Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, október 30, 2005

Já nú er ég hissa!!

Þá eru sýningar komnar á fullt, já eða tvær búnar. Þetta hefur allt saman gengið nokkuð vel bara.

... en það er eitt sem liggur mér á hjarta og ég er frekar mikið hissa á. Þannig er mál með vexti að Skagfirðingar eru líka að sýna barnaleikrit og eitthvað eru þeir ósáttir við að Blönduósingar séu að sýna Bangsímon. Eins og flestir hafa kannski tekið eftir þá sendu þeir auglýsingu í Gluggann og fréttatilkynningu á huna.is. sem er bara gott mál.

Við Húnvetningar sendum sendum hins vegar auglýsingu á fréttavefinn www.skagafjordur.com en hvað haldið þið? Þeir birta ekki auglýsinguna okkar!!! HALLÓ.

Þetta finnst mér fyrir neðan allar hellur og sýna best að þetta er sko ekki óháður fréttavefur fyrir fimm aura!! Að láta svona finnst mér mjög skítt og greinilegt að samstaðan og gleði fyrir hönd annarra er ekki til staðar þarna í Skagafirðinum því ofan á allt saman lét formaður leikfélagsins ýmis orð falla um það að við værum að setja upp leiksýningu. Hvað kemur þeim það við - maður spyr sig?

Já svona er þetta nú bara.

miðvikudagur, október 26, 2005

3 dagar í frumsýningu


Þessar skrítnu verur sáust í gönguferð um bæinn. Fregnir herma að þetta hafi verið þau Kaninka og Bangsímon og að þau hafi heimsótt leikskólann og verið að leita af honum Gríslingi. Ef þið sjáið Grísling einhvers staðar, vafalaust í einhverju klandri, megið þið endilega skilja eftir skilaboð :)

þriðjudagur, október 25, 2005

4 dagar í frumsýningu

Nú eru taugarnar heldur að strekkjast!!
4 dagar í frumsýningu - og því fylgir sami draumurinn aftur og aftur.

"Ég stödd í félagsheimilinu á leið inná svið og alltaf með hjartað í buxunum því ég á eftir að læra textann minn"

Ætla rétt að vona að ég lendi ekki í einhverju skemmtilegu "blakkáti" þegar þar að kemur :/ Sjáum til.

Ætla annars að hvetja alla, jafnt stóra sem smáa, til að mæta í Félagsheimilið að sjá Bangsímon og félaga. Frumsýning er á laugardaginn kl.16 og miðaverðið 1500 kr :)

mánudagur, október 24, 2005

Konur eru góðar ...

Til hamingju með daginn konur.. ég stend með ykkur í þessu það er fjarstæða að þið séuð með lægri laun fyrir sama starf algjör fjarstæða. En smá karlremba.. Það eru mikið rætt um jafnrétti í heiminum í dag og það er hið besta mál!! En.... alltaf en :) þið megið ekki ganga of langt í þessu sumar hverjar og fara út ójafnrétti og henda karlkyninu útí horn, við verðum að hafa okkar rétt líka. Það er til svokallaðar "rauðsokkur" sem fara hrikalega í taugarnar á mér og það eru til nokkrar svoleiðis. Auðvitað eru til karlrembur líka . :) það sem ég er að reyna að segja ef það á að vera jafnrétti þá verður það að vera á báða vegu ekki annan.
Allir sammála þar veit ég. !!! :)
Endilega kommentið um þetta lömbin mín og segið ykkar skoðun.!!!!

sunnudagur, október 23, 2005

Aldur er afstæður


Í ófá skiptin hefur einhver sagt við mig eitthvað á þessa leið "Njóttu þess að vera ung, það eru bestu árin í lífi manns" og þá hef ég ósjaldan velt fyrir mér hvenær kemur eiginlega að þessari tilfinningu að maður hættir að vilja eldast.

Það er komið að því.

Í næsta mánuði stend ég frammi fyrir því að verða 24. ára og mér líst bara ekkert á það. Núna finnst mér ég vera orðin nógu gömul og segi stopp, ætla mér jafnvel að bakka bara og verða 22. ára aftur.

þriðjudagur, október 18, 2005

Taka tvö .... gangur lífsins!!


Já ég skellti mér á Hvammstanga um helgina. Orðið all langt síðan ég rak síðast þangað nefið og greinilega kominn tími á að hressa uppá minnið. Ég er nú t.d. ekki ennþá búin að ná því hvernig það var fræðilegt að villast þar. Já, það er engum blöðum um það að fletta að ég þurfti að hringja tvisvar sinnum og spurja til vegar.

Velti fyrir mér heilum ósköpum af hugsunum á leið minni um bæinn. Þarna hefur maður afrekað ýmislegt og upplifað, gott ef mér þykir ekki bara doldið vænt um þennan stað. Þarna átti maður fullt af kunningjum og félögum en svei mér þá, ég held að jörðin hafi gleypt megin þorrann af þeim. Það er orðið skuggalega langt síðan ég t.d. sá Kollu Stellu, Heimi, Reimar, Tomma, Ernu Sif, Dóra .. já og svo marga fleiri. Að vísu hef ég reglulega njósnað um Ernu og Kollu á í bloggheiminum en það er nú allt og sumt.

... og áfram héldu vísindalegar pælingar mínar og þá fór ég að spá í að það gæti alveg eins verið að ég eigi aldrei aftur í mínu lifandi lífi eftir að sjá eitthvað af þessu fólki. Það er nefnilega svo merkilegt með það að suma rekst maður á eins og maður sé með segul á þá en aðra hittir maður bara alls ekki.

Jæja - þetta voru nú heimspekilegar vangaveltur.
Kveð með tjai - og minni á að Bangsímon og félagar verða í fullum skrúða eftir 2 vikur. Ó shit.

sunnudagur, október 16, 2005

.... gangur lífsins ....

Er ég ein um að þola ekki þegar maður er búin að skrifa heil ósköp og á bara eftir að koma spekinni á vefinn en þá - kviss bamm búmm - hverfur allt eins og leggur sig. OH - ég gæti öskrað!!

Mun semsagt gera aðra tilraun til að rita hingað inn um leið og ég tel mig hafa þolinmæði til :)

fimmtudagur, október 13, 2005

Kítl. . . . . . . . .

Já Hrefna Ósk takk fyrir það :) en ég á víst að segja 5 hluti sem ég get alls ekki gert !!!
Hér koma þeir.

1. Ég get alls ekki komið við bómul þá fæ ég gæsahúð af verstu gerð og er lengi að jafna mig á eftir.

2. Ég get alls ekki sagt nei við fólk sem er að biðja mig um að gera eitthvað fyrir sig þótt ég geti ekki gert það .. en það hlýtur að koma.

3. Ég get alls ekki borðað þann viðbjóðslega ávöxt avócato (veit ekki alveg hvernig það er skrifað) þar sem ég er í fjölskyldu sem borðar þennan viðbjóð.

4. Ég á við sama vandamál að stríða og konan mín get ekki farið á fætur fyrr en ég er búinn að snooza minnst tvisvar.

5. Ég get alls ekki hætt að spila tölvuleik er kallast counter-strike er frekar háður honum.

Þar hafið þið það. Nú "kítla" ég á móti Stinna, Lindu Dagmar, Erlu Gísla, Nonna líka :) múhaaaa og Þórð Rafn og hann verður að fara að blogga.

Hafiði það nú gott lömbin mín og elskaðu náungann eins og sjálfan þig ;)

Over and out.

.... ég get ekki hugsað mér ....

Well ..

Nú er víst komið annað afbrigði af klukkinu nema það kallast kitl og ég á að segja frá fimm atriðum sem ég geta alls ekki gert. Að sjálfsögðu skorast maður ekki undan þessu en stórt er spurt.

HUMM. Eitthvað í þessa áttina:

** ÉG get alls ekki veitt fiska á stöng því ég vorkenni fiskunum alltaf svo.
** Ég get alls ekki farið inní lyftur eða læst að mér í gluggalausum herbergjum.
** Ég get alls ekki farið á fætur á morgnana fyrr en ég er búin að snooza minnst tvisvar. (óþolandi ávani)
** Ég get alls ekki látið Hot and Sweet inn fyrir mínar varir, enda lífshættulegt áfengi og það eina sem sér til þess að ég viti varla hvort ég er páfagaukur, fíll eða ég sjálf. (að undanskildu einu tequila skipti sem Erla Gíslad. er bundin þagnareið yfir)
** Ég get alls ekki hlustað á suma geisladiska án þess að fá tár í augun. Sigurrós, Sálmar. Engin sérstök ástæða önnur en að ákveðin tónlist snertir einhverjar viðkvæmnisstöðvar.

Þá er það frá .. og þetta tók sko tímann - var alveg lens. En þá er bara að koma þessu endanlega frá sér og ég kitla Nonna, þótt hann sé á sjónum, Soffíu, Binna, Egil og Kristínu Birgis!!

miðvikudagur, október 12, 2005

"Fíflagangur"

Er ég sú eins sem læt fara óstjórnlega mikið í taugarnar á mér þegar fólk bloggar með styttingum, eða í sumum tilfellum styttir það ekki einu sinni orðið. Tók saman á 5 mínútum örfá dæmi um slíkt!!

þaggi - er það ekki
geggt - geðveikt
marr - maður
náttlega - náttúrulega
kmr - kemur
ettir - á eftir
etta - þetta
eikkað - eitthvað

Mér finnst þetta svo mikill fíflagangur að ég á ekki til orð. Að sjálfsögðu nota flestir slangur svona endrum og sinnum en öllu má ofgera því víða má sjá bloggsíður þar sem svona orð birtast í hverri setningu.
Þar sem maður er nú líka einu sinni kennari fer þetta enn meira fyrir brjóstið á mér þar sem fólk á öllum aldri á nokkuð erfitt með að læra að stafsetja rétt. Þetta er nú EKKI til að bæta ástandið því hjá þeim sem eru iðnir við að lesa bloggsíður er nokkuð ljóst að sjónminnið brenglast!!

OG HANA NÚ SAGÐI HÆNAN!!!

sunnudagur, október 09, 2005

Gleði gleði gleði - gleði alla tíð

Ég er svo glöð núna að ég bara hreinlega veit ekki hvað ég á að gera við alla gleðina. Kannski það sé til sérstök stofnun fyrir fólk sem er svona glatt? Ég ætti hreinlega að drífa mig þangað með alla mína gleði. Það gladdi mig nefnilega svo, á þessum dýrðar sunnudegi að horfast í augu við að:

Þvottavélin okkar og ísskápurinn tóku þær sjálfstæðu ákvarðanir að verða öskuhaugamatur. Til fjandans með þetta hel***** drassl!! ... svo ekki sé minnst á að við urðum að nota 75 þús. kr. í bílinn af skynsemisástæðum því tímareim, vetrardekk og smurning eru víst jafn nauðsynleg eins og matur fyrir mig.

Afsakið - nú líður mér miklu betur :)

En af helginni er annars það að frétta að við vorum með gesti. Fannar bróðir hans Heiðars og Elín, spúsa hans komu til okkar.
Ég held að þau muni ekkert heimsækja okkur aftur í bráð!!

Í gærkvöldi spiluðum við nefnilega kana, sem er ekki frá sögum færandi, nema að ég var voðalega góð við minn mann og strauk löppinni á honum, ofurblítt, með stóru tánni minni. Eftir dágóða stund og blíð atlæti fannst mér minn maður sitja á heldur undarlegum stað miðað við að ég var að strjúka honum og spyr ,,Heiðar er ég ekki alveg örugglega að stjúka lappirnar á þér" þá leit Fannar bróðir hans undrandi á mig og sagði "ég hélt að þetta væri Elín að strjúka mér"!!!!!!

Svona getur nú farið fyrir manni ....

mánudagur, október 03, 2005

Margt segir fólkið en Búkolla segir bara muuuu!!!

Sameining sveitarfélaganna...

Maður hefði nú haldið að það yrði ekki um annað rætt en sameininguna nú á dögum en það ber lítið á því, varla múkk sem heyrist. Mér finnst persónulega að þetta sé til skammar að við getum ekki sameinað okkur sem ein heild og miklu sterkari fyrir vikið heldur en að starfa í sitt hvoru horninu en jafnframt ofaní hvort öðru. Mín skoðun er sú að þetta verði fellt þann 8. október n.k því miður af þá Skagaströnd og einhverjum nískum bændum sem vilja ekki láta peningana sína niður á Blönduós en geta samt sem áður sótt vinnur og annað slíkt til okkar.. Uss... en svona er þetta bara.

Atvinnumálin á Blönduósi...

Mikið hefur verið rætt um atvinnumálin á vef okkar húnvetninga huni.is undanfarið og hafa þær umræður verið gáfulegar og heimskulegar:) Ég var nú að telja upp það sem er í gangi atvinnulega séð hér í sýslu og það er að mörgu að taka t.d Sjúkrahúsið, skólinn, sambýlið, leikskólinn, norðurós, bærinn, krákur, stígandi, ullaþvottarstöðin, rafþjónustan, kjalfell, kbbanki, sölufélagið og mjólkurstöðin svo það er nóg að gerast. Þetta er bara spurning um að þeir sem nenna að vinna hafa vinnu ekki flóknara en það. Við erum líka alltof svartsýn hér í sveit við þurfum bara að hafa tögg í okkur og hætta í þessu og hana nú. Það gerist ekkert gott meðan við erum að þessu tuði.

Verið nú dugleg við að nota kommentakerfið um þessi málefni og segið ykkar skoðun. Endilega gagnrýnið mig ef ykkur finnst ekki eitthvað rétt en þá myndi ég ekki setja nefnið mitt við kommentið ;)

Annars allt gott.

sunnudagur, október 02, 2005

Stjórnmálamenn í heimsókn!!

Hann Jón lætur sitt sko ekki eftir liggja í að ná óvenjulegum gestum í heimsókn á þess síðu okkar!! :)

Eins og lesendur kannski tóku eftir tók hann uppá því að klukka stjórnmálamenn og þessi klukk voru samviskusamlega send á þingmennina. Í framhaldinu af því komu Siv Friðleifsdóttir og Sigurjón Þórðarson í heimsókn á síðuna og skildu eftir komment (sjá komment á færslu frá mánudeginum 26. september).

Nú hugsa eflaust einhverjir að það sé verið að fíflast í okkur en nei þau sendu að sjálfsögðu líka tölvupóst til að láta vita að þau hefðu litið við!!

Bara gaman að þessu :)