Ég sakna þeirra ......
Æi var að skoða myndir af salsa bandinu mínu í Danmörku og ég sakna þeirra svo voðalega mikið eitthvað. Vildi óska að ég gæti flutt vini mína úr tónlistinni þarna úti hingað til Íslands. Tók svona smá "heimþrá" tímabil í gær og fékk smá sjokk að ég myndi kannski aldrei aftur hitta sumt af fólkinu sem hafði svo mikil áhrif á mig svo ég settist niður og skrifaði þeim og vá hvað mér leið mikið betur að fá svör til baka....