Topp 10 - hrakfallasögur utan landsteinanna!!
Nú er farið að styttast í að maður haldi af stað í vikuferð til Noregs, sem fararstjóri. Með mér í för verða Greta Björg og Elva Björk!! Mér skilst að Elva sé alveg agalega utan við sig og það er víst hægt að segja það sama um mig. Hef heyrt að það séu uppi einhver áhyggjurómur um að Greta komi ein til baka!! .... Nei - maður hefur nú bjargað sér út úr ýmsu!! En svona til gamans ákvað ég að taka saman nokkrar nýlegar hrakfallasögur af mér.1. Þegar ég læsti flugmiðann, vegabréfið og peningana inni í herberginu sem ég bjó í DK og var búin að skila lyklinum inn um bréfalúgu á skrifstofunni sem var lokuð. Þar sem að ég var nánast komin uppá flugvöll þegar ég uppgötvaði þetta var ekki annað í boði en að keyra í tveimur hjólum til baka og brjótast inn á skrifstofuna svo ég kæmist úr landi. Þetta var 22.des og skrifstofan átti ekki að opna aftur fyrr en eftir jól.
2. Þegar ég gleymdi handtöskunni minni með gemsanum og peningaveskinu inní flugvél í Kaupmannahöfn og fattaði það þegar ég var komin út úr flugvallarbyggingunni, já peninga og símalaus!!
3. Þegar ég las í flugvélinni á leiðinni út til Danmerkur að það væri búið að leysa kennaraverkfallið og ég átti að mæta til vinnu morguninn eftir. Skrifstofukonurnar hjá flugfélaginu voru yfir sig hneykslaðar á mömmu þegar hún hringdi og bað um fyrsta flug heim fyrir dóttur sína ,,Já, en hún er nú bara í loftinu á leiðinni út” sagði aumingja konan sem var ekki að fatta þessa móðursýki.
4. Þegar ég uppgötvaði á flugvellinum í Kaupmannahöfn að ég átti bókað flug heim vikuna áður, sumsé átti bókaða heimferðina áður en ég fór frá Íslandi... þannig að ég mætti viku of seint í heimferðina.
5. Þegar ég var á leið uppá Kastrup með lest og heyrði allt í einu í hátalarakerfinu að lestin væri á leið til Stokkhólms (Svíþjóðar).
6. Þegar ég uppgötvaði á leiðinni uppá flugvöll að vetrartíminn hafði komið á um nóttina (klukkunni flýtt um einn tíma) sem kostaði mig næstum að ég missti af fluginu.
7. Þegar ég skildi eftir eða henti rafrænu staðfestingunni minni á flugi (í rauninni flugmiðanum) þannig að ég hafði ekki hugmynd um klukkan hvað ég átti flug heim og mamma mátti gjöra svo vel að hringja fyrir mig (ekki tímdi ég að hringja frá útlöndum) og bíða í hátt í klukkutíma í símanum til að fá þetta mál á hreint.
8. Þegar ég var að flytja heim frá Danmörku, rétt fyrir jól, og að sjálfsögðu allir á leið heim til Íslands. Að sjálfsögðu var búið að tvíbóka í sætið mitt!!
9. Þegar ég var í Finnlandi og að bíða eftir ferðatöskunni minni. Sé ég þá hvar ferðataskan er á færibandinu að sleppa frá mér og ég sýndi einhver viðbrögð þannig að karlinn við hliðiná mér ætlaði að vera svo góður að kippa henni af. Það tókst ekki betur en svo að taskan gal opnaðist og allt í einu voru nærbuxur af mér, brjóstahaldari og sitthvað fleira sem sem snerust á fullu blasti á færibandinu. VANDRÆÐALEGT!!
10. Þegar ég og vinkona mín sátum í lest og vorum að tala um konu sem sat á móti okkur. Sumt hefðum við betur látið ósagt!! Eftir dálitla stund leit konan á okkur og sagði Á ÍSLENSKU ,,ég er að fara til Asíu”

*** Sá flottasta högg sem ég hef orðið vitni af í gærkvöldi!! ***
Lesendur góðir!!!
Hef oft velt fyrir mér þessari brengluðu ímynd sem borgarbúar virðast stundum hafa á okkur landsbyggðarfólkinu. Kannski gefum við þeim stundum tilefni til að halda að við búum í moldarkofum, göngum um í sauðskinnsskóm og ferðumst um á hestum með vagna...
Manni finnst maður í ferlega skrítinni aðstöðu eitthvað!! Síðustu 16 ár (með einni undantekningu) hefur maí mánuður verið tileinkaður andvöku og próflestri. Meira svona mánuðurinn þar sem maður er að missa vitið af andvöku og veit varla hvað maður heitir lengur sökum annarra upplýsinga sem þurfa pláss í kollinum.
Kvenkynsritari síðunnar skellti sér í borg menningar og ótta um helgina. Á dagskrá var bryllup - á íslensku máli - brúðkaup :)
Á miðvikudaginn fór brunakerfið - enn eina ferðina - í gang í skólanum. Viðbrögð nemenda voru jafn mörg og þeir sjálfir. Smá panik hjá yngri kynslóðinni en þeir eldri - dísús kræst. ÉG var stödd í 10. bekk og bjallan fór í gang. ÉG rétt náði að depla auganu einu sinni - hviss, bamm, búmm - allir horfnir í 16 áttir. Þau eru búin að fara á brunaæfingu og reykköfun flest skólaárin og vita jafn vel og ég að í röð skal fara og halda síðan út, en nei, hvenær tekur einhver maður mark á þessum þjófavörnum og brunakerfum?
Mine dame og herrer!!!
Ég var alveg hrikalega menningarleg eitthvað um helgina. Byrjaði föstudagskvöldið á tónleikum í kirkjunni, tók aðra tónleika á laugardagskvöldinu í Félagsheimilinu og spilaði svo sjálf í Féló á sunnudeginum, á bariton saxafón, af öllum hljóðfærum. Fékk klukkutíma til að læra á þetta risavaxna hljóðfæri og lét vaða!! Vona að það hafi verið meira gagn af mér en skaði. 