsé í skemmtiatriðum þorrablótsins og ég get bara ekki annað en sagt að við hlógum okkur máttlaus á æfingu í gær. Ætla ekki annars allir á þorrablót?

Það er aðeins að þvælast fyrir mér að umgangast báða bílana mína. Á það til þessa dagana að setjast uppí Passatinn og skella honum bara í gang & gleyma öllu sem hefur eitthvað með kúplingu að gera. Ekkert sniðugt.

Nú og svo getur maður, sem fyrr ekki skorast undan áskorun. Nýjasta nýtt er að vera næld. Takk Thelma ;)

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á*
- One Tree Hill
- Leiðarljós **engar árásir út af þessu**
- Idol
- Nágrannar
** Er ekkert að meika þessa spurningu því ég er engum þætti háð því ég horfi nánast ekki á sjónvarp **

*4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur & aftur*
- Er þetta eitthvað grín!?! Það veit hver heilvita maður að ég get ekki með nokkru móti munað nöfn á kvikmyndum og að það telst kraftaverk líkast þegar ég vaki heila mynd!!

*4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega*
- www.hugrunsif.blogspot.com ;)
- www.lindahlin.blogspot.com
- www.gebba.blogspot.com
- www.blog.central.is/thelmath6

*4 uppáhalds máltíðir*
- Rjúpur með öllu tilheyrandi - ala mamma
- Piparostspasta
- Kjetsúpan kemur sterk inn
- Nautakjöt

*4 uppáhalds geisladiskar*
Minnisvandamálið með nöfn nær líka yfir þennan þátt, fyrir utan að ég eignast sjaldan geisladiska núorðið!! en gott ripp þessa dagana eru t.d.
- Fiona Apple
- James Blunt
- Jethro Tull
- Hjálmar

.. og fórnarlömb nælunnar minnar eru daddara: Linda Hlín, Nonni, Stína litla Birgis, Soffía & Gummi í Köben :)

mánudagur, janúar 23, 2006

Tapað-fundið

Auglýsi eftir týnda bloggaranum honum Jóni, betur þekktur sem Jón hennar Þórdísar. Síðast heyrðist frá drengnum þann 4. nóvember 2005 og herma fregnir að hann sé á lífi drengurinn þrátt fyrir þessa þrúgandi þögn. Eigi eru það sjóferðirnar sem halda honum frá verki því hann ku vera Kráksmaður.

Nonni minn - ég er doldið mikið farin að sakna þín hérna :)

Er annars bara hress & kát & þreytt. Skellti mér í borgina um helgina og hafði það voðalega voðalega gott. Gerði líka alveg heil ósköp á minn mælikvarða. Læt vera að fara of nákvæmlega í saumana á þessari ferð en svo eitthvað sé nefnt átti ég alveg yndislegt föstudagskvöld með pabba & Hildi.

Vil sem minnst að tjá mig um Popppunktsútreiðina með Jonna, Birki & Arnari á laugadagskv. því þeir eru allir einfaldlega fáránlega fróðir um tónlist & mér leið bara eins og fífli innan um þessa alvitringa. Held mig héðan í frá bara við að spila þetta við fólk sem er ekki tónlistarmenn, það lítur þá allavega út fyrir að ég viti eitthvað smávegis.

Yfirgaf svo drengina og ég NON bæjarrotta fór bílandi á djammið og staldraði til rúmlega 05. Kom sjálfri mér á óvart því ég verð seint sögð hörkutól í úthaldi á djamminu. Lét það nú líkast til ekki aftra mér að vera sú EINA edrú innan um stuðboltann hana Lindu frænku og 6 allover gengið hennar:) Héldum okkur á Vegamótum og kíktum svo aðeins á Úlrik-drengina á Amster en það var stutt nú stopp, aðeins of snobbaðar frænkurnar til að höndla þennan ágæta stað ..

Fór svo með hana Köru mína Norður á sunnudeginum og gekk ferðin vel.. Kara er sumsé Carinan mín og ég ætla að leyfa mér að hafa hana hjá mér í nokkra daga svo nú get ég valið um tvo bíla á morgnana.. Meira endemis ruglið. Þegar ég svo kom heim var ég með Tuppeware kynningu svona til að fá smá húsmóðurssprautu - þó ekki nema andann frá þessum ofvirku húsmæðrum sem mættu á kynninguna.

Jæja. Upp, niður, út & inn. Vænti þess að Nonni sjái um næstu færslu.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Snjóbras

Hann snjóar og snjóar og ég er ekkert æðislega ánægð með þetta allt saman. Það mun sennilega vera vegna þess að þá þarf ég reglulega að láta einhvern draga bílinn minn upp úr snjóskafli. Æi mér líður alltaf jafn kjánalega þegar hjálpin berst, tala nú ekki um þegar ég er búin að festa mig í eina snjóskaflinum á kílómetra radíus. Stundum er víst betra að hugsa fyrst og framkvæma svo.

eeeeEEEEENNNNN - annars status quo, foreldraviðtöl í morgun og ég gerði sjálfri mér þann greiða eða öllu heldur þann grikk að tæta óvart tímaplanið!! En í staðin varð þetta bara allt saman voðalega "spennandi" að sjá hver kæmi nú næst.

EN MÁL MÁLANNA - farið nú í öllum guðs bænum inná þessu síðu og látið í ykkur heyra!!

Góða helgi!!

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Mánudagur til mæðu


Neikvæðu nóturnar:

Þetta er einn af þessum dögum sem maður á bara að vera heima undir nýju fínu sænginni sinni með góða bók!!

Hundleiðindaskítakuldi og þurfti svo að vakna með þennan líka hryllilega höfuðverk, sem var eflaust bara fyrir það að það eru ekki nema tveir dagar síðan ég var að hugsa hvað ég hef sloppið vel við þessi mígrenisköst mín svo mánuðum skiptir.

Nú svona til að bæta gráu ofan á svart var KJÖTFARS í hádegismatinn og ég held svei mér þá að það sé eini maturinn sem ég myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum setja inn fyrir mínar varir. Það er ekki mannamatur!!

.. og svo var heldur ekkert skemmtilegt að vera búin að skrifa undir 14 einkunnablöð og fatta þá að eitt fagið var vitlaust. Ferlið framkvæmt aftur, skrifað undir á ný, sett í umslög og límt aftur, já og fatta þá að maður klikkaði á að ljósrita blöðin. Nú, þá var bara að rífa upp umslögin og ljósrita.

En að öðrum málum:

Veik von að annar bíllinn minn sé jafnvel að seljast. KROSSA FINGUR. Nú og síðan var reunion í grunnskólaklíkunni minni um helgina. Það gerist sumsé ekki nema á nokkurra ára fresti að ég, Helga og Kidda hittumst allar í einu.

Dagskráliðir voru þrír:
a) Slúður og spjall
B) Borða og drekka
C) Spila Party & co og Trivial

Hefði mátt sleppa seinasta dagskrárlið því við létum espa okkur upp í Trivialeinvígi, við þrjár háskólapíurnar á móti tveimur Sköggum og það eitt að hafa tapað er nógu skammarlegt en að ég sé að segja frá því er enn verra.

Ó við munum ná fram hefndum.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Koma svo .... Endilega taka þátt :)

Ákvað að taka mér það bessaleyfi að hnupla þessu af Kristínu Ingibjörgu!! :) Nú er bara að láta sér ekki fallast hendur, tekur enga stund ef maður tekur copy af spurningunum inní kommentkerfið og svarar svo fyrir aftan þær ;)

Nafn mitt?
Hvar kynntumst við?
Hvað er miðnafnið mitt?
Hversu lengi hefurðu þekkt mig?
Hversu vel þekkiru mig?
Hvað hugsaðiru fyrst þegar þú sást mig?
Aldur minn?
Afmælisdagur?
Háralitur?
Augnlitur?
Á ég systkyni?
Hefuru nokkru sinni öfundað mig?
Hvað finnst mér skemmtilegast að gera?
Manstu eftir því fyrsta sem ég sagði við þig?
Hvernig tegund af tónlist hlusta ég oftast á?
Hver er minn besti eiginleiki?
Hvort er ég feimin/nn eða mannblendin/nn?
Er ég fyndin/nn?
Er ég uppreisnarseggur eða fylgi ég öllum reglum?
Hef ég einhverja sérstaka hæfileika?
Spila ég á eitthvað hljóðfæri?
Ef það væri eitthvað flott gælunafn á mig hvað mundi það þá vera?
Höfum við kysst?
Hvað heldurðu að verði um mig framtíðinni?
Hver er uppáhalds minning þín um eitthvað sem við höfum gert saman?
Heldurðu að við eigum eftir að vera vinir í framtíðinni?
Ef þú gætir gert eða sagt eitthvað sérstakt við mig núna, hvað mundi það vera

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Slæm byrjun á góðum degi ...

Þessi dagur byrjaði nú ekkert sérlega vel.

Fyrir utan þetta venjulega streð að langa umfram allt að kúra lengur þá var bílstjórahurðin gaddfreðin og ég ekki í neinu sérstöku stuði fyrir leikfimisæfingar á milli sæta. Lét mig nú hafa það.

Uppgötvaði þá mér til skelfingar að ég hafði ekki hugmynd um vinnulyklana mína sem þykir nú svo sem ekkert til tíðinda. Verra var að á kippunni eru lyklarnir að harð læstum skápnum mínum og inní skápnum voru sirkabát 14 dönskupróf tímasett kl.08.00. Svona til að hrella mig ennþá meira sá ég strax að ég gat ekki bjargað mér með því að prenta aftur út prófið og ljósrita aftur því auðvitað harðlæsti ég hlustunardiskinn mjög samviskusamlega inní skáp með prófunum.

PANIK

Hugurinn á fulla ferð, sem er ekkert auðvelt svona snemma á morgnana. Hvernig skal bjarga yfirvofandi messi? Grunaði svo sem að lyklarnir gætu mögulega verið á vinnuborðinu mínu í skólanum og hringdi með þá veiku von í hjarta.

"Nei engir lyklar hér - ekki heldur í tónmenntastofunni"

Meira panik og nokkrir kostir íhugaðir.
a)Mæta með vélsög, bor eða bara eitthvað til að brjótast inní skápinn.
b)Grafa holu, moka yfir og vera þar þangað til mesta skömmin er yfirstaðin.
c)Veik von að Mummi húsvörður hafi aukalykil - fékk loðið svar. - "Kannski" - . Sumum var greinilega skemmt yfir að ég var að fara úr límingunum. Átti það skilið :)
d)Mæta til prófs og segja krökkunum að þau standi svo vel að þau þurfi ekki einu sinni að taka próf og fái bara öll 10. Frekar óvinsæll og óraunhæfur kostur.
e)Finna helv**** lyklana. Setja síðan á þá tæki til að hringja í þá líkt og þegar gemsinn týnist.

Fór inní skóla, bað í annað skiptið í vikunni um að verða bænheyrð. Reyndi með öllum mögulegum ráðum og óráðum að halda sönsum. Geng inní vinnuherbergi og sé ég ekki lyklana mína á borðinu mínu. Reyndar lyklarnir í felum undir blaði en það glitti í kippuna.

Blendnar tilfinningar. Fjúkket að þeir voru þarna eftir allt saman en hefði getað sparað mér mínútur "in hell"..

Það versta við þetta allt saman er að ég læri ekkert af reynslunni og lyklarnir mínir eða kortið eða bara eitthvað allt annað týnist í næstu viku. Ég bara get ekki vanið mig af þessu!!

laugardagur, janúar 07, 2006

Goði Guð ....

- ekki láta neitt lið vera með 12 rétta í leikjum helgarinnar, helst ekki 11 heldur. Við Þórdís vorum 10 rétta og höfðum fyrir umferðina eins stigs forskot á nokkur lið í afturrúðubikarnum. Það væri ekkert skemmtilegra en að ná að vinna öll þessi drengjalið svona aðeins til að lækka rostann í þeim :)

En annars hefur hann Guð okkar með völdin, miklu þarfari hlutum að gegna en bænheyra stúlku sem á þak yfir höfuðið, heilbrigða og góða fjölskyldu, nóg af mat, fullt af traustum og góðum vinum og ástvinum og svo miklu meira til... Ég vildi bara óska þess að maður kynni betur að meta það þegar manni finnst lífið brösótt.

Já manni hættir sko til að gleyma hvað maður hefur það gott!! ....

Ætla annars að enda þetta á því að óska henni Kristínu til hamingju með léttvínspottinn sem hún vann í kvöld. Heppnin er ekki alveg á því að elta mig strax í þessum selskap okkar :)

föstudagur, janúar 06, 2006

Peningar hér, peningar þar

Sem fyrr HATA ég bifreiðagjöld, því ég man aldrei að þú séu að koma og verð allaf jafn undrandi yfir þeim!!

.. og þú eru sko ekkert skemmtilegri þegar ég á tvo bíla :(
.. ANDA INN - ANDA ÚT

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Árið 2006

Gleðilegt ár gott fólk og takk fyrir það gamla..!!

Átti annars mjög róleg en yndisleg áramót :) Byrjaði daginn á að syngja og spila í kirkjunni og komst í gírinn þegar Nú árið er liðið og Þjóðsöngurinn höfðu ómað í eyrum mér. Eftir það tóku við rólegheit og borðaður dýrindis matur frameftir öllu. Var meira að segja sofnuð á skikkalegum tíma, já svaf mínum væra þegar flestir voru að koma sér af balli eða í eftirpartý.

Annars leggst árið 2006 vel í mig. Ætla fjandakornið rétt að vona að það verði aðeins rólegra en það gamla. Þó ekki nema sálartetrið. Fattaði í gær (ef minnið er ekki að svíkja mig) að síðan árið ´97 hef ég hvergi búið samfleytt lengur en í tæpt ár. Held það sé kominn tími á aðeins meiri lognmollu í þetta blessaða líf, þó ekki nema fyrir sjálfa mig.

Hún móðir mín átti sterkan leik í gær. ÉG kom rosalega stolt úr geymslunni með gamalt egóbréf eins og ég kýs að kalla það. Þetta var bréf og umsögn frá einum tónlistarkennaranum mínum í Danmörku og ég lýsti því yfir að ég ætlaði sko aldeilis að halda vel uppá þetta blað. Eitthvað misheyrði sú gamla, tók blaðið og krumpaði svona líka vel og vandlega í kúlu og var að fleygja því í ruslið þegar ég hljóðaði ógurlega. Blaðið er ennþá til en óhætt að segja að það sé ekki slétt og fallegt lengur :)