Laugardagskvöld
Ekki komst ég á alla staði sem voru á áætluninni í gærkvöldi!! Ég byrjaði hjá Bryndísi og var þar í góðum gír ásamt öllum þessu frábæru frændsystkinum og mökum þeirra ...
Þaðan fór ég til Jónatans og voru flestir vel í glasi þegar ég mætti. Ég viðurkenndi eina mikilvæga staðreynd fyrir sjálfri mér. Mér finnst ALLIR karlmenn sem sitja með gítar og syngja í partýum rosalega spennandi. Ég er meira að segja búin að finna einn svoleiðis handa mömmu, og vinn hörðum höndum í að tala fallega um hana í návist hans!! .... held sko að það sé að virka. Hann verður að syngja með mér á sinfoníutónleikunum þannig að þá er kannski tækifærið til að láta til skarar skríða og kynna þau .. hehe ..
EN í þessu umrædda partýi voru 5 stk. sem gripu í gítarinn þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur að ég var í s-inu mínu!! ... Þarna var líka staddur einn nokkuð álitlegur (án gítars) og þegar ég fór að spjalla við hann komumst við að því að amma hans og langafi minn eru systkini. Bara fyndið!! ... Stúlkur ... ég á semsagt álitlegan frænda sem ég mæli með fyrir ykkur.
Eitthvað voru partýgestir ósammála um hvert ætti að fara eftir partýið og fór hluti niður í bæ að dansa salsa og annar hluti á Gullinbrú eða þar á Menn í svörtum fötum. Ég skutlaði fólkinu í geim og dissaði svo báða hópana og kíkti á Hverfis. Hún Linda Hlín var þar stödd og verð ég að koma inná að hjá henni skvísunni tíðkast sko ekki að bíða í röðum eins og hjá öðrum venjulegum borgurum. Það er með ólíkindum hvað henni tekst alltaf að koma okkur framhjá öllum löngu röðunum. Ýmist þekkir dyraverðina, blikkar þá eða spinnur upp einhverjar magnaðar sögur ... Gaman að þessu :) Hann Tommi á Sauðadalsá (var skömmuð þegar ég sagði Tommi sauður) var semsagt svikinn þetta kvöld því ég beilaði á útskriftarpartýinu.
Annars er spennandi vika framundan .. Æfingar á morgnanna með sinfoníunni, og tónleikarnir um næstu helgi. Á laugadagskvöldið stefnir svo allt í Viðeyjarferð í þriggja rétta máltíð og ball með Jagúar. Ekki dónalegt það!! Engin lokaákvörðun tekin samt um það í bili ....


Er
ÉG fór á djammið í gærkvöldi. Það er ekki frásögum færandi nema það að all miklar pælingar fóru í gang. Reyndar fóru þessar pælingar ekki í gang bara eftir þetta kvöld en það toppaði svo sannarlega þá kenningu mína að karlþjóðin sé gengin af göflunum. FRAMHJÁHALD .. er að tröllríða landanum!!!!!
Eitthvað fór föstudagurinn þrettándi skakkt í mig!!! Ég vaknaði svona líka þveröfug í skapinu að það var heppni að fáir urðu á vegi mínum. Um hádegi fór mín aldeilis að hressast og leiðin á í Byko. "Góðan daginn, ég ætla að fá rafmagnsrör" "Já, já. Hvað á það að vera langt, og hvað margar tommur" "Bara eitthvað" "Nú,nú .. Hvað ætlarðu að leggja?"Ekkert, ég ætla að búa til hljóðfæri" "Ok, hjúkkt. Ég hélt að einhver hefði sent þig" ... og svo stjönuðu þeir við mig enda ekki vanir því að kvenfólk sé að stússast í lagnadeildinni. Næst lá leiðin í hljóðfæragerðartíma og týndi ég mér þar í að búa til "didjeridú". Svo fór ég að kenna á píanó uppá efstu hæð í listahúsi Kennó. Þegar tíminn var búinn kl.18 og ég átti að vera mætt á Kammerkórsæfingu byrjaði fyrst fjörið!!!
Ég er að verða ansi smeyk núna. Mig dreymir aftur og aftur og aftur að ég sé að lenda í einhverjum bilveltum. Þessir óskemmtilegu draumar byrjuðu í janúar og fyrst dreymdi mig alltaf að ég væri að velta bílnum mínum. Í nótt var það hins vegar Þórður Rafn sem var að keyra en ég var farþegi en við samt á mínum bíl. Í nótt sökk bíllinn minn og ég var alveg í rusli af því að þverflautan mín var í bílnum. Það skuggalegasta við þetta allt saman er að um helgina dreymdi eina konu að ég væri með krabbamein .... Hver er góður að ráða drauma? Kannski tákna öll þessi ósköp bara eitthvað gott. Ætla allavega rétt að vona það!!!!
Tónleikarnir um helgina tókust mjög vel hjá okkur KR-ingum (Kammerkór Rvk) ....
Ég hef aldrei, mit hele liv, átt reglulega frídaga virka morgna ... Á þessari önn á ég hins vegar frí mánudags- og miðvikudagsmorgna .. Alltaf er planið að fara snemma á fætur því ekki veitir mér af því að nota tímann!! ... En alltaf snúsa ég og snúsa og snúsa á þessum blessaða síma og þegar ég fæ nóg af snúsinu slekk ég á því og held áfram að sofa .... Bölvað vesen!! Þetta leiðir auðvitað af sér að ég er heldur betur vakandi þegar skikkalegur svefntími brestur á um kvöldið. Mín er bara alltaf vakandi fram eftir öllu og þá er ekki um annað að ræða en að heyra hvað Dr.Phil hefur að segja á skjánum. Hann er alltaf með einhverja speki á hverju kvöldi. Þar sem ég sofna seint á kvöldin vandast svo málið þegar ég á að mæta í skólann á morgnana. Mér finnst eins og ég sé með heilan fíl ofan á augnlokunum. Snúsið er auðvitað til staðar og stundum slekk ég bara á vekjaranum án þess að vita af því ... Ég dey hins vegar ekki ráðalaus!! Nýjasta nýtt er að stilla remainderinn líka þannig að hann hringir hálftíma áður en ég á að mæta, svona n.k. neyðarhringing. Væri nú ekki gáfulegt að koma sér út úr þessum vítahring???