Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Gott fólk

Annars ný komin heim úr vel heppnuðu "orlofi". Fórum saman til borgarinnar ég og karlinn á fimmtudagskvöldið, reyndar seinna á ferð en við ætluðum því JONNI GLEYMDI BASSANUM og við urðum að snúa við ;) Ég er greinilega ekki eini sauðurinn á heimilinu ...

Karlinum hent um borð í Herjólf og ég frjáls ferða minna í borginni. Átti góðan dag með Lindu og Svanhildi og ehemm aðeins verslað. Var fljót að finna afsakanir þegar ég sagði Jonna það ,,sko ég varð að kaupa brúna skó við brúna jakkann sem þú lést mig kaupa í Kolaportinu um daginn því annars get ég ekkert notað hann" og svona voru öll mín kaup afgreidd - með prýðilegum réttlætingum - og Jonni gat ekkert sagt :) Meira að segja verslaði smá óléttuföt :)

Kíkti á Karen á laugadaginn, allt of langt síðan, og átti með henni góðan dag og um kvöldið haldið í kveðjupartý því litla frænka, alveg 40 dögum yngri, hún ætlar að halda á vit ævintýranna til Danmerkur á miðvikudaginn.

Fleiri heimsóknir afrekaði ég ekki, og frekar ósátt við mig svona eftirá að hyggja því mig langaði á svo miklu fleiri staði en þeir staðir verða þá bara í forgang næst :( Endurheimti karlinn svo seint á sunnudag og fékk bara þreyttan karl með sjóriðu til baka.

Mánudagurinn var svo allur helgaður orgelleik - námskeið í Grensáskirkju. Ætla svo sem ekkert að þreyta ykkur meira með því, finnst sjálfsagt engum jafn spennandi og mér að ræða um sálma, messusvör og kirkjuathafnir :) Draumurinn er allavega sem stendur að fara í orgelnám síðar, en það er víst bara ein af þessum milljón hugdettum sem ég fæ og misjafnt hvað margar þeirra komast í framkvæmd.

Mont dagsins: Langar að óska litlu systur innilega til hamingju með árangurinn. Komst í 16 manna unglingalandsliðshópinn í handbolta og mun fara til Rúmeníu að keppa í mars.

Tilhlökkunarefni dagsins: Bíð spennt eftir að fara í reisu húnvetnskra kvenna :) Fannst minn maður bara sætastur þegar hann skipaði mér í orðsins fyllstu að skrá mig því hann væri sko ekki að spila allar helgar til að ég þyrfti að hanga heima.

... og að lokum minni ég á færsluna hér fyrir neðan og hvet ykkur til að kvitta því enn eiga fjölmargir eftir að uppljóstra sjálfan sig miðað við teljarann, ehemm :)

þriðjudagur, janúar 23, 2007

500. færslan

Jæja, heildsalar landsins og framleiðendur bara alveg að meika það. Fávitabjánar.
Ég ætla að taka undir tillögu mannsins míns um að sniðganga þessar vörur eins og mögulegt er en eftir að hafa skoðað listann sýnist mér á öllu að það verði andskotanum erfiðara. Ég mun allavega reyna að forðast það sem ég get af þessum lista.

... ekki hægt að blogga öðruvísi en að minnast á handboltann... VÁ - VÁ - VÁ - þessu hefði ég aldrei trúað og meira að segja antik sportistinn hann kærastinn minn sat álíka spenntur og ég yfir þessu og mér sýnist á öllu að hann muni sitja með mér í sófanum og horfa á þá leiki sem eftir eru hjá íslenska liðinu :)

Debetkortið mitt fannst áðan, var búið að vera eftirlýst á heimilinu í viku!! .... og svona að bresta á þessi tímapunktur sem ég var að gefa upp alla von um að sjá það aftur. En viti menn, í hlákunni er Jonni að labba út í bíl og birtist þá ekki debetkortið mitt undan snjónum. Búið að vera í öruggri geymslu á bílastæðinu í nokkra daga ;) SÁTT VIÐ ÞAÐ.

Heyrumst .!.
..... og bara fyrir einskæra forvitni mína og ekki neitt annað ætla ég að gera mitt árlega tékk og athuga hverjir leynast í lesendahópnum þessa dagana

SKORA ÞVÍ MEÐ HÉR MEÐ Á ALLA SEM HINGAÐ KOMA AÐ KVITTA Í KOMMENTKERFIÐ (þótt ég viti reyndar að það eru alltaf einhverjir sem ekki þora eða eru svokallaðir laumulesarar)

EN YOU BRAVE PEOPLE KOMA SVO :)

mánudagur, janúar 22, 2007

... og það varð þorrablót .!.

Það varð úr að ég dreif mig á Þorrablót og sé sko ekki eftir því. Skemmtiatriðin voru einhver þau fyndnustu sem ég hef nokkurn tímann séð :) Var ekkert smá ánægð með "mitt" fólk ef svo má að orði komast, og ennþá ánægðari að fá að taka þátt í upphafssöngnum með þeim því þá fékk maður svona smá svona nasaþefinn af því að vera með því ég saknaði þess svo að vera ekki með í ár... Nóg um það.

Eitt er þó ofarlega í huga mér eftir þetta kvöld. Eins og eðlilegt er þá vita all flestir af komandi fjölgun í fjölskyldunni en þörf fólks til að koma við magann á mér var alveg meira en góðu hófi gegndi... og það varla sér á mér. Hvernig verður þetta???

Æi mér fannst þetta allavega mjög óþægilegt þegar fólk sem ég þekki ekki mikið var kannski komið með lúkurnar á mitt heilaga svæði og þegar fólk er aðeins komið í glas þarf ekki annað en að hitta illa og þó eru nú ýmsir enn heilagri staðir nálægt. Finnst svo aftur allt annað þegar mitt fólk og mínir vinir eiga í hlut. Æi kannski gerir maður þetta sjálfur við aðrar konur ... fannst þetta sennilega svona yfirþyrmandi því þarna var margt fólk og margar hendur.

Sunnudagurinn var ljúfur. Náttföt og fjölskyldustund frameftir degi og svo fékk ég góða gesti seinni partinn!! Þórdís kom með litlu guttana sína tvo ..

Síðan var helginni lokað með því að karlpeningurinn eldaði besta mat sem ég hef fengið í marga mánuði, nautasteik með tilheyrandi, njomm njomm, og auðvitað ís í eftirrétt :) Bara svona ef ykkur langaði að fá vatn í munninn.

Meira um meðgönguna á bumbusíðunni, lofaði að hlífa ykkur hér ;)
Bið að heilsa.

föstudagur, janúar 19, 2007

Til hamingju með daginn strákar ;)

Hellú ... og til hamingju með daginn karlmenn!!

Það kom að því að ég tók ákvörðun :) Ætla að skella mér á Þorrablótið á Blönduósi. Fannst hálf slappt af mér að nenna ekki þegar Jonni er nú einu sinni að spila í mínum heimabæ, þannig að ég ætla að fara til að standa við bakið á mínum félögum í Hollvinasamtökunum, sakna þess ekkert smá að vera ekki með, og auðvitað ætla ég líka að dást að manninum mínum :) Aldrei að vita nema að maður skelli sér í kokkinn, en annars sé ég nú ekki fram á að vera neitt sérlega ofvirk á dansgólfinu. Sjáum til.

Annars bara mjög hress þessa dagana. Það er nú bara að lífið og hugurinn snýst um fátt annað en það sem koma skal enda kannski ekkert skrítið þar sem miklar breytingar eru í vændum. Hallbjörg er orðin svo stór og sjálfbjarga þannig að það verða viðbrigði fyrir okkur að fá ungabarn :) Svona ef einhverjar ófrískar skyldu lesa, já og auðvitað allir sem hafa áhuga þá sendi hann Gummi mér ótrúlega sniðugan link :)

Fór í annað skipti til ljósmóður í gær og það gekk bara vel í þetta skiptið. Allt í góðu nema að hún sagði mér að fara að éta fitu .!. þar sem ég er ennþá ekki búinn að ná upp þyngdinni eftir ælustandið á mér fyrst á meðgöngunni. Einhvern veginn hef ég nú samt ekki miklar áhyggjur af því að mér takist það ekki :-D

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Skagaströnd talar:

Jæja, smá færsla þótt ég hafi ekki baun að segja.

Jú kannski eitt, við hjónaleysin erum kannski að fara til Danmerkur í mars :) Það verður auðvitað bara gaman þótt ég væri alveg til í smá tilbreytingu núna frá Danmörku. Er svo oft þar að mér finnst ég ekkert lengur vera á leiðinni til útlanda þegar ég fer þangað, en samt alltaf yndislegt að vera þar og pínu svona eins og að koma heim..... Ég sem var bara farin að halda að ég kæmist ekkert út árið 2007 og fannst það nú skrítin tilhugsun eftir að vera búin að fara á hverju einasta ári síðan 1997 og mest fjórum sinnum eitt árið. En segi betur frá þessu þegar þetta er betur komið á hreint.

Styttist í smá "húsmæðraorlof". Ég fer á organistanámskeið til Reykjavíkur og ætla að fara strax á föstudegi þótt námskeiðið hefjist ekki fyrr en á mánudegi því mig langar svo að fara ein að dúllast í nokkra daga. Eins mikið og ég elska fjölskylduna mína þá er voða gott stundum að vera bara frjáls eins og fuglinn. Jamm er soddan fiðrildi ... það breytist ekkert.

Plan númer 1, 2 og 3 er að hitta vanrækta vini!!! ... ójá og þeir eru bara nokkuð margir sem er allt allt allt of langt síðan að ég hitti. Verst að ég þyrfti svona einn mánuð til að komast yfir alla en ég sumsé, vona að ég nái að hitta sem flesta. Ætla alveg að njóta í botn og vera svakalega félagslynd. Megið alveg minna á ykkur ef þið lesið og sjáið fram á að hafa tíma fyrir heimsókn frá mér ;)

Hef það annars mjög gott þessa dagana. Farin að sofa vel og ógleðin nánast horfin. Eins fáránlegt og það kann að hljóma þá nýt ég þess í botn að hafa aftur orku til að sinna heimilinu. Jafnvel það að setja í þvottavél og ryksuga er bara gaman eftir að hafa ekki haft orku í það. Það er svo déskoti leiðinlegt að þurfa að vera aðgerðarlaus til lengdar, believe me....!!!!!

Kveð í kvöld ;)

sunnudagur, janúar 14, 2007

HELGARPISTILL :)

Fín helgi að baki, sem innihélt eitt og annað.
Við Hallbjörg héldum ásamt mömmu í leiðangur á Hvammstanga þar sem ég var dómari í söngvakeppni og á heimleiðinni ákváðum við að koma við í sveitinni hjá ömmu og afa. Ætluðum að stoppa í smástund en það teygðist til að ganga 23.00 og amma svoleiðis búin að dekra við okkur :)

Amma eldaði uppáhalds ömmumatinn minn og einu ætu fiskibollur sem til eru!! Þær eru svo góðar að þið bara vitið ekki. Ég ætlaði einu sinni að láta ömmu kenna mér að gera þær en hætti snarlega við þegar hún byrjaði, "sko þetta er ekkert mál, slatti af þessu, slatti af hinu og svo bætirðu smá slurk af öðru" Ég þarf þetta því miður í mjög nákvæmum hlutföllum :) Hringdum meira að segja í Heimi bróður og létum hann koma líka að borða og við systkinin fórum dáldið mikið ríkari heim!!!




Amma var semsagt svo góð að gefa okkur sínhvora lopapeysuna. Já það eru sko forréttindi að eiga svona ömmu sem allt leikur í höndunum á :)

fimmtudagur, janúar 11, 2007

PÆLING


Nú er farið að styttast í Þorrablótsvertíðina og það liggur við að Jonni sé bara að spila á öllum Þorrablótum sem haldin verða í sýslunni. Ég er mikið búin að pæla á hvert þeirra þriggja sem hann spilar á í A-Hún ég á að fara, er ekki alveg að nenna að þræða þrjú stykki, og því spyr ég: Hvar verður mesta stuðið? Á maður að skella sér á

a) Blönduósblótið
b) Hreppaþorrablótið (reyndar hæpið að fá sæti þar held ég)
c) Skagastrandarblótið

Væri vel þegið að fá vitneskju á hvaða blót þið farið svo maður geti nú aðeins elt strauminn ;)

Góðar minningar frá blótinu á síðasta ári allavega :)
Ljósmynd: Jón Sigurðsson

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Mátti til með að skella þessum boðskap sem ég fékk sendan frá móður minni hérna inn:


Lífið á ekki að vera rólyndis rölt að grafarbakkanum með það að markmiði að komast örugg á áfangastað í huggulegum og vel varðveittum líkama. Miklu heldur á það að vera blússandi gleðibuna og ískrandi yndisflug með súkkulaði í annarri og vínglas í hinni í fullnýttum og gatslitnum skrokki öskrandi… Fjárans fjör sem þetta er!

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Heimir bróðir og One Tree Hill

ELSKU BESTI BRÓÐIR MINN HANN HEIMIR ER 20. ÁRA Í DAG. Til hamingju með daginn :)





..... og svo bara verð ég að koma því að ég varð bara alveg viðþolslaus eftir One Tree Hill þáttinn í gær, ekki hægt að skilja mann eftir í svona lausu loftin með tárin í augunum þannig að ég ætlaði ekki að linna látum fyrr en ég gæti googlað hvað gerist í næsta þátti en uppskar bara enn meira en ég vonaði og fann næsta þátt á netinu, þannig að ef einhverjir eru jafn óþolinmóðir og ég að vita hvað gerist þá er bara að vinda sér í að taka forskot á sæluna ;) ......

mánudagur, janúar 08, 2007

Mánudagur

Jæja - gaf loforð í síðustu færslu og ætla að standa við það í bili a.m.k. ;) Enda miklu jákvæðari í dag heldur en síðast.

Helgin var tekin í svefn út í eitt. Tókst að sofa til kl.14:30 bæði á laugadag og sunnudag og lagði mig svo aðeins á laugardagskvöldið eða frá rúmlega 20:00 til klukkan að ganga 23:00. SJÆSE. En það er kannski eins gott að sofa bara á meðan maður getur :) Reyndar ekkert grín að reyna að sofna í gærkvöldi, held að klukkan hafi verið að ganga 02:00 og við hjúin bæði búin að liggja andvaka doldið lengi þegar ég gafst upp og ákvað að ekella DVD mynd í tækið. Hlýt að rotast í kvöld á skikkalegum tíma.

Gerði nú aðeins meira en bara sofa um helgina, ekki mikið meira samt :-D en við allavega fórum á brennu fjölskyldan og í kaffi til múttu í tilefni af 20. ára afmæli Heimis á morgun.....

Nú er alvara lífsins bara tekin við á ný og ég farin á fullt að vinna og það gengur svona upp og niður. Finnst gggeeeðððveikt að vera komin út á meðal fólks á ný þótt það geti verið skrambi erfitt þegar maður er kannski með 14 manna bekk fyrir framan sig og æluna upp í háls, en já, ég ætlaði ekki út í þessa sálma. Ég er meira að segja ekki frá því að einhverjir krakkar hafi bara verið fegnir að fá mig til baka, nema þau séu svona extra vingjarnleg núna út af komandi prófum ;) heh ...

En segjum þetta gott í dag.
Hugrún Sif

föstudagur, janúar 05, 2007

BBBBBAAAAAAAAAAHHHHHHHH!!

Klukkan er 12:19 á föstudegi og ég búin að æla þrisvar síðan ég vaknaði og nenni þessum helvítis degi ekki stundinni lengur og er farin að sofa. Góða nótt!!

Ég er að klikkast í augnablikinu en stefni á að verða öllu rólegri þegar ég vakna!!!! .... og mun þetta kvart og kvein í mér hér með fara fram á þessari síðu.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Júlí: Þessi mánuður reyndist mér sá allra erfiðasti í lífi mínu. Andleg heilsa hrundi algjörlega og ég alveg ráðþrota við þessari nýju upplifun. Tókst að lokum með hjálp vina, fjölskyldu og að lokum lækna að hafa uppi á lífsviljanum á nýjan leik. Reynsla sem ég mun alltaf búa að og á án efa eftir að nýtast ef ég einhvern tíman lendi í þessum sporum aftur! Í þessum mánuði gaf ég líka eftir Jonna og við fengum okkur BMW og ég réð mig sem organista í Hólaneskirkju. Við fjölskyldan fórum líka í fyrstu útileguna okkar saman og heppnaðist svona líka ljómandi.

Ágúst: Blað brotið hjá mér því ég fór í fyrsta skipti til tannlæknis í mörg mörg ár. Ótrúlega heppin því tannurnar mínar voru nánast alveg heilar eftir þessa vanrækslu á tannlæknaferðum. Fórum í útilegu ásamt fríðu föruneyti frá Skagaströnd.

September: Við hjónaleysin fórum í göngur, fyrsta skiptið sem Jonni fer ég hrossagöngur en mín að fara í þriðja skiptið. Fyrstu athafnirnar mínar sem organisti litu dagsins ljós.

Október: Við fjölskyldan keyptum Veturliða (fjórhjóladrifna toyotu) svo ég gæti verið rólegri í snjóferðum mínum.

Nóvember: Í byrjun mánaðar fórum við Jonni í fyrsta skipti saman út fyrir landsteinana. Heppnaðist fullkomlega. Ég varð 25. ára en þessi dagur var bara ekkert skemmtilegur sökum veikinda sem byrjuðu að gera vart við sig og ég er enn að brasa í.

Desember: Ég hætti algjörlega að vinna til að freista þess að heilsan skánaði. Héldum uppá fyrstu jólin okkar saman á Ránarbrautinni.

Samantekt 2006

Janúar: Ósköp venjulegur mánuður og lítið markvert. Tók þátt í skemmtiatriðum fyrir þorrablót og fannst rosa gaman.

Febrúar: Líkt og janúar ósköp tíðindalítill og rólegur mánuður. Jonni og Hjörtur stóðu fyrir styrktartónleikum og tók ég þátt í þeim.

Mars: Í mars hélt ég uppá fyrsta já eða fyrstu barnaafmælin mín af mörgum væntanlega og lukkuðust vel!! Fékk líka að lagið sem ég söng í undankeppni dægurlagakeppninnar hafi komist áfram.

Apríl: Jonni viðraði við mig að við keyptum okkur íbúð saman. Leist alls ekkert á það en honum tókst með tímanum að sannfæra kerluna. Auglýstum eftir fasteign og hleyptum miklu lífi í fasteignamarkaðinn á Skagaströnd, ahaha :) Keyptum á endanum af Petu og Reyni og erum svona alsæl með það þótt okkur sé farið að langa í stærra :-D en erum samt alveg róleg með það ennþá!!

Maí: Í þessum mánuði tók ég þátt í Sæluvikukeppninni og gekk bara fínt þrátt fyrir að ég landaði ekki neinu sæti, kom í fréttunum og Séð og Heyrt, hehe. Rosa merkilegt eða þannig en jæja. Fórum í frábæra sumarbústaðaferð ásamt okkar bestu vinum Birki, Arnari og Helgu. Fór í skólaferðalag ásamt Heiðari Loga og Sigrúnu með með 10. bekkinn minn og gekk sú ferð frábærlega.

Júní: Ég byrjaði að vinna sem læknaritari og fór í fyrsta skiptið til Bandaríkjanna, Boston, og ætla sko pottþétt aftur þangað!