Ellin .....
ÁHYGGJUR DAGSINS:*** Jófríður samstarfsmaður minn hélt að ég væri yfir þrítugt
*** Guðjón skólafulltrúi hélt að ég væri um og yfir þrítugt
Er ekki verið að djóka í mér? Það kom að því að maður lendir á þeim stað í lífinu að vilja frekar líta út fyrir að vera yngri en eldri..
EN mikið ætla ég að vona að ævin og heilsan endist mér til elliáranna. Ég er alveg búin að sjá að ef svo verður verða elliárin mín stórskemmtileg. Hvernig skyldi ég fá það út?
*** ÉG er spilasjúk ... og ég get ekki betur séð en að ellismellirnir séu alltaf að spila lomber og fleiri spil sem ég mun örugglega skemmta mér yfir.
*** Gamla fólkið föndrar fram í fingurgóma. JÁ - ég er spes, því mér finnst SVO gaman að föndra.
*** Ég er byrjuð að borga í VISTA, auka lífeyrissparnað, og sé fram á að verða multi millioner, þannig að ég ætla sko að flatmaga á ströndum heimsbyggðarinnar með bók í annarri og hasspípu í hinni. Kannski svona eins og einn vodkafleyg líka. Ég verð hvort sem er orðin svo gömul þannig að það gerir ekkert til þótt ég fái hrukkur eða húðkrabba í sólinni og það gerir ekkert til þótt maður fái sér í nokkrar pípur svona rétt á síðustu metrum ævinnar. Allavega skynsamlegast að vera ekkert í svoleiðis fikti núna og næstu 40 árin. (Nú gekk ég væntanlega fram af móður minni en til að fyrirbyggja allan misskilning er ég ekki að leggja blessun mína yfir ólögleg efni!!)
*** Ég er í kirkjukór og FINNST ÞAÐ GAMAN þannig að á sunnudögum í ellinni mun ég alveg hafa tíma og til að skemmta mér yfir messum og verð örugglega þessi eina sem lætur alltaf sjá sig í kirkju.
*** Harmonikkuklúbbur, tilheyra þeir ekki gömlu fólki? Ég mun spóka mig með eina.
JÁ - nú er bara að fara vel með sig og vona að þessi ár verði að veruleika. EN EKKI STRAX SAMT!! ...

Ég held ég sé algjörlega orðin galin í hausnum ... meira en venjulega!! :/
****
Hvað varð um þær yfirlýsingar sem ég gaf út að ég væri hætt störfum fyrir fullt og allt í Esso?? JÁ, maður spyr sig.
Það er lítið hægt að bulla þessa dagana!!
Það er alveg magnað hvað tónlist getur sparkað manni úr sporunum!!
Mín fékk aldeilis sendinguna í dag :) Nýja píanóið sem ég stóð fyrir söfnun á er komið í hús!! -á nú samt eftir að borga reikninginn - hóst hóst - en það eru nú til peningar fyrir honum. Þökk sé öllu þessu frábæra fólki sem styrkti gott málefni. Ég valdi gripinn um síðustu helgi og er búin að bíða SVO spennt eftir því. Það versta er að ég get ekki notað það í kennslunni á morgun því 4. bekkur er að taka samræmd próf í tónmenntastofunni minni, uss uss uss.
Minn eiginn ættleiddi froskur hræddi úr mér líftóruna í gær!!
Það er svo skrítið með það að maður veit aldrei hvort maður er að tala við sjálfan sig á þessu bloggi eða hvort hér séu lesendur á ferðinni :) Endilega skiljið eftir ykkur slóð í komment kerfinu svo maður geti nú fylgst með því hverjir leggja leið sína hingað!! :)