Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Ég sakna þeirra ......



Æi var að skoða myndir af salsa bandinu mínu í Danmörku og ég sakna þeirra svo voðalega mikið eitthvað. Vildi óska að ég gæti flutt vini mína úr tónlistinni þarna úti hingað til Íslands. Tók svona smá "heimþrá" tímabil í gær og fékk smá sjokk að ég myndi kannski aldrei aftur hitta sumt af fólkinu sem hafði svo mikil áhrif á mig svo ég settist niður og skrifaði þeim og vá hvað mér leið mikið betur að fá svör til baka....

Smásaga úr skólanum .!.

Ég hitti nemanda í 2. bekk í fyrsta sinn á skólaárinu inná bókasafni í morgun.

Nemandi: Hæ Hugrún
Ég: Neih hæ, ertu ekki búinn að hafa það gott í sumar?
Nemandi: Jú. En Hugrún þú ert svo miklu fallegri en þegar ég var í 1. bekk.

Guð hvað ég átti bágt með að fá ekki hláturskastið fyrir framan hann. Þau geta verið svo yndislega einlæg stundum :-D

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Miðvikudagur

Hversu mikill Skagstrendingur er ég orðin þegar ég er farin að láta krakkana á Blönduósi syngja Komdu í Kántrýbæ? ;)

Fékk frábæra heimsókn í gær. Erla og Helga komu í mat til mín og að sjálfsögðu pasta í matinn .!. Ekki eldað pasta á mínum bæ nema að það séu matargestir því Jonni gikkurinn minn borðar það ekki og Hallbjörg vill enga sósu þannig að ekki fer ég að elda það handa mér einni eins og mér finnst það gott. Annars er þetta allt saman að koma hjá þeim, ég er soddan Hitler þegar kemur að því að borða, litla daman látin smakka allt og klára af disknum sínum. Jonni er líka farin að borða smá sósu með kjöti og karlinn borðaði marengsköku í brúðkaupi um daginn. Ég er viss um að hann verður farinn að borða fisk með bestu lyst áður en langt um líður :-D Þetta er nefnilega ekkert grín skal ég segja ykkur, það getur doldið tekið á taugarnar að fylgja öllum sérþörfum heimilisfólksins. Finnst stundum eins og ég sé skrítin þegar ég er ein að pukrast með rauðkálið mitt, ananasinn eða grænmetið mitt. En þetta hlýtur nú að hafast hjá þeim :)

Jæja - tveir dagar í helgi.
Verið blessuð .....

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

..... og hún lifði af :)

Heil og sæl ;)

Jákvæðasta við daginn: Ég er búin hjá tannsa
Neikvæðasta við daginn: Veðrið er ógeðslega leiðinlegt

Fórum sumsé til tannsa í dag og í stuttu máli sagt alveg frábær tannlæknir, svo ekki sé minnst á hvað hann er sanngjarn þegar að reikningnum kemur. Héðan í frá mun enginn líta upp í minn munn nema þessi maður. Aldrei verið jafn afslöppuð og eeeekkert fundið fyrir neinu. Hann fann sumsé eina holu eftir þetta 6 ára skróp mitt og gerði bara við hana í snatri. EEEeeeemmm ég ætti kannski aðeins að fara að slaka á með jákvæðnina því hann á reyndar eftir að taka þrjá jaxla, damn, en ef það mun ganga eins vel og í morgun þá kvíði ég ekki baun fyrir.

Ætlum annars Suður um helgina fjölskyldan. Löngu kominn tími á að fara í klippingu og svo er planið að dekra aðeins við snúllurnar okkar og gera eitthvað skemmtilegt með þær því svo byrjar réttastússið allt saman í september.

En nú vil ég fá hugmyndir um hvern devilann ég á að gera við hárið mitt um helgina .!. Best að drífa sig út í Tónó .....

.. Bæjó ..

mánudagur, ágúst 28, 2006

VIKA 2

Hvers eigum við að gjalda??

Símanúmerið í Kántrýbæ er 452-2829
Símanúmerið okkar er 452-2928

Þetta hefur í för með sér að nánast á hverjum einasta degi heyri ég á hinni línunni "er þetta ekki í Kántrýbæ" og ég segi "nnnnneeiiiii það er öfugt" Alveg spurning að fara að taka bara á móti pizzupöntunum, annars er nú komin vetraropnun núna þannig að þessu fer að linna í bili.

Við fjölskyldan erum að fara í hópferð til tannlæknis á morgun og ég er ssssvvvvooo með í maganum yfir því .!. Ég verð nefnilega að játa á mig að ég hef ekki farið í rúmlega 6 ár því síðasta ferð varð algjör martröð. Tannsi rak hnífinn í kinnina á mér og þurfti að sauma þar nokkur aukaspor og svo tók hann jaxl, en af því að hann óx á hlið varð að mölva hann upp. Þetta var svo hræææðilegt og ég var svo bólgin og æi ég verð bara eins og lítið barn þegar ég hugsa um þetta því þetta er það versta helvíti sem ég hef lent í og mig langaði bara að öskra og gefa tannsa á kjammann því deyfingin var ekkert að virka sko. En vonandi að þetta verði nú betri upplifun á morgun. Jonni á yfir höfði sér svipaðan trassaskap og ég þannig að ég er ansi hrædd um að þetta muni kosta okkur nokkrar krónur ......

Við fórum í alveg frábæra afmælisveislu um helgina þar sem Hallbjörg fór á kostum. Þær frænkur, hún og Valgerður, létu sig ekkert muna um að syngja fyrir tæplega 100 manns, ó nei, þeir vildu bara ólmar fá að syngja bara meira :) Jonni stóð sig líka frábærlega, sá um veislustjórnina. En skrifa nánar um þetta allt saman á síðuna hennar Hallbjargar. Alveg nóg að skrifa um þetta einu sinni :)

Jæja - bið að heilsa - vona að ég lifi morgundaginn af.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Ég get, ég ætla, ég skal.

Hæ elskurnar mínar :)

Nú er allt komið í fullt fjör í skólanum og ég eins og ég á að mér að vera frá fyrsta degi. Tókst að skrifa TVISVAR sinnum á töfluna með permanent (varanlegum) túss sem fer ekkert af nema með hundakúnstum. Tónó byrjar eftir helgi og kirkjukórinn fer hvað úr hverju á fullt, alls er ég komin í 185 % stöðugildi sem er engan veginn sniðugt en æi ég hlýt að lifa þessa 9 mánuði af og geri svo róttækan niðurskurð. Ætla nú t.d. í SUMARFRÍ næsta sumar, enda erum við fjölskyldan byrjuð að skipuleggja smá reisu :)

Verð að segja eina ótrúlega krúttlega sögu af dóttur minni .!. Hún var á Blönduósi aðfaranótt sunnudags og hefur alltaf fengið að sofa hjá Raddý í holunni hennar en á sunnudagsmorguninn vaknaði hún ekki þar. Nú var illt í efni, kominn köttur í ból bjarnar. Hún arkaði til baka og spurði af hverju hún hefði verið færð, frekar mikið ósátt. Fékk þau svör að það hefði ekki verið pláss fyrir þrjá, en þá svaraði hún um hæl, getur hann ekki sofið annars staðar? Æi hún var nú ekkert alveg á því að deila Raddý sinni með sér :)

Við skötuhjúin vorum að ganga frá ótrúlega spennandi helgi, fáum að fljóta með Geitaskarðsmafíunni í Skrapatungugleðinni. Ætluðum fyrst að vera bara með á laugadeginum en freistuðumst til að taka bara helgina í þetta og vera með frá upphafi til enda. JJJiiiii hvað þetta verður yndislegt, ég nefnilega missti af þessu í fyrra, "mátti ekki fara" ..... smá biturleiki, sorrý.

En jæja, er á svo miklu bjartsýnisflugi núna, æi sem betur fer. Búin að vera svo agalega lítil og líða svo öömurlega illa í sumar, jamm þannig er það bara því miður, kaldhæðnislegt þar sem ég á svo góða að en með hjálp góðs fólks og endalausa þolinmæði unnusta míns er þetta að komast í góðar horfur. Það tekur ekkert smá á að leika hana Pollýönnu allan daginn, orkan hendist í burtu frá manni og þegar heim kemur fær heimilisfólkið á baukinn ... Held ég standi bara eftir sem sterkari einstaklingur og reynslunni ríkari.

Takk kærlega þið yndislega fólk sem hefur staðið við bakið á mér :-*
Maður segir fólkinu sem manni þykir vænt um aldrei nógu oft frá því ....

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Blogg skal það verða

Er alveg lens þessa dagana. Opna bloggið aftur og aftur og aftur og kem ekki einu einasta orði af viti frá mér. Búin að vista svo margar færslur sem draft af því að mér finnst þær bara ekkert eiga erindi á veraldarvefinn... þannig er nú það.

Átti gott framtak í gær. Týndi bíllyklunum og var nú ekkert á því að þora að segja mínum manni frá því, ekki að það kæmi honum á óvart en þetta eru einu lyklarnir okkar og hefði nú orðið skrautlegt ef bíllinn væri fastur á skólaplaninu og ég háð því að komast á milli, en jæja, leitaði allavega vandlega í skólanum því ég mundi VVEEELL eftir því að hafa læst bílnum með lyklunum. Mundi hins vegar ekki eftir því að hafa svo bara labbað í burtu og skilið lyklana eftir í skránni ...... Fjúkket að einhver tók sig ekki til og keyrði bara í burtu á drossíunni, það hefði orðið kapituli út af fyrir sig.

Kántrýhátíðin var haldin með pompi og prakt um helgina. Jonni var á útopnu í hljóðkerfinu og ég spilaði með honum nokkur lög og tók svo þátt í gospel. Héldum líka afmæli í íbúðinni okkar, ekki mitt og ekki hans, heldur 25. ára afmæli fyrir hana Helgu okkar. Heppnaðist vel og allir kátir með kvöldið held ég, meira að segja Helga Braga kom í teitið og ekki langt frá því að hún yrði gerð kjaftstopp. "Þú ert svo falleg á litinn, hefurðu verið einhvers staðar erlendis" :-D Fórum svo öll í kántrý og doldið mikið stappað þar en við Jonni vorum síðan orðin svo þreytt að við stungum af þaðan, heim í holuna okkar, án þess að láta kóng né prest vita.

Over and out, farin.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Í bljúgri bæn
Í bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.

Ég reika oft á rangri leið
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer
og man svo sjaldan eftir þér.

Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ drottinn minn.

föstudagur, ágúst 11, 2006

Voru 4,2 sekúndur að skipta um dekk á kappakstursbíl
(hluti úr frétt af mbl.is)

,,Óvenjuleg keppni var haldin í Smáralind í dag í tilefni af heimsókn Marks Webbers, ökumanni Williams-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, hingað til lands. Kepptu sex 12 manna lið í að skipta um dekk á Williams kappakstursbíl á sem stystum tíma. Vinnufélagar hjá fyrirtækinu Vörumiðlun, sem skipuðu eitt liðið, gerðu sér lítið fyrir og skiptu um dekkin á aðeins 4,2 sekúndum og slógu þar með met í slíkri keppni.
Um var að ræða svonefnda „pit stop“ keppni, sem hefur verið haldin víðsvegar um heiminn síðastliðin tvö ár. Vinnufélagarnir hjá Vörumiðlun, sem höfðu stofnað með sér liðið Truck Co., slógu fyrrverandi dekkjaskiptamet svo um munaði með tímanum 4,2 sekúndur en það er sá tími sem það tók liðið að losa fjögur dekk á felgum og setja 4 ný á kappakstursbílinn. Gamla metið var 6,1 sekúnda og munar um minna í sporti þar sem hundraðshlutar úr sekúndu geta skilið að fyrsta og annað sætið.

Að launum afhenti Mark Webber félögunum í Truck Co ferð á Formúlu 1 keppnina í Tyrklandi þann 26.-27. ágúst. Innan liðsins var gantast með það hvort þeir væru búnir að fá frí í vinnunni til að fara á keppnina.

Þetta er í fyrsta skiptið sem svona keppni er haldin á Íslandi en bíllinn var fluttur sérstaklega til landsins ásamt búnaði til dekkjaskiptana á vegum Baugs Group."
Til hamingju með þetta Ármann Óli og félagar .!.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Akkúrat núna ....

°° eru 2673 klst. þangað til að ég verð 25. ára
°° eru 143 dagar til jóla
°° eru 2 dagar þangað til að ég fer í útilegu
°° eru 9019 dagar síðan ég fæddist
°° eru 10255 dagar síðan Jonni fæddist
°° eru 1953 dagar síðan Hallbjörg fæddist

* langar mig í klippingu og alveg game í róttækar breytingar
* langar mig í bragðaref með jarðaberjum og marsi
* langar mig að eignast þurrkara, blástursofn, kitchen aid hrærivél, ausu, PC borðtölvu, rafmagnspíanó, aðra lopapeysu, eldhús- og baðvigt, bílskúr .......

- er ég vel sofin og það er svo innilega kærkomið eftir svefnleysistímabilið mikla .!.
- er ég nýbúin að skipta úr áskrift í frelsi .!.

~ á ég von á tveimur vinkonum í heimsókn. Ætlum að elda saman og eflaust eigum eftir að skrafa um eitt og annað skemmtilegt. Alltaf svo gaman að fá gesti :)

Nokkuð við þetta að bæta?