Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, apríl 29, 2005

Mig dreymdi draum ....

Ég held ég sé orðin of gegnsýrð á þessum jarðafarabusiness... Mig dreymdi í gær að ég hefði sofið yfir mig í jarðaför sem ég átti að vera að spila í. Var orðin hálftíma of sein en átti að sjá um forspilið ... Mikið hrikalega var óþægilegt að vakna - hentist alveg á fætur og fattaði svo að ég var bara að fara að kenna, ekki á leið í neina jarðaför!! Annars eru bara brúðkaupsbókanir framundan ** Það er nú ögn meiri gleði í því.

** Annars má ég til með óska litla bróður til hamingju með nýja bílinn!! Kappinn keypti sér Toyota Avensis ´99, bláan að lit. Sumsé - bara flottur á því - eins og SUMIR ;) myndu orða það!! (Maður er náttúrulega ekki maður með mönnum nema að eiga Toyota). Humm. Svo er bara að sjá hvort litla dýrið tími að lána stóru systur bílinn sinn jafn oft og hann hefur fengið minn lánaðan :)

Það er hin mesta bloggleti í mér þessa dagana :/ Veit ekki hvað ég er oft búin að setjast niður og ætla að blogga en puttarnir fara bara ekki á þetta venjulega flug sem þeir fara gjarnan ... Veit ekki hvort ég lifi svona tíðindalitlu lífi þessa dagana, eða hvort ég sé bara komin í sumarfrísgírinn??

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Nýr ritari!!

Kynnum til leiks annan ritara þessarar síðu :) Hinn nýji meðlimur ku heita Jón Örn og vera til heimilis að Skúlabraut 9. Bjóðum hann velkomin til leiks og vonum að hann geri öðru hvoru usla inná þessari síðu!! Reyndar eru smá tæknivandamál eins og er .... erum ekki alveg að ná að "adda hann inn sem member" en það reddast..!!

sunnudagur, apríl 24, 2005

Mæli með .....

ÉG mæli með:

** golfvellinum - ekkert smá ljúft að geta farið uppá golfvöll þótt að apríl sé ekki einu sinni liðinn!! .... ER samt farin að hugsa mér til hreyfings næstu daga og auglýsi hér með eftir golfara sem vill ólmur skreppa á Skagastrandarvöllinn með mér á næstunni. Hef nefnilega aldrei gerst svo fræg að prófa þann völl.

** "The Curious Incident of the Dog in the Night-Time" - Bókin er eftir Mark Haddon og einhver sú allra besta sem ég hef lesið. Það er búið að þýða hana á íslensku "Undarlegt háttaleg hunds" held ég örugglega, þannig að í næstu bókasafnsferð er must að spurja eftir þessari bók.

** spilakvöldum með vinum sínum - klikkar aldrei að taka svona eins og eitt Trivial eða Kana. Yrði nú samt sáttust ef einhver nennti einhvern tímann að spila Popppunkt!! Hef ekki fengið mínu framgengt síðan um jól varðandi það málefni :(

** Kroniken - svo ekki sé minnst á að þátturinn sé danskur (sem hefur að sjálfsögðu sín áhrif) þá eru þessir þættir barasta þrælskemmtilegir.

___________________________________________________________________________________

ANNARS lítið að frétta héðan úr herbúðum Blönduósingsins annað en að ég er á leið til Noregs í júní með tvo "gemlinga" með mér, einhverja á aldrinum 18-25. ára þannig að það gætu alveg eins orðið einhverjir eldri en ég .. Afrískir dansar og söngur verða við lýði í eina viku og það getur nú ekki orðið leiðinlegt. Þegar ég tók þátt í þessu síðast fór ég einmitt líka til Noregs en þá var þemað menning og listir. Nú er maður bara orðin dáldið mikið eldri (og vonandi þroskaðri) þannig að í þetta skiptið fer maður sem fararstjóri...

___________________________________________________________________________________

En svona að lokum:

ÉG vona innilega að síðasti pistill hafi ekki litið þannig út að ég sé eitthvað ósátt með mína föðurfjölskyldu sem einstaklinga!! Nei þvert á móti ...!!

Ég á yndislegan pabba sem ég er stolt af og myndi alls ekki vilja breyta á nokkurn hátt og hitt föðurfólkið hefur líka alltaf reynst mér frábærlega...

Hins vegar gat ég bara ekki sætt mig við gang hins umrædda málefnis og var þetta mín leið til að breyta því. Það er alltaf erfitt og leiðinlegt að særa einhver hjörtu en þegar önnur gleðjast í staðin þá verður maður bara að hugsa um björtu hliðarnar og leggja þær slæmu til hliðar.. Þótt ég hafi valið umdeilda leið sem eflaust hefði mátt hafa öðruvísi þá fékk ég allavega ekki frið í mitt hjarta fyrr en ég var búin að koma mínum skoðunum frá mér. Línan milli hins rétta og ranga varð ögn óskýr hjá mér en ég sé samt ekki eftir ákvörðun minni.

föstudagur, apríl 22, 2005

Gleðilegt sumar!!

Nú held ég að rétti tíminn sé kominn til að hætta að tala í gátum varðandi ákveðið málefni!!

Um helgina á að ferma á Blönduósi og í þeim hópi á ég einn bróður, Stefán Sindra!! Þar sem að föðurfjölskyldan mín hefur ekki sýnt nokkurn einasta áhuga á að kynnast þessum strák hef ég ákveðið að taka ekki þátt í því lengur. Það fer ekkert eins mikið í taugarnar á mér eins og þegar fólk talar um pabba og börnin fimm, þegar allir vita nákvæmlega að þau eru sex. Þarna er nefnilega engin einasta fávísi á ferð!

Já - þannig er það!! Það er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að kenna börnum sjálfum um að þau fæddust í þennan heim og mér finnst að fullorðnir einstaklingar eigi að vera orðnir nógu þroskaðir til að taka afleiðingunum gjörða sinna. Ég veit sjálf að mér hefði fundist ansi ósanngjarnt ef annað foreldrið mitt hefði tekið þá ákvörðun að láta eins og ég sé ekki til, það á það enginn skilið.

Ég mun þess vegna fara stolt til altaris með Stefáni um helgina og ætla að taka þátt í fermingardeginum hans...!!

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég mun skaffa öllum fermingarveislunum í bænum umræðuefni á silfurfati. Já - nú verður gaman hjá slúðurkerlingunum!! Ég geri mér líka grein fyrir að einhverjir verða ekki par hrifnir af þessu uppátæki mínu, en það fólk verður bara að eiga það við sjálft sig og reyna að setja sig í mín spor.

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Punktar dagsins ....

Vissuð þið að:

** kommentkerfið mitt hefur þeim tilgangi að þjóna að taka á móti kommentum.. Sumsé, ef við setjum túlkinn á þetta, þá nenni ég ekki að svara sms skilaboðum um bloggið mitt. Svo einfalt er það!! (Grimmhildur grámann - orðin þreytt á gemsanum sínum)


** samkvæmt íslendingabók.is er ég kvænt kona!! Eiginmaður minn ku heita Ólafur Sigfús Benediktsson og hef ég reynt að "sækja um skilnað" með því að senda inn athugasemd en það hefur engan árangur borið :o/ Mér er ennþá hulin ráðgáta hvernig var hægt að fá út að ég hafi verið gift honum....!!

** ég lendi í því trekk í trekk að fólk segir við mig að ég sé lík leikkonunni Courtney Thorne-Smith (hún leikur í According to Jim) eða að ég sé lík Idol Heiðu. Mér finnst nú skömminni skárra að fólk sjái eitthvað líkt með mér og þeirri fyrr nefndu!! (hef reyndar lúmskt gaman af því) en Heiðu - nei takk!! Ég held stundum að fólk sjái bara tvær manneskjur með ljóst hár og finnist þær þá líkar ..

** ég er uppreisnarseggur í eðli mínu og er mikið að spá í að gera uppreisn varðandi ákveðið mál!! Ég mun með stolti segja frá því um hvað málið varðar um leið og ég er búin að ræða við þær manneskjur sem málið varðar.. Við skulum bara orða það þannig að það fer í taugarnar á mér þegar hópur fólks tekur sig saman um að láta eins og ákveðin manneskja sé ekki til.

mánudagur, apríl 18, 2005

ALDREI AÐ FLÝTA SÉR!!

Smá vandamál!!

Ef ég þarf að flýta mér eitthvað get ég alltaf bókað að gera einhverja gloríu ... Mis alvarlegar þó!! Þess vegna er ég alltaf að vinna í því að verða rólegri og rólegri (án gríns sko). Það liggur við að ef ég svæfi yfir mig myndi ég sjóða mér hafragraut og borða við kertaljós... Kannski ekki reyndar - en allavega smá átak..

Ég gleymi t.d. ALDREI þegar ég flutti heim frá DK og var að flýta mér svo mikið uppá völl að ég læsti handtöskuna, alla peninga og kort, vegabréf og flugmiða inní herberginu sem ég bjó í og skilaði síðan lyklunum mínum samviskusamlega inn um bréfalúgu því það var allt lokað... **EKKI SNIÐUGT** endaði með hreinu og kláru innbroti svo ég kæmist nú í jólasteikina...

... svo gleymi ég ekki þegar ég fór út í október og var svo mikið að flýta mér út úr vélinni að ég gleymdi handtöskunni minni í flugvélinni. Í henni voru síminn, allir peningar og kort og sitthvað fleira... **SMÁ TREMMUKAST SEM ÉG TÓK ÞÁ**

... svo er það þessir litlu en samt heimskulegu hlutir eins og ca þessi 145 skipti sem ég læsti mig úti í vetur á mis heppilegum tímum. Var að gera heimilisfólkið brjálað sem þurfti stundum að senda lykla suður ef þau voru í burtu eða kalla út ættingja sem mögulega gætu verið með lykla. Kom reyndar lykli fyrir hjá vinkonu minni á endanum og þurfti náttúrulega á þeim að halda.

... já eða skiptin sem ég keyrði yfir á rauðum ljósum af því að ég hreinlega fattaði ekki að ég væri á ljósum (þetta er hreinasti sannleikur) ... og skiptin sem ég keyrði kannski í Söngskólann þegar ég átti að mæta í klippingu eða í Kennó þegar ég ætlaði í búðina..

... á föstudaginn síðasta var ég líka að gera góða hluti, kl.18:55 fattaði Þórdís að við gleymdum að kaupa pizzaost og hvítlauksolíu á pizzuna okkar og ég sett í málið - þurfti náttúrulega að flýta mér. Fór í búðina og keypti allt sem ég átti að kaupa en þegar ég kom til baka á Skúlabrautina fattaði ég að ég hafði ekki bara skilið eftir einn hlut heldur ALLT sem ég keypti. Hafði ekki einu sinni sett vörurnar í poka, bara lét renna þeim í gegn, borgaði og rölti svo út... DAMN, hvað ég skammaðist mín þegar ég þurfti að berja Samkaup að utan (náttúrulega búið að loka) til að endurheimta vörurnar.

** Þetta heitir víst að fara fram úr sjálfri sér .....

*** EN þetta er allt að koma hjá mér - þessum utan við mig, gleymsku, ógáfulegu skiptum fer alltaf fækkandi!! Held að föstudagsglorían hafi verið sú eina í marga mánuði ***

Batnandi fólki er best að lifa ;)

föstudagur, apríl 15, 2005

Pestagemlingur

Einhver lasarus pakki þessa dagana. Ég er alveg búin að hirða samviskusamlega upp allar pestir sem hafa gengið manna á milli í vetur. Hef nú reyndar oft heyrt að það sé oft svoleiðis með fólk sem byrjar að vinna í grunnskóla eða leikskóla. Þar sem maður er að kenna öllum skólanum er maður alltaf í einhverjum sýklapartýum og ofnæmiskerfið ekki alveg að meika það ....

Humm ....

Allavega fór og hitti doksa í gær og gladdi hann mig svona rétt fyrir helgina með því að ég væri á byrjunarstigi lungnabólgu og með ristil.... Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Annars litlar pælingar í gangi þessa dagana aðrar en um gemsann góða. Mér er hulin ráðgáta hvernig maður komst af án þeirra. Ef þjóðin gerði nú tilraun í viku og allir leggðu gsm-símunum sínum - nei, held það myndi ekki ganga upp...

Fannst hálf skondið að vera á kirkjukórsæfingu um daginn því þar er meðalaldurinn eins og margir vita örugglega 60. ára og á æfingunni hringdu 3 stykki gemsar og ellismellirnir alveg að lækka niður í heyrnatækjunum sínum svo það suðaði ekki í þeim á meðan þeir töluðu í símana sína. Ekki það að það þyki sjálfsagt að hafa síma í gangi á æfingu - nei, nei - þau voru bara ekkert að meika það í hvernig á að setja símann á silent. Endalaust hægt að spá í hvernig við leystum hlutina áður en gsm símarnir komu til sögunnar.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Einu sinni var ....Ég gat ekki stillt mig um að skella þessari mynd inn. Þetta er sú ljósmynd sem mér þykir vænst um af öllum...

Myndin var tekin 11. apríl 1982, þegar ég var skírð, og mín ansi mikið rauðhærð, með þónokkurn lubba og heldur betur rík af öfum!! Svona fyrir ættfræðingana þá eru á myndinni með mér þeir:

**Neðri röð frá vinstri**
Reynir Hallgrímsson afi
Ragnar Annel Þórarinsson afi

**Efri röð frá vinstri**
Hallgrímur Sveinn Kristjánsson langafi
Þorleifur Ingvarsson langafi
Ólafur Gunnar Sigurjónsson langafi
Sigurjón Oddsson langalangafi

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Danska vs. tónmennt

** Maður er kannski farinn að taka starfið full alvarlega þegar maður er búinn að ráða sig í kennslu aðfaranótt laugadags frá miðnætti til klukkan 04? :)
Á nú eftir að sjá hvað mikið kemst til skila til nemendanna!! ... Reyndar námsmaraþon, en það verður ágætis tilbreyting að prófa að kenna um hánótt og það um helgi...

** Annars tel ég niður dagana í helgina. Ungliðahreyfingin (yngsta starfsfólkið í skólanum - minns, Heiðar, Hrefna og Greta) er búin að skipuleggja allsherjar óvissuferð fyrir starfsfólk skólans. Það ríkir mikil leynd yfir ferðaplönunum, og hver veit nema að einhverjir kennarar verði á vegi ykkar ;) Held allavega að starfsfólk mæti þreytt til leiks á mánudeginum ...

** en aðeins um maurana mína :)Ég var að fræða þau um hin ýmsu tónskáld í morgun, helstu höfðingjana eins og Mozart, Beethoven og Grieg og ég skemmti mér eiginlega best yfir spurningaflóðinu? :) Fékk nokkur góð comment ..

** Var Mozart í alvörunni til? Er hann ekki bara plat.
** Þekkirðu Grieg?
** Er Beethoven ennþá lifandi?
** Ég vissi ekki að Mozart væri svona ljótur.
** Þegar ég spurði hvort þau hefðu heyrt eina sinfoníuna svaraði eitt þeirra ,,já ég man núna, mamma spilaði þetta fyrir mig þegar ég var 1. árs
** já og eitt barnið hágrét yfir óförum Beethovens ..

Þau geta verið svo einlæg og yndisleg :)Það kom mér samt mest á óvart hvað þau höfðu flest gaman af þessu, hélt að ég þyrfti að fara að halda einhverja sannfæringarræðu.

mánudagur, apríl 11, 2005

... Nýtt útlit ...

Ég er búin að gera svo margar tilraunir til að skipta um útlit á þessari blessuðu síðu, að ég er hætt að hafa tölu á þeim. Þessar svokölluðu tilraunir enda alltaf á einn veg - ég verð yfirgengilega pirruð...

**Alltaf skal ég setjast niður pollróleg og til í slaginn.
**Alltaf skal eitthvað vefjast fyrir mér, misjafnt hvað það er í hvert skiptið og ég verð ekkert rosalega ánægð með að hlutirnir ganga ekki upp í fyrstu tilraun..
**Alltaf skal ég gefast upp.

Þetta er ekkert vísbending um að ég sé óþolinmóð, er það nokkuð :)

Í dag gekk allt saman upp - NEMA - helvítis kommentkerfið, ég bara hreinlega kom því ekki á réttan stað í template draslinu.

Í dag sagði ég svona 30 sinnum við sjálfa mig, anda inn - anda út - þetta mun takast. Ég reyndi alls kyns leiðir og hundakúnstir - en allt kom fyrir ekki... Sama gamla lookið sett upp á nýjan leik því ég var á leiðinni að missa mig við tölvuna...

Sá dagur skal renna upp sem þetta tekst, og það verður að sjálfsögðu mikil sigurvíma :)

sunnudagur, apríl 10, 2005

Helgarpistill

Hjúff - þá er fermingarveislum á árinu lokið - held ég!!

Frekar skondin ökuferð til borgarinnar í þetta skiptið þar sem ég var með Heimi í framsætinu en ömmu og systir hans afa í aftursætinu. ÉG sá það strax að það þýddi ekkert annað en að keyra hvern einasta metra á löglegum hraða. Önnur þeirra sá um að vakta hraðamælinn en hin var með kíki í leit að hálkublettum... ÉG hef aldrei keyrt til Rvk áður án þess að taka framúr einum einasta bíl, að undanskildum traktornum sem ég gat að sjálfsögðu ekki annað en tekið fram úr. Skemmtileg ferð samt ...

Þegar til RVK kom fór ég beinustu leið í innflutningspartý til Karenar og hef aldrei séð jafn mikið af fólki inní 2 herbergja íbúð. Hún á doldið af vinum stelpan!! .. Ég var samt held ég önnur af tveimur sem var edrú þannig að ég skemmti mér mjög vel yfir að fylgjast með liðinu...

Á laugadeginum var svo ferming... Byrjaði að sjálfsögðu í kirkjunni og lá við að maður væri hálf vængbrotinn því mér fannst svo skrítið að sitja þar sem kirkjugestur. Ég uppgötvaði í athöfninni að það er svona ca á 3 ára fresti sem ég fer í kirkju án þess að vera að syngja eða spila. Síðasta kirkjuferð varð nú ekkert sú allra glæsilegasta því að í athöfninni fékk einn maður hjartaáfall og ein stelpa hljóp grátandi út í miðri messu... Gaman að því - eða ekki!!

Veislan var svo sér kapituli því mér var bara hreinlega skemmt... Fullt af pælingum í kollinum á manni eftir hana. Það er svolítið gaman að fylgjast með fólki. ÉG þekkti flesta veislugestina nokkuð vel og veit þess vegna alveg hvaða konfliktar eru í gangi og hverjum er ekki vel við hvern o.s.frv. Hins vegar er alveg frábært að fylgjast með því hvað allir setja upp sparibrosin sín og láta eins og þeir hafi verið bestu vinir alla ævi... :) Kannski við ættum bara að eyða lífinu í veisluhöldum, þá héldu allir friðinn?

Heimferðin var svo enn ein sagan því þegar ég tilkynnti konunum í aftursætinu að ég ætlaði heim var eins og ég ætlaði að taka þær af lífi. Þeim fannst ég klikkuð að ætla að fara heim því það voru sko 14 metrar á sekúndu uppá heiði. Ég margspurði þær hvort þær væru ekki að ruglast og héldu að það væru 14 vindstig, en nei, þær voru alveg með veðurfræðina á hreinu...

Annars gekk heimferðin mjög vel, ég fann út hvernig ég gæti sett höndina þannig að enginn sæi á hraðamælinn þannig að ég gat leyft mér að keyra örlítið greiðar en á leiðinni suður og þær sögðu að ég væri afbragðs bílstjóri og að þær myndi fara með mér hvert á land sem er .. þannig að ég hlýt að hafa ekið nokkuð löglega :)

En annars .. ef ykkur leiðist, gónið þá á bílana á hreyfimyndinni í smástund. Ágætist leið til að tapa sönsum.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Reyndu nú!!

Jæja elskurnar, nú reynir á ;)
Hversu vel þekkið þið mig!!

Ég býð bjórkippu í verðlaun ef einhverjum tekst að svara öllum spurningum rétt í fyrstu tilraun. Já nei nei - ekkert svindl takk!!

Þetta er déskoti snúið og nokkrar gildrur ... :)

Spreyttu þig! og/eða athugaðu stöðu mála!

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Pistill í miðri viku

Hversu sorglegt er það að:

** í síðustu viku var ég að spila golf uppá velli (látum árángurinn liggja á milli hluta) en í þessari viku get ég farið út að búa til snjóhús..

** teljarinn á hreyfimyndasíðunni minni er á góðri leið með að ná blogspot síðunni minni!!

** ekki má gefa út veiðileyfi á fólk!! Menn sem fara illa með vinkonur mínar eru ekki í náðinni þessa dagana...

** mér er farið að leiðast það að þurfa að fara til RVK.... NEI - ég skal ekki verða svona mikill Blönduósingur..

þriðjudagur, apríl 05, 2005

*Nýtt á nálinni*

Get ekki sleppt því að tjá mig aðeins um Reykjarvíkurferð mína um síðustu helgi :)
Eins og einhverjir vita fór ég í fríðu föruneyti með kirkjukórnum og það er hálf skondið að segja frá því að það er 70. ára aldursmunur á milli mín og elsta meðlimsins. Bara snilld!!

Við sungum eina tónleika í Kópavogskirkju og eftir þá var haldið á alls herjar skrall. Þið getið rétt ímyndað ykkur að vera komin á fyllerí með fólki uppað 93. ára aldri og allir orðnir all verulega hressir. Afi og Grímur Gísla voru farnir að kveða stemmur og syngja fimmundarsöng hægri vinstri og ég alveg komin inní húmor "gamla fólksins" :) Verð að muna alla brandarana þangað til ég fer á elliheimilið ..... Samt svona "have to be there moment"

Til að kóróna allt saman vorum við ekkert að fara leynt með að við komum úr sveitinni. Rútubílstjórinn okkar tók eina glæsilega hreppstjórabeygju sem skilaði okkur á einstefnu á móti umferð. Vorum samt, okkur til tekna, á rúti merktri Akureyri því maður sá fólk langar leiðir hlæjandi að okkur. Gaman að því :)

EN GLEÐI FRÉTTIR GLEÐINNAR!!
Ég er búin að fá úthlutaða íbúð á Húnabraut 42. Fór og skoðaði nýju heimkynnin og leist voða vel á allt saman... Vandamálið er hins vegar að ég þarf að bíða í 71 dag og 71 nótt því ég fæ lyklana ekki fyrr en 15. júní. Ég mun sjálfsagt byrja á því að styggja nágrannana með innflutningspartýi..... nema þeir mæti bara í partý, nei shit mar, ég ætla ekki að hugsa þá hugsun til enda.

Bestu fréttirnar eru samt í mínum huga að ég reddaði búslóðinni með einu símtali í gær.. Selma er sko í náðinni hjá mér núna :) Nú vantar bara eitt!!! .... ;)

En svona að lokum:
Sig aldrig noget om andre,
som du ikke vil sige til dem selv.

Ágætis áminning fyrir mig jafnt sem aðra.

föstudagur, apríl 01, 2005

Komandi helgi ....

Um helgina þarf ég víst að fara til borgarinnar, þessarar einu, sem gjarnan er kennd við menningu og ótta.

ÖSS

Ég nenni því bara hreinlega ekki því svo þarf maður víst líka að hypja sig þangað helgina þar á eftir. Þá á nefnilega að ferma eina af litlu systrunum. Mér leiðast fermingar.

En ég ætla nú rétt að vona að ég lendi ekki sömu hremningunum og þegar Heimir bróðir var fermdur.

Þá sagði ein af kvinnunum sem er gift inní fjölskylduna ,,Já, er þetta maðurinn þinn" og brosti svo afar smeðjulega en fékk enn smeðjulegra bros til baka frá mér þegar ég svaraði ,,nei, þetta er hann pabbi minn"

.... en mér fannst nú samt ennþá fyndnara þegar Sveinbjörn prestur spurði Óla Ben í fermingunni hans Fannars Inga hvort hann væri pabbi fermingarbarnsins. MÚAHAHAHAH!!