Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, maí 29, 2004

Danske dage

... Tha er madur mættur til fyrirheitna landsins!!
Elin sem var med mer i bekk i Københavns Dag- og Aftenseminarium var svo god ad lana mer herbergid sitt a medan hun er ekki a landinu. Eg akvad thvi ad taka lifinu med ro og dandalast ein med sjalfri mer svona ad mestu leyti til ad byrja med. Reyndar a eg nu von a gesti i thessum tøludu ordum thannig ad eg er ekki alveg Palli einn i heiminum.

Fyrsti dagurinn er buinn ad vera eins og godum letidegi sæmir. Eg lenti mitt a milli tveggja danskra skata i fluginu, en akvad ad sofa bara i stad thess ad hlusta a skatasøgur!! Thegar til Danmerkur var komid byrjadi eg ad taka taxa a Tingvej og tok svo gøngutur til ad atta mig adeins a hvar eg by. Skradi allar beygjur og hus samviskusamlega thvi eg held ekki heldur veit ad eg a eftir ad villast. Eg og attir eigum bara ekki saman!! Eftir gønguturinn la leidin uta svalir thar sem eg er ad afreka mikid!! Solbad og Harry Potter bok sem verdur ad teljast afrek a thann hatt ad eg hef aldrei lesid staf ur Harry Potter bokunum. So far so good!! Eg gat ekki annad en vorkennt muslimakonunum sem satu med sin tørklæde og kappklæddar medan eg stripladist um a pilsi og brjostahaldara.
Semsagt engar hrakfallasøgur af mer enntha!! .. En eg hef enga tru a ødru en ad eg eigi eftir ad gera einhvern godan skandal.

föstudagur, maí 28, 2004

Meira af bílamálum

Aðeins minntist ég á hann Gorba minn í færslu gærdagsins ..
Ég gleymdi auðvitað aðal kagga Húnavatnssýslna!!! Já Kolla og mamma þykjast muna aðeins eftir því :)
LADAN HANS AFA Á KRINGLU!!
Efnilegur bíll!!!

Þessu forláta farartæki kynntist ég strax þegar ég var 17.ára í sauðburðinum!! Ég og Ardís vorum sendar í bæjarferð að sækja áburð og eitthvað í soðið. Ekkert smá flottar á þjóðvegi nr.1 þótt ferðin hafi sóst seint. Þegar við komum fyrir utan pakkhúsið og komnar með áburðinn í skottið vandaðist málið!! Að setja Lödu í bakkgír hafði afi gleymt að fræða okkur um. Okkur þótti vænlegra að ýta Lödunni í stað þess að biðja einhvern um að hjálpa okkur með gírana. Að maður sé að segja frá þessu!! SEMSAGT!! Fyrir utan Kaupfélagið, Pakkhúsið og á fleiru fjölförnum stöðum fór önnur okkar út og ýtti Lödunni samviskusamlega meðan hin sá um aðgerðir á stýrinu.

Leiðir okkar Lödunnar lágu aftur saman síðar. Þá var ég að vinna í Sparisjóðnum á Hvammstanga og keyrði all reglulega á milli á morgnana og kvöldin. Mér og Lödunni samdi ekkert sérstaklega vel. Það voru ófá símtölin sem Kolla Stella fékk á morgnana um að hirða mig upp einhvers staðar útá vegi .. LADAN Í VERKFALLI .. og svo fékk Skúli Húnn annað símtal um að heilsa uppá gæðinginn. Hún var meira svona ALLTAF að bila greyið. Ég er nánast viss um að í Sparisjóðnum hafi verið veðjað hvað ég kæmist marga kílómetra hvern dag ....

Annars samdi okkur Kormáki vel í gær. Hann er reyndar með sjálfstæðan vilja, kveikir bara á stefnuljósinu þegar honum hentar og hann er ekkert að spá í hvort hann gefi merki um að ætla að beygja til hægri, vinstri eða jafnvel í báðar áttir. Svo slekkur hann líka á útvarpinu þegar honum hentar, held hann fýli bara ekki sum lögin .. Já, svona fer fyrir manni þegar maður er farinn að sakna Toyotunnar sinnar of mikið!!

fimmtudagur, maí 27, 2004

Síðustu dagarnir í borginni

Nú er heldur betur farið að styttast í brottför mína til Danmerkur og reyndar Þýskalands!! Tveir dagar í herlegheitin ... Ég kem aftur kvöldið fyrir útskrift!!

Ég er fordómafull!!! Blokkin mín er þrifin af einhverju fyrirtæki sem er greinilega bara með útlendinga á sínum snærum. Mér finnst sumir þeirra fínir en aðrir fara í mína fínustu. Klósettið MITT er frammi á gangi fyrir utan herbergið mitt en þar eru tvö stykki. Annað þeirra nota krakkarnir sem eru að sprikla í leikherberginu en hitt held ég læstu og hreinu fyrir MIG. Ég læsi því bara með tíkalli að utan, voða simpelt. Um daginn var ég að koma í mínu mesta sakleysi og ætlaði að létta af mér. ÉG sný mínum tíkalli til þess að opna klósetthurðina og við mér blasti einn af þrifnaðarköllunum að skíta, já ég sagði skíta, Í KLÓSETTIÐ MITT!!! Mikið andskoti hljóp ég hratt inní herbergi, mér varð svo mikið um þetta allt saman. Þessi grey eru greinilega búin að fatta að það er klósettpappír inni á mínu klósetti en ekki barnaklósettinu og þess vegna farnir að sækja á minn griðarstað!! Svona er lífið í Ástúninu ....

Bíllinn minn er haldinn Norður í land!! Líf án bíls er ekki fyrir mig :-/ Mér finnst ég bara mjög bjargarlaus. ÉG þarf að fara á Selfoss í dag og Karen mín var svo yndisleg að lána mér Kormák (bíllinn hennar). Þetta er gæðagripur og bíll með sál, minnir mig nokkuð mikið á hann Gorba okkar (hvítu löduna sem mamma átti). Alvöru gripur sem maður ber virðingu fyrir :) EN .. minn er sjálskiptur, Kormákur ekki!! ÉG get svarið að fyrstu metrarnir á gæðingnum voru eins og ýkt atriði úr verstu ljóskubíómynd. ÉG hikstaði um götur og var alveg búin að gleyma hvernig bíll með kúplingu virkar. Fór líka á bensínstöð og leitaði vel og lengi að takkanum til að opna bensínlokið. En það þarf auðvitað engan takka á Kormáki til að opna bensínlokið!! ... Kormákur á líka geislaspilara þannig að nú er ég búin að vera með Coldplay og Sabya í botni. Rock on :)

miðvikudagur, maí 26, 2004

Söngprófið

Jæja .. Loksins eru þessir Bretar búnir að ráða ráðum sínum og ég búin að fá mína einkunn. Ég er alveg súper sátt og fékk hærra en ég nokkurn tímann þorði að vona!! 9,1 í þetta skiptið og ég alveg endalaust ánægð bara.

mánudagur, maí 24, 2004

Músikka!!

Stundum velti ég fyrir mér hvern fjandann ég fæ út úr þessu tónlistarstússi mínu!! Alla helgina var ég dauðkvíðin fyrir tónleikum sem ég þreytti á Þorlákshöfn í gærkvöldi ásamt Danmerkurskvísunum mínum og þegar ég lak inn um dyrnar seint í gærkvöldi og gjörsamlega búin á því þurfti ég að fara að einbeita mér að jarðaför sem er í dag. EN eitthvað er sjarmerandi við þetta allt saman því maður lifir og hrærist í þessu sama hvað á dynur. Alltaf einhver frábær vellíðunartilfinning sem fylgir því þegar maður finnur að maður hefur glatt einhver hjörtu með tónlist sinni ... Samt ekki þessi rosalegi kikkur sem maður fékk þegar við Hvatarstúlkur settum boltana í netið hérna á árum áður. Annarskonar góð tilfinning :)

... og hvað á þetta góða veður að þýða!! Ég ek um með ekka því mig langar í golf ... NÚNA!! Einmitt þegar ég var alveg að truflast yfir því að vera ekki fyrir Norðan með golfsettið mér við hlið þurfti að koma viðtal við golfspeking í útvarpinu. Ég kastaði útvarpinu út um gluggann. Næstum því. Mig langar líka í sveitina í sauðburð .. og þá þurfti ég endilega að lesa þennan pistil um borgarbörnin en það er bara ekki hægt annað en að hrósa honum. Vel mælt.

Hvort er maður orðinn gamall eða að missa vitið þegar maður hlustar bara á Radio Reykjavík og gömlu gufuna til skiptis?? Ég bara þoli hvorki Bylgjuna eða FM 95.7 eða þetta popprugl ... skil þetta ekki!!

And finally. Heimurinn hrynur á morgun, bíllinn minn yfirgefur mig og heldur Norður í golfmenninguna. Hvernig á ég að fara að því að vera uppá strætó komin?? Já, maður spyr sig!! .. og hvað er með það að geta ekki hugsað sér að taka strætó á Íslandi þegar mér fannst það minnsta málið í heiminum þegar ég bjó í DK!! Mín eina reynsla af strætó í Reykjavík er þegar ég var doldið mikið yngri og fór með Lindu Hlín. Við villtumst. MIKIÐ. Þetta verður fróðlegt .. og kannski ég hafi bara gott af því?? Nema einhver vilji bjóðast til að gerast einkadriverinn minn næstu daga ;)

sunnudagur, maí 23, 2004

Hvað get ég sagt?

Það er komin örlítil blogglægð í mig ... Veit ekkert hvað ég á að bulla þessa dagana!!
Ég get hins vegar sagt frá því að þegar mamma fór til Portúgals skutlaði ég henni og Deddu á völlinn!! Ég reif mig sko upp kl.04 takk fyrir takk til að gjöra það. Það var greinilegt að ég var vanari en þær að rífa mig svona upp á nóttunni!! EN hvað er með það að upp sé komið hringtorg þarna hjá Álverinu eða kirkjugarðinum eða hvar sem ég var?? Það ruglaði mig alveg í ríminu og ég villtist doldið af leið. Var allt í einu komin á einhvern sveitaveg og keyrði í átt til glötunar. Ég rannsakaði þetta hringtorg betur á leiðinni heim því þegar ég loksins komst á rétta leið fannst mér ég bara búin að taka 180° beygju og á leið til baka aftur. En svo var víst ekki ....!! Skil ekki hvernig er hægt að botna í áttum ... Fyrir mig er nógu erfitt að þekkja muninn á upp og niður!!

Ég er búin að lenda í svolítið skondnu atviki tvisvar á stuttum tíma. Já, ég er búin að heyra það að ég eigi örugglega tvífara eða systur eða eitthvað. Ég er nefnilega alveg eins og stelpa sem heitir Hugrún :-D!! Humm, skrítið og mér fannst það svo fyndið í bæði skiptin að ég spilaði með fólkið alveg fram og til baka. Sagðist ekkert vita hver hún væri og að þetta væri skemmtileg tilviljun :) Held að skróp í Hreyfingu og mjög skemmtilega óhollur matur eigi sök á þessu .. Ég er búin að vera að fóðra belginn síðan um jólin og fer að breytast í lítinn bolta ef ég fer ekki passa mig!! :)

WELL .. 6 dagar í DK ;) já og svo skrepp ég aðeins til Þýskalands í leiðinni. Þetta verður YNDISLEGT!!

föstudagur, maí 21, 2004

8 dagar í Danmörk ;)

Hér er allt við það sama!! Þegar maður vaknar á fimmtudagsmorgni og sér skóna við hliðiná rúminu, pilsið á golfinu, bolinn uppí hillu, símann undir manni, skartgripina uppí rúmi, er með smiði í vinnu í höfðinu og maginn eins og maður sé úti á sjó þá dregur maður óneitanlega þá ályktun að maður hafi drukkið talsvert kvöldið áður ..... Annars frábært próflokadjamm nema að ég hafði ekki úthald lengi. Sá á ákveðnum tímapunkti þann kostinn vænlegastan að stinga alla af og koma mér í bælið. GERÐI ÞAÐ!!

Átti gott moove áðan!! Þurfti að fara í þjóðskrána og breyta lögheimilinu mínu ... Utan á húsinu stóð ÞJÓÐSKRÁ þannig að auðvitað labbaði ég bara inn og beint að afgreiðsluborðinu. Spurði þar ,,hæ get ég ekki breytt lögheimilinu mínu hérna". Ég hafði ekki veitt því athygli að á leið minni að afgreiðsluborðinu labbaði ég framhjá öllum mögulegum raftækjum uppþvottavélum, þvottavélum, straujárnum, ristavélum og fleiru. Konan benti mér kurteisislega á að ég væri stödd inní raftækjabúð!!

ÉG ætla að tryggja mig betur áður en ég fer til Danmerkur!! Það er ekki víst að ég fatti það einu sinni ef ég tek vitlaust flug og fer til Guatemala ...

þriðjudagur, maí 18, 2004

OMEGA og fleira

ÉG slysaðist til að horfa aðeins á Omega!!! HVAÐ ER MÁLIÐ!! Þessa dagana er í gangi einhver söfnun því þeim vantar nýja tölvu til að senda út sjónvarpsútsendingar. Hún kostar 5 milljónir. Þessa dagana eru voðaleg skemmtiatriði einhver og viðtöl við fólk sem spjallar sko reglulega við hann Guð. Þegar ég var að horfa var verið að tala við ung hjón og karlinn gat varla fengið að tala því stelpan var alltaf að skjóta inn AMEN!! Bara fyrirgefiði, og vonandi móðga ég engan en þetta er klikkun í mínum huga. Í fyrsta lagi myndi ég miklu frekar vilja styrkja krabbameinssjúk börn eða eitthvað slíkt sem þarf örugglega meira á peningi að halda og í öðru lagi þarf ekki að taka heila sjónvarpsrás undir þetta því við hin getum bara farið í kirkju á sunnudögum!! Mæli allavega með þessari stöð ef fólki langar að hlæja af hlutum sem eru algjörlega komnir út í öfgar. ÉG hef ekki hlegið svona lengi lengi af einhverju íslensku sjónvarpsefni.

Draumaliðsleikur DV. I´m in action :) Já, ég skráði sko tvö lið til leiks og reyni að láta líta út fyrir að ég hafi eitthvað vit á íslenskum fótbolta. EHE .. ÉG hef þrjár milljónir til umráða og get selt og keypt leikmenn fyrir þann pening!! Svo get ég rekið þá þegar þeir standa sig ekki eða eru meiddir, múahaha!! Ágætis valdatilfinning, en vitið á þessu eitthvað minna :) Veit nú ekkert hvað telst gott í stigafjölda fyrir umferð þannig að ég læt ósagt hvað liðin mín fengu fyrir þá fyrstu ....

Amma í sveitinni er sextug í dag :) Ég hringdi í sveitina áðan og söng afmælissönginn fyrir hana. Þegar ég var búin að syngja smá var bara hlegið hinu megin á línunni. Betra að hringja á rétta bæi!! Hringdi óvart á Kornsá í staðin fyrir Kringlu ..

Annars fór ég í sveitaferð í dag, með litlu systir og leikskólanum hennar. Ein af vinkonum systur minnar hændist doldið að mér og spurði mig mjög einlægt af hverju hún þyrfti eiginlega að hætta í leikskólanum til að fara í stóra skólann. Ég reyndi nú að útskýra það og lét fylgja í leiðinni að það væri rosalega gaman í stóra skólanum og að ég væri sko ekki að plata því ég væri kennari (næstum). Hún horfði á mig hugsi og spurði ,,hvernig getur þú verið kennari þegar þú ert ekki kona?? Þú ert bara stelpa" .... ehe ekkert smá dúllulegir krakkar. Síðan var ég spurð alls kyns spurninga. Hvað er að vera forvitinn?? og svona orð sem mér fannst skrítið að vera að útskýra ..

Well, time for icecream ;)

mánudagur, maí 17, 2004

Börnin ,,sætu"

ÉG get ekki annað en minnst aðeins á Digraneskirkjutónleikana í síðustu viku!!
Á þessum tónleikum voru saman komin milljón lítil skrímsli (grunnskólabörn). Ég sat í einu hláturskasti nánast allan tímann því ég var alveg búin að gleyma hvað þessi litlu maurar geta verið fyndnir. Þau voru mörg hver svo algjörlega í eigin heimi á meðan þau áttu að vera að syngja. Einn var að leika vélmenni meðan kórfélagi hans var að syngja einsöng, ein hljóp bara fram í sal í miðju lagi, nokkrir náðu aldrei að syngja með því þeir voru svo mikið að fylgjast með áhorfendum o.s.frv. Þessar litlu dúllur geta gjörsamlega stolið senunni án þess að það sé nokkuð planað hjá þeim :) Þau eru svo endalaust einlæg og koma bara til dyranna eins og þau eru klædd!!

13 dagar í Danmörk!! Það er komin nokkur spenna í mann fyrir ferðina og ég hlakka barasta til að eyða annarri vikunni með 45 stykkjum af 14-16.ára stelpum!! Ó já!! Þótt þetta sé gelgjualdurinn víðfrægi set ég mig bara á sama plan og þær þegar ég er með þeim og nýt þess að yngjast um nokkur ár aftur ... Þetta eru alveg frábærar stelpur og ágætis upphitun fyrir kennarastarfið!!

Svo má ég til með að skella inn orðum hjásvæfunnar minnar. Ég er farin að sakna hennar ískyggilega mikið!!
"Mér finnst sumarið vera ný búið og þá er það bara komið aftur ...ekki það að ég hafi eitthvað á móti því, því þá hefur maður alltaf örugga hjásvæfu ;o) ...sem verður samt ekkert fúl þó maður lendi óvart á einhverjum öðrum stað ;o) Þetta verður nottlega bara snilldar sumar held ég, við verðum báðar að vinna í Essó og golfið fær allan okkar frítíma ...Getur ekki verið betra :o)"
Ég skellti þessu með því þetta er nákvæmlega lýsingin á komandi sumri hjá mér og þá þarf ég ekki að orða það frekar;)

... Ég held að tvær af hverjum þremur vinkonum mínum séu í barnahugleiðingum, óléttar eða nýbúnar að eiga barn!! HVAÐ ER Í GANGI??

sunnudagur, maí 16, 2004

Euroteiti


Þá er annar í þjóðhátíð búinn og landinn hundsvekktur. Jónsi stóð sig bara nokkuð vel fannst mér, en ég verð samt að segja að ef ég væri Ítali eða eitthvað hefði ég örugglega setið heima í stofu og hlegið mig máttlausa. Hvaða hopp og tilþrif voru þetta eiginlega? Held að það hefði verið skárra ef hann hefði bara staðið við mýkrafóninn eins og Kýpur stelpan fyrst hann var einn á annað borð.
Það er líka gaman að því að sama hversu vonlaust lag við erum að senda af stað þá erum við alltaf jafn bjartsýn .. Alveg stórkostlegt að fylgjast með fjölmiðlum sem alltaf segja að Eurovisionfararnir okkar séu að slá í gegn og allir dýrki þá!!! :) En við erum nú ekki Íslendingar fyrir ekki neitt ...

ÉG skellti mér í Eurostemninguna á Laugaveg 61. Þar voru blakgyðjurnar og hljómsveitin mín samankomin og tókst okkur stjórnarmeðlimum bara að koma ýmsu í verk samhliða bjórnum!! Bíð spennt eftir að ritarinn komi með pistil um það og þá verður settur linkur!! Annars var ég með allra lélegasta móti .. Renndi niður í mesta lagi þremur bjórum og hefði alveg eins getað verið á bílnum í staðin fyrir að standa í næstum klukkutíma í taxaröð ásamt formanninum og eiginmanni. HVAÐ VAR ÞAÐ!!! Við lentum líka á skondnasta bílstjóra EVER. Karlinn var í hvítum jogging galla með GEVALIA kaffi og sagði okkur sögur. Hann var nú ekkert par sáttur félaginn að hafa óvart eins og hann orðaði það búið til barn með einni tælenskri. Sagðist bara hafa gert eiginkonuna brjálaða (skrítið) og fengið 18 ára víxil í staðin.

Annars er maraþon píanóæfing núna (smá pása). Vaknaði fyrir allar aldir og byrjaði að hamra á nótnaborðið ... Selfoss á eftir ... og 13 dagar í draumalandið, og þá er nú vissara að vera með sínar undirleiksnótur á hreinu. Jeg glæder mig helt vild meget ;)

föstudagur, maí 14, 2004

Ekki gott!!

Hurriði ... Ég var að spila í Digraneskirkju í gærkvöldi!! Duke Ellington og Eric Clapton á dagskránni!! Ég stóð mig svo illa að ég reyndi að finna uppá öllum mögulegum hugmyndum til að grafa holu og moka yfir. Verst að ég fattaði ekki þá að ég hefði getað stokkið ofan í flygilinn!!! Ég veit ekki hvort maður eigi að reyna að brosa að því en allt í einu breyttust svörtu nóturnar í hvítar og öfugt. Alveg ferlegt því ég kunni þetta afturábak og áfram ... But, shit happends, og ég get bara huggað mig við að það er ekki möguleiki að ég standi mig verr næst :(

Nú situr maður og lætur sig dreyma um Danmörku!! ER að sjálfsögðu með kveikt á sjónvarpinu því þar er brúðkaupið sýnt og gæði mér á brúðkaupstertunni sem er víst seld í bakaríi á Íslandi .. nei, nei engin kaka smá lygi, en hún er nú samt seld hérna á klakanum!! En ætli Danir fari svo ekki að verða jafn þreyttir á þessu brúðkaupstali og ég er orðin þreytt á fjölmiðlafrumvarpsumræðunni!!!

... og eitt enn!! Þið partýljón, muna að taka frá laugadagskvöldið 12. júní!! Þá verð ég með útskriftarpartý í Grafarvoginum. Ég kem til landsins seint kvöldið áður þannig að ég rétt næ að blanda bolluna. Ehe .. og þarf víst að gera doldið mikið meira!! Þeir sem ekki leggja í villt partý hjá mér geta komið í kökuboð síðar ;)

miðvikudagur, maí 12, 2004

Fundarboð

Ég hef fengið áríðandi fundarboð á laugadagskvöldið :)Mun að sjálfsögðu ekki láta mig vanta!!

Ég vil fyrir hönd móður minnar afþakka pent Bröttuhlíðarhugmyndina frá vinkonu hennar í comment kerfinu!! Skil ekki að hún stingi uppá svona vitleysu ;)

Ein ákvörðun hefur verið tekin :) Ég ætla að fá mér tattoo, jíha, en bara svona dæmi sem fer af á sex árum, ekki hugaðri en svo!! :) Búin að ákveða staðinn fyrir það en ekki hvernig það á að vera. Bið að sjálfsögðu um tillögur í commentkerfið!!

En eitt svona að lokum um Eurovision!! Ég er ekki alveg nógu sátt við þessa forkeppni ... Er búin að komast að þeirri niðurstöðu að þau lönd sem taka þátt í henni eru í betri málum en við hin. Lögin fá bæði betri æfingu og meiri kynningu með því að koma tvisvar sinnum fram. Sum lög eru einfaldlega bara þannig að maður þarf helst að heyra þau tvisvar, þrisvar til að komast í contact við þau ... En þetta á nú eftir að skýrast betur á laugadagskvöldið hvort ég sé bara að bulla.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Karlar hvað?

ÉG var sko efnileg áðan!! Lá í götunni í sparibuxum, appelsínugulri peysu og háhæluðum skóm. Ég var nebblega að týna naglana úr dekkjunum hjá mér og lét sko engan pentpíuskap hafa áhrif á það!! Er orðin ansi smeyk við þessar löggur sem eru alls staðar í felum í leit af kærulausu fólki á nagladekkjum. En eitt vesen hlaust af þessu dekkjabrasi mínu!! Ég fann mér til mikillar skelfingar eina skrúfu sem situr föst í vinstra afturdekkinu. Ég verð að kíkja á félagana og vitnin mín í síðasta klessó á dekkjarverkstæðið á morgun ...

Um helgina létu mamma og Inga hans Dolla óspart í ljós að þær hefðu áhyggjur af mínum karlamálum. Ég held hreinlega að þær haldi að ég eigi aldrei eftir að ganga út. ÉG hef allavega mun minni áhyggjur af þessu sjálf heldur en þær :)
Þær réðust á Birgi Leif og báðu hann að telja upp vini sína sem væru á lausu og komu með nokkrar tillögur af karlmönnum sem þær mundu eftir. Það er nú ekki eins og maður geti bara pikkað upp þann gaur sem manni líst vel á!! Mamma er líka ansi fyndin með eitt. Hún ákveður stundum einhverja drengi sem hún vill endilega fá sem tengdasyni, það fyndnara er að hún hefur oft aldrei séð þá. Annað hvort bara séð þá á myndum eða heyrt eitthvað um þá. Hún hefur sem dæmi haldið uppá Teit (kórdreng úr FNV), Tomma á Sauðadalsá, Gunna sem var í Kennó, Óla Magg og fleiri ... Svo hefur hún líka ákveðnar skoðanir hverja hún vill alls ekki fá sem tengdasyni. Betra að nefna engin nöfn!! Hún brosir nú samt alltaf sínu blíðasta þegar einhver hefur laumast út um herbergisdyrnar mínar á morgnana, og tjáir sig bara um það síðar ..
En aðal málið hjá múttu er allavega að koma mér út áður en ég flyt aftur til Danmerkur. Hún er fullviss um að ef ég fer einsömul þangað komi ég ekkert aftur til baka .. Hver veit? .. en þá er nú ekki langt að kíkja til mín í heimsókn ;)

Fólkið og linkarnir

Aldrei hef ég tjáð mig neitt um alla þessa linka sem ég er búin að setja inn!! Kominn tími til að taka nokkur blogg fyrir :)

Uppáhaldsblogg þessa dagana:
Erla Gísla: Þótt hún sé nú ekkert allt of dugleg að setja eitthvað inná bloggið sitt þá hefur hún alveg einstakt lag á því að segja frá á skemmtilegan hátt.
Ágúst: Gústi er svona menningarkóngur. Mjög duglegur að sækja menningarlega atburði og glæða líf sitt með því sem samfélagið hefur uppá að bjóða. ÉG er alltaf spennt að lesa hvað hann hafi verið að bralla og gaman að sjá hvernig hann kemur því frá sér á blogginu.
Egill og Binni: Þeir félagar rétt sleppa inní uppáhaldsblogg því bloggletin er að fara með þá þessa dagana. En þegar þeir taka sig til getur verið óborganlegt að lesa skrifin þeirra.
Guðný Ebba: Það kemst enginn með tærnar þar sem hún er með hælana í notkun íslenskrar tungu á skemmtilegan hátt. Guðný er fædd til þess að skrifa og kemur hlutunum alltaf snilldarlega frá sér.
Laufey: Hún kemur sterk inní bloggheiminn. Mér finnst sérstaklega gaman að lesa bloggið hennar því hún hefur skoðanir á hlutunum og er óhrædd við að láta þær flakka.

Aðrir góðir:
Auður: Alltaf gaman að lesa hvað Auður hefur að segja því hún hefur skoðanir á hlutunum og þær eru ekki útí loftið. Hún er ein af þeim sem getur rökstutt það sem henni finnst enda ekkert smá klár stelpan!!
Aldís: Það er alltaf gaman að lesa hvað V-Húnv. eru að bralla. Mér finnst samt sérstaklega gaman að lesa hvernig flautunáminu hennar miðar, af hverju skyldi það vera? :) ÉG ætla nefnilega að taka hana mér til fyrirmyndar og setjast á skólabekk með flautuna næsta haust.
Elva og Matti: Ég var nú farin að halda að þau væru endanlega hætt að blogga, en kraftaverkin gerast. Efir ca 2 mánaða hlé er Elva komin í gang og sérstaklega gaman að lesa það blogg því hún minnir mig stundum doldið mikið á pabba sinn.
Gréta: Hún er bjartasta vonin :) Það er svo gaman að lesa hvað allt gengur vel hjá henni því það gefur manni sko von um að það sé ekki vitleysa að þess háttar hamingjutilvera sé til. Það er ekki ofsögum sagt að maður uppskeri eins og maður sái þannig að hún á það reglulega skilið!!
Gurrý: Hún er stundum þessi ofvirki bloggari. Mættu margir taka hana til fyrirmyndar!! Alltaf gaman að lesa hvað er í gangi hjá henni og maður getur alltaf treyst á að hún sé dugleg að setja eitthvað inn.
Hrefna Ósk: Við erum að fara að kenna saman næsta haust og er ég dauðslifandi fegin að fá hana með mér Norður. Af blogginu er það að segja að það er alltaf gaman að njósna um hana og ættingja sína :)
Katla: Nýliði sem lofar góðu en mætti nú samt vera duglegri að blogga. Ég kenni prófatíðinni um það þannig að hún fer ekki í skammakrókinn strax.
Kidda: Ef hún væri ekki að blogga myndi ég ekki vita hvort hún er lífs eða liðin. Hef ekki séð hana síðan í nóvember og er nú ekki alveg sátt við það!!!!!!! Allavega, gott að geta á einhvern hátt fylgst með henni.
Kolla og Raggi: Þau eru fulltrúar verðandi foreldra. Kolla er nú öflugi ritarinn á þessari síðu en það er engu að síður alltaf gaman að lesa síðuna hvort sem hún eða hinn helmingurinn skrifar.
Kristín: Ef þessi elska væri duglegri að blogga ætti hún heima í uppáhaldsbloggum. Það er must að fylgjast með henni, enda uppáhalds hjásvæfan og bestasta frænkan þótt hinar séu góðar. ÉG veit ekki hvar ég væri án þessarar elsku enda búið í sama herberginu í nokkur sumur og hún hefur einstakt lag á því að koma mér í gott skap þegar illa gengur.
Linda Hlín: Ein af þessum frábæru frænkum mínum. Ég væri nú til í að hitta hana oftar, en þess á milli er bara fínt að geta lesið bloggið því þá missi ég ekki af miklu :)
Marsibil: Stuðbolti, eitt orð. Hún er ávallt hress og fulltrúi þeirra Akureyringa í bloggheiminum. Gaman að lesa hvað þar er brallað.
Sigrún Dögg: Enn kynni ég V-Húnv. til sögunnar. Gaman að lesa það sem henni dettur í hug, sérstaklega kenningar hennar um fólk með tóneyra :) Keep up the good work!!
Soffía: Fulltrúi draumalandsins!!! ... og minn helsti ráðgjafi í tónmenntakennaraheiminum. Mikilvægt að geta fylgst með svo mikilvægum persónum í lífi mínu :)Sé hana bara allt of sjaldan.
Kristín I: Hún gefur mér von um að á Blönduósi leynist djamm og líf á veturna. Klárlega einn af helstu peppurunum mínum þegar ég er að fá bakþanka með Norðurlandið!!
Silli: Þetta blogg er skemmtilegt NEMA þegar hann bloggar á þessu dulmáli sem ég botna ekkert í :)
Þura: Sem betur fer er kvenfólk í þessum landi sem leggur á sig að verða lögga. Alltaf gaman að fylgjast með löggimanninum :)

Skammakrókurinn:
Davíð Rú: Bloggletin er komin í sögulegt hámark!! Eins og það getur verið gaman að lesa það sem kemur út úr þessum manni þá er ekki gaman að fara alltaf á síðuna og sjá sama gamla bloggið. Hertu þig drengur!!
Guðný Erla: Um hana gildir það sama og Dicanio. Uppfærslurnar eru ekki að koma nógu ört. En þar sem Guðný er svo endalaust samviskusöm og dugleg þá tel ég fullvíst að hún er að nota tímann í eitthvað gáfulegt, þannig að ég hef næstum ekki samvisku í að skamma hana fyrir bloggleti :)
Svanur Bjarki: Að maður sé nú ekki nógu merkilegur til að komast í flokkinn vinir og vandamenn hjá honum er hrein og klár móðgun, hehe. En annars fínn skáldskapur sem þarna er á ferðinni.
Kiddi: Hann á heima hér sökum bloggleti. Annars er HEIMASÍÐAN hans, ekki blogg, mjög skemmtileg og hefur verið ansi öflugur á myndavélinni í gegnum tíðina.

Þið hin eruð fín :) Mig skortir bara þolinmæði til að tjá mig um alla þessa linka ... og þar með er þessari lengstu bloggfærslu EVER hjá mér lokið.

mánudagur, maí 10, 2004

Mánudagur til mæðu hvað!!!

Ég var svo upp tjúnuð eftir prófið í morgun að ég gleymdi aðeins að segja frá uppátæki mínu fyrir það :) Eins og ég nefndi einhvern tímann þurfti ég að vakna klukkan sex í morgun. Þar sem ég er einhver mesti snillingur EVER í að slökkva á vekjaranum í svefni hafði ég ekki mikla trú á að það tækist!! ÉG var það smeyk um að sofa yfir mig að ég fékk þrjár manneskjur til að hringja í mig á mismunandi tímum, stillti vekjarann og setti svo fimm remaindera í símann minn. Einn sagði ræs, annar vakna, þriðji farður á fætur, fjórði söngpróf og sá síðasti lokaútkall :)Maður deyr nú ekki ráðalaus sko. Það var semsagt allt á fullu þegar ég átti að fara á fætur í morgun og útilokað að ég svæfi yfir mig.

Fyrir prófið mátti ég velja fjögur lög til að syngja og þegar ég labbaði inn valdi karlinn tvö í viðbót af lista sem ég hafði undirbúið fyrirfram. Að sjálfsögðu allt utanbókar. Þessir prófdómarar eru gjörsamlega óútreiknanlegir, ekki nokkur einasti séns að spá fyrirfram hvað hann velur. Hins vegar velja þeir nánast aldrei íslensk lög og þess vegna spólaði ég bara yfir það í morgun þegar ég hitaði upp. Þegar ég mætti vildi karlinn að sjálfsögðu heyra það íslenska. Gat ekki annað en hlegið .... og svo valdi hann líka franska lagið mitt.

Þegar ég kom útúr prófinu vissi ég ekkert hvað ég átti af mér að gera. Fyrir utan að ég mundi að heima beið herbergi á hvolfi, þarf að skipta um olíu á bílnum, Borgarbókasafnsgeisladiskirnir að falla í sekt, linsur sem bíða mín hjá augnlækninum, þarf að týna naglana úr dekkjunum hjá mér, er alltaf á leiðinni að kaupa möppur til að flokka 2m háan stafla af nótum, veitti ekki af því að æfa mig á píanóið .. Á ég að halda áfram?? Það er ekki hægt að láta sér leiðast í þessu lífi!! En nennti ég einhverju af þessu? Ekki séns. Fór að ráðum Jórunnar (sem bjargaði mér ásamt heppni í morgun) og ákvað að eiga notalegan dag. Ég kíkti í heimsókn til Höllu og átti rosalega góðan dag með henni og Diljá Dís. Litla skvísan er svo endalaust mikið æði :) ... og auðvitað Halla líka :) Þetta endaði auðvitað með að ég var í mat líka og svo var ekki annað hægt en að koma mér inní OC þættina. Takk fyrir frábæran dag!!!

... og svona í lokin!! Djamm-mynd af okkur frænkum síðan á föstudagskvöldið. Ótrúlega ólíkar en samt líkar:)

Skin og skúrir

Ég var að koma úr söngprófinu og átti alveg eins von á því að krassa. EN mér til mikillar gleði gekk þetta allt saman rosalega vel :) Vá, þvílíkur léttir. Ekkert textarugl og skrautlegir tónar eins og á nemendatónleikunum!!

Átti annars líka þessa frábæru helgi. Ákvað að snúa dæminu við með þetta söngpróf. Í staðin fyrir að vera heima og æfa mig og magna upp í mér eitthvað stress tók ég lífinu með ró. Á föstudagskvöldið var matur hjá Diddu frænku og eftir það kíkti ég aðeins í bæinn með Svanhildi. Þegar ég kom heim úr bænum spilaði ég doldið á píanóið, ehe, og eflaust einhverjir í blokkinni blótað mér þá :)

Á laugadaginn hélt ég í bæinn með múttu. Keypti mér útskriftarföt ... AFTUR!!!
Júbb, ég var nefnilega búin að kaupa þau en freistingar eru ekki til að standast þær. Eftir doldið bæjarflipp héldum við í Selfoss menninguna þar sem ég tók eina undirleiksæfingu og fór svo og spilaði undir hjá þeim á einhverju sjálfstæðisþingi. USS ... að maður skuli segja frá því að maður hafi verið innan um þetta fólk ;)
En allavega, það gekk fínt og ég fékk staðfest að öll bæjarfélög eru eins. Þegar ég var að spila vildi fólk auðvitað vita hver þessi ókunna manneskja væri og voru einhverjir með það á hreinu að ég væri Þorlákshafnarbúi ...??? En fyrst ég var að tala illa um Sjálfstæðismenn er eins gott að segja líka eitthvað gott um þá. Hann Geir H. Haarde var nefnilega að hlusta og karlinn vildi endilega fá senda styrkbeiðni og styrkja hópinn um rúm 100 þús. Þeir fá nú plús í kladdann fyrir þetta ..... :) En til að fyrirbyggja allan misskilning er ég ekki flokksbundin einum né neinum. Kýs aldrei það sama ....

Fyrst að við mæðgur vorum komnar alla leið á Selfoss var alveg eins gott að fara á Flúði og þangað brunuðum við. Við fórum í Garð til Ingibjargar og fjölsk.(hún ólst upp í húsinu okkar). Þar beið okkar þessi líka dýrindis grillmatur. Dvölin þarna minnti mig enn frekar á að í sveitinni er bestast að vera!!! :) þótt hitt sé líka ágætt. Daginn eftir kíkti ég svo aðeins á Flúðaskóla, alveg að missa mig af áhuga í menntamálunum :)

Á sunnudaginn fórum við til Dolla og Ingu. Ég ætlaði rétt aðeins að kíkja inn en stoppaði svo auðvitað í 9 klst. Dolli og Inga eiga besta nuddbaðið í geiminum og ég var svo heppin að fá að máta það aðeins. Eitt stykki í mitt hús takk, þegar þar að kemur. Svo sá ég líka litlu skvísuna þeirra Betu og Bigga, og VÁ hún er endalaust falleg. Ingi Rúnar eldri bróðurinn fór líka á kostum, næsti David Beckham!! Ég til með að segja nokkrar gamlar sögur af honum í leiðinni. Kannski búin að skrifa það einhvern tímann?? Þetta er doldið alheimsbarn, búinn að sjá meira en mörg önnur börn :)

1. Hann var í heimsókn á Kornsá og sá þar hundinn á bænum. Inga Rúnari leist ekkert rosalega vel á blikuna og forðaði sér inní hundabúrið (hundurinn var fyrir utan) og kallaði ,,takið úlfinn, takið úlfinn". :)

2. Hann kom líka í heimsókn á Blönduós og þá var honum sagt að hann væri kominn í sveitina. Litli kappinn kom inn og spurði ,,hvar eru ljónin?"

Svo kann ég ekki alveg nógu vel söguna af því þegar hann fór með mömmu í búðina og sá LAMBI klósettpappírinn.

Jæja .. Skrítin tilfinning að sitja hérna við tölvuna og vera ekki með samviskubit yfir að vera hvorki að læra né syngja. UUuuu liggur við að maður viti ekki hvað maður eigi af sér að gera, en heima bíður víst herbergi þar sem 75% hlutanna eru á vitlausum. Semsagt... ALLT á hvolfi.

Hvernig er svo næsta helgi?? Geim hjá okkur skvísuhittingsstelpum? ... eða á maður að drífa sig Norður?

föstudagur, maí 07, 2004

Karlakór?

Uuuu ... Ég var að fá símtal um hvort ég hefði áhuga að gerast undirleikari hjá karlakór!! Líst mér eitthvað á það?? .... Tók mér allavega dáldinn umhugsunarfrest og sagðist ætla að leggja málið í nefnd hjá sjálfri mér.
Vangaveltur:
A) ÉG er ekki það fær á píanóið að ef ég segi já þýðir það að ég verð að eyða MIKLUM tíma í að æfa mig. Svo er ekki einu sinni víst að ég ráði við það.
B) Góð reynsla, sérstaklega þar sem ég hef áhuga á að læra kórstjórn. En ég er nú þegar komin með tvo barnakóra .. ER það ekki bara nóg?
C) Ágæt leið til að ná framförum á píanóinu því ég get að sjálfsögðu ekki komist undan því að æfa mig
D) ÉG ætlaði að fara á Blönduós m.a. til að róa mig aðeins niður og minnka við mig

OH .. Mér finnst leiðinlegt að taka ákvarðanir!!! Soffía .. og aðrir spekingar þessarar síðu. Hvað á ég að gera? :=)

Helgin framundan býður uppá söng og píanó ... ÉG þarf að æfa mig mikið því ég fer í söngprófið á mánudagsmorguninn og langar mikið til að standa mig eftir misheppnaða nemendatónleika hjá mér. ÉG er búin að sjá prófdómarann minn, ekta Breti sem virkar samt rosalega góðlegur. Held að þetta sé svona maður sem hefur meiri áhuga á að draga fram það besta í manni í staðin fyrir að reyna með öllum ráðum að fella mann. Það er jákvæður punktur og róar taugarnar mjög mikið. Ég fæ svo ekki að vita neina einkunn fyrr en 26. maí, nema að maður fær að vita um fall/staðið um leið og hann flýgur aftur til Bretlands.

Umm ... Ég er að fara að spila á Selfossi á morgun með stelpunum sem ég verð undirleikari hjá í Danmörku ... Eitthvað sjálfstæðisflokksdæmi sem mér er nú reyndar ekkert vel við ... hehe. NOTA BENE ég fer til DK eftir 22 daga :) Undirleikirnir hafa legið til hliðar í doldinn tíma út af lokaverkefninu þannig að mér veitir ekki af því að æfa mig ....

... Grillveisla í kvöld hjá Diddu frænku :) Hún eldar bestasta matinn í öllum geiminum og alltaf tilhlökkunarefni að kæta bragðlaukana hjá henni og hitta allt skemmtilega frændfólkið mitt. Ekki skemmir að mamma er líka að koma í bæinn :) Ég ætla að draga hana með mér í menningarreisu á Selfoss á morgun. Ef einhverjir fleiri vilja koma með okkur mæðgum er bara að slá á þráðinn :)

fimmtudagur, maí 06, 2004

Rusl

Missionið mitt þessa vikuna er að henda eins miklu og ég mögulega get!!! Jemundur, hvað það er erfitt ... Þeir sem þekkja mig vita að ég hendi helst ekki neinu. Nú er hins vegar harkan hundrað og ég æði um eins og svangur hundur með ruslapokann og ýmsir hlutir verða fyrir barðinu á mér. Stundum finn ég líka hluti sem ég týmdi ekki að henda á þriðjudegi en svo fá þeir að fjúka á miðvikudegi ...... Árangur dagsins í dag er einn og hálfur ruslapoki. Stefni í svona þrjú kvikindi.

Ástæðan fyrir þessari villimennsku minni er einföld!! ÉG er að flytja eina ferðina enn og ég er alveg orðin brjáluð á því. Flytja til Köben, flytja í Kópavog, flytja á Blönduós, flytja á Hvammstanga, flytja á Krókinn ... Svona er þetta búið að vera fram og til baka. Það versta er að ég á endalaust mikið af dóti í endalaust mörgum pappakössum sem eru úti um allt. Ég veit reyndar ekkert lengur hvað er í þessum kössum .... Ég veit hins vegar að ég veit ekkert hvað ég á að gera við allt dótið mitt í þetta skiptið því á sumrin búum við Kristín saman í lítilli holu sem rúmar ekki mína 5000 penna og öll hljóðfærin sem ég hef safnað að mér í kringum ævina. MIG LANGAR Í HÚS!!! :) Vill einhver vera svo sætur og splæsa í eitt handa mér????

... og svo eru það fötin!! hehe. Vill einhver útskýra fyrir mömmu að það sé alveg lífs nauðsynlegt að eiga svona 50 boli, 25 pör af buxum, 30 peysur, 20 skópör og 15 yfirhafnir. Hún segir alltaf að ég eigi mikið meira en nóg af fötum, en það finnst mér aldrei sko :-/ Fötin hans bróður míns komast næstum í eina hillu en ég þarf svona þrjá skápa ...... EN .. hvar á ég að finna pláss fyrir þau á Blönduósi??? Maður spyr sig ....

Far suður?

Veit einhver um far á morgun suður fyrir hana ástkæra móður mína??? ... eða far heim á sunnudaginn???
Mig langar rosa mikið að fá hana í heimsókn þannig að I count on you people :)
Í versta falli bruna ég á eftir henni í Borgarnes .. en þá hefur hún ekki far til baka :(

miðvikudagur, maí 05, 2004

Hvað er málið?

Hvað er málið með þessa húslykla mína? Ég er búin að læsa mig úti tvisvar sinnum síðustu þrjá daga :( Í fyrradag skildi ég húslyklana eftir inni á klósetti og varð að vekja pabba þegar ég kom heim kl.01. Í dag fór ég svo á hjólinu í vinnuna og ætlaði sko aldeilis að skila hjólalyklunum samviskusamlega á sinn stað (svo ég myndi ekki týna þeim). Ég labbaði inn, hengdi upp lyklana, labbaði út. Gat ekki verið einfaldara. Þegar ég kom út aftur sá ég mér til skelfingar að ég hafði hengt um hús- og bíllyklana í staðin fyrir hjólalyklana. Þeir voru ennþá í höndunum á mér ... Ekki gaman að vera læst úti!!!

ÉG leit extra vel í spegil áðan .. var að leita að hrukkum!! Það kom nefnilega lítið barn hlaupandi til mín í dag og sagði ,,amma, amma" og vildi endilega koma í fangið á mér. Mamman kom í humátt eftir ,,nei, þetta er ekki amma þín" .... Maður spyr nú bara hvað er málið :)

Jæja, best að hætta þessu slóri .. Er í tölvunni hjá Hrefnu og Þórði!! Húsfreyjan í Ástúninu er eitthvað paranoid út af vírusum þessa dagana þannig að það er stranglega bannað að tengjast netinu þar á bæ. Ég fæ ekki að tengja netið við mína tölvu fyrr en ég er búin að fara og láta athuga hvort það eru einhverjir vírusar í henni .. og þar sem það kostar milljón og peningatréð mitt blómstrar illa þá sé ég ekki framá að láta gera það ...

þriðjudagur, maí 04, 2004

Minna gáfulegt


Jæja .. formaðurinn og Eggið eru farnar að tjá sig eitthvað um það sem við vorum að plana á skvísuhittingnum!! Næsti fundur verður haldinn þar næsta laugadag ... og all líklegt að við þurfum að dulbúast á leiðinni þangað!!! ÉG þarf samt að sætta mig við það að ég verð bara fjarlimur (eh ... svona fjarverandi meðlimur) fyrst um sinn. Var að búa til stórglæsilegt nýyrði :) Minns verður jú fyrir norðan ... En ég ætla ekki að láta mig vanta á langa laugadaga því ég verð í einhverjum söngtímum fyrir sunnan og þess vegna kjörið að fara í þá þær helgar sem félagið er í action. EN ALLAVEGA ... ÉG var að hlusta á Rebelinn og líst fanta vel á það!! Ég greiði þessu lagi mitt atkvæði sem fyrsta lag okkar hávaðastelpna.

Gærdagurinn bauð upp á tvær minna gáfulegar setningar, eins og Gurrý myndi segja :)

1. ÉG var að segja pabba frá því að nú væri ég búin að fá lánaðan gítar og ætlaði sko aldeilis að fara að æfa mig!! Hann sagði mér þá að hann hefði alltaf langað til að læra á gítar. ,,Aldrei of seint að byrja" svaraði ég og sagðist geta kennt honum einhver grip þótt ég væri nú ekki efnileg sjálf. Þá leit hann á mig og glotti!! ÉG var auðvitað búin að steingleyma að hann sagaði af sér einn og hálfan putta fyrir löngu síðan ....

2. Gáfnaljósið hún Svanhildur var að láta mér vorkenna sér fyrir að þurfa að fara á eitthvað skyndihjálparnámskeið í vinnunni. ,,ÉG þarf að vera allan fimmtudaginn í Reykjavíkurlauginni .... fyrir hádegi" ... Hún mótmælti nú ekkert þegar ég benti henni á að fyrir hádegi væri ekki allur dagurinn.


Í gær fór ég á stomp námskeiðið. Endalaust gaman og líka ágætt að sjá eitthvað af þessum tónmenntakennurum sem eru að kenna úti í hinum stóra heimi. Þetta þýðir bara það að ég verð búin að ræna öllum kústum sem ég kemst í þegar ég fer að kenna ... jibbikajei ....

Tvær spurningar svona í lokin:

Hver býður sig fram í að skipta fyrir mig um gítarstrengi?
Hvað gera dömur sem eru fávísar um bíla þegar bíllinn er eineygður??

mánudagur, maí 03, 2004

Hjóla í skóla


Um daginn setti ég persónulegt heimsmet .... Þá labbaði ég í vinnuna ... !!
Tek það til allt til baka því nú afrekaði ég meira. Ég hjólaði í skólann ....!!

Áður en ég lagði af stað fannst mér ég vera að leggja í af stað í hina hinstu ferð og að ég væri að fara alla leið til tunglins. ÉG leit á úrið áður en ég fór af stað, svona rétt til að vita hverslu langan tíma þetta tæki. Var búin að spurja ýmsa fróða aðila og bar mönnum hreint ekki saman ... Það er nú doldið undarlegt að maður veigri sér ekki við að hjóla rúma 10 km í skólann í Danmörku, en á Íslandi!!! ... ehhhh ... Held að það séu rétt tæpir 5 km í skólann hérna í Rvk og já mér fannst STÓRT afrek vera í aðsigi.
Á leið minni í skólann komst ég að einni niðurstöðu. Ef maður villist mikið á bílnum sínum, þá villist maður ekki síður á hjólinu. Ég ætlaði auðvitað að vera rosalega fljót og tók öllum ábendingum um hjólreiðastíga og svona leynileiðir .. ehe ... ÉG snarvilltist og var allt í einu komin í hættuleg húsasund ... eða ekki ... Allavega týnd í hinum stóra heimi. Á endanum komst ég nú á leiðarenda, svona nokkuð ósködduð. Reif aðeins jakkann minn í einhverjum æðibunugangi á leið minni yfir ljós og klessti jú næstum tvisvar á. Einn hjólreiðamann og einn bíl ...!! Kannski ég hlýði pabba næst og fari með hjálm, það hefur ekki drepið neinn hingað til.

Lokaverkefnið klappað og klárt .. Búið að skila!! VÁ - hvað ég er fegin!!

Helgin var fín. Á föstudagskvöldið bauð ég, listakokkurinn, henni Svanhildi í mat. Tók þá ákvörðun að hringja ekki í Lindu því hún er ALLTAF upptekin þegar ég reyni að ná í skottið á henni. Auðvitað var hún svo bara heima að gera ekki neitt og borðaði grjónagraut. Mér verður seint fyrirgefið!!
Á boðstólnum voru þessar fínu lambalærisneiðar með öllu tilheyrandi .... Bara nokkuð gott hjá mér .. eh .. fyrir utan að ég setti reykskynjarann oft í gang og átti alveg eins von á að slökkviliðið mætti. Maður veit aldrei hvað þessu fólki í blokkinni dettur í hug. Ég hefði þá allavega getað boðið mönnunum í smá kjötsneið.
Eftir þennan prýðismálsverð fór ég til Karenar og hitti hana og Röggu .. Allir að fagna því að lokaverkefnið var í höfn :) Við kíktum svo í bæinn og þar var nú ekki margt um manninn. Hitti reyndar sjaldséðan hvítan hrafn. Steina nokkurn á Núpi.

Á laugadag og sunnudag heiðraði ég svo American Style með þreytu minni. Allir að fá útborgað þannig að það var brjálað að gera .... Ég kíkti líka aðeins á hana Svanhildi Sóley frænku mína og kenndi henni á píanó. Hún er að fara í stigspróf á miðvikudag ...

Á sunnudagskvöldið var svo skvísuhittingur með meiru. Mættar til leiks voru: Laufey, Erla, Guðný, Steinunn og Auður. ÉG var doldið sein því ég var að vinna en þegar ég mætti á svæðið var búið að skipuleggja framtíð okkar allra. Frægðin og framinn bíða hinum megin við hornið :) Er þaggi skvísur?? múahaha!! Læt bíða með fréttir af þessu máli þangað til að formaðurinn eða aðrir félagar tjá sig um þetta á blogginu sínu.

Annars er ég að fara á stomp námskeið í dag og á morgun. Ég þarf varla að taka fram að sú sem kennir er dönsk :) Alltaf er maður að reyna að sækja sér meiri og meiri fróðleik svona rétt áður en ég fer að kenna .... :)