Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, maí 30, 2005

Topp 10 - hrakfallasögur utan landsteinanna!!

Nú er farið að styttast í að maður haldi af stað í vikuferð til Noregs, sem fararstjóri. Með mér í för verða Greta Björg og Elva Björk!! Mér skilst að Elva sé alveg agalega utan við sig og það er víst hægt að segja það sama um mig. Hef heyrt að það séu uppi einhver áhyggjurómur um að Greta komi ein til baka!! .... Nei - maður hefur nú bjargað sér út úr ýmsu!! En svona til gamans ákvað ég að taka saman nokkrar nýlegar hrakfallasögur af mér.

1. Þegar ég læsti flugmiðann, vegabréfið og peningana inni í herberginu sem ég bjó í DK og var búin að skila lyklinum inn um bréfalúgu á skrifstofunni sem var lokuð. Þar sem að ég var nánast komin uppá flugvöll þegar ég uppgötvaði þetta var ekki annað í boði en að keyra í tveimur hjólum til baka og brjótast inn á skrifstofuna svo ég kæmist úr landi. Þetta var 22.des og skrifstofan átti ekki að opna aftur fyrr en eftir jól.

2. Þegar ég gleymdi handtöskunni minni með gemsanum og peningaveskinu inní flugvél í Kaupmannahöfn og fattaði það þegar ég var komin út úr flugvallarbyggingunni, já peninga og símalaus!!

3. Þegar ég las í flugvélinni á leiðinni út til Danmerkur að það væri búið að leysa kennaraverkfallið og ég átti að mæta til vinnu morguninn eftir. Skrifstofukonurnar hjá flugfélaginu voru yfir sig hneykslaðar á mömmu þegar hún hringdi og bað um fyrsta flug heim fyrir dóttur sína ,,Já, en hún er nú bara í loftinu á leiðinni út” sagði aumingja konan sem var ekki að fatta þessa móðursýki.

4. Þegar ég uppgötvaði á flugvellinum í Kaupmannahöfn að ég átti bókað flug heim vikuna áður, sumsé átti bókaða heimferðina áður en ég fór frá Íslandi... þannig að ég mætti viku of seint í heimferðina.

5. Þegar ég var á leið uppá Kastrup með lest og heyrði allt í einu í hátalarakerfinu að lestin væri á leið til Stokkhólms (Svíþjóðar).

6. Þegar ég uppgötvaði á leiðinni uppá flugvöll að vetrartíminn hafði komið á um nóttina (klukkunni flýtt um einn tíma) sem kostaði mig næstum að ég missti af fluginu.

7. Þegar ég skildi eftir eða henti rafrænu staðfestingunni minni á flugi (í rauninni flugmiðanum) þannig að ég hafði ekki hugmynd um klukkan hvað ég átti flug heim og mamma mátti gjöra svo vel að hringja fyrir mig (ekki tímdi ég að hringja frá útlöndum) og bíða í hátt í klukkutíma í símanum til að fá þetta mál á hreint.

8. Þegar ég var að flytja heim frá Danmörku, rétt fyrir jól, og að sjálfsögðu allir á leið heim til Íslands. Að sjálfsögðu var búið að tvíbóka í sætið mitt!!

9. Þegar ég var í Finnlandi og að bíða eftir ferðatöskunni minni. Sé ég þá hvar ferðataskan er á færibandinu að sleppa frá mér og ég sýndi einhver viðbrögð þannig að karlinn við hliðiná mér ætlaði að vera svo góður að kippa henni af. Það tókst ekki betur en svo að taskan gal opnaðist og allt í einu voru nærbuxur af mér, brjóstahaldari og sitthvað fleira sem sem snerust á fullu blasti á færibandinu. VANDRÆÐALEGT!!

10. Þegar ég og vinkona mín sátum í lest og vorum að tala um konu sem sat á móti okkur. Sumt hefðum við betur látið ósagt!! Eftir dálitla stund leit konan á okkur og sagði Á ÍSLENSKU ,,ég er að fara til Asíu”

fimmtudagur, maí 26, 2005

Allt í sykur og rjóma.

Það er skemmst frá því að segja að Liverpool vann meistaradeildina í gær í vítaspyrnukeppni við Ac milan.... YYYYYYYYYYYYEEEEEEEEESSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!! Ég vil nota tækifærið og óska öllum Liverpool mönnum til hamingingju með titilinn !!!Um helgina fórum við tveir pennarnir suður í borg óttans til að horfa á litlu frænku í ungfrú ísland !! Þetta var hin mesta skemmtun fyrir utan það að úrslitin voru ráðin fyrir fram svona smá klíkuskapur í gangi ... Unnur Birna dóttir Unnar Steins var kjörin ungfrú ísland ... En hhún Heiður Hallfreðs frá Kambshóli í Hvalfjarðarstrandarhrepp dóttir Hallfreðs Vilhjálms stórbónda og oddvita Hvalfjarðarstrandarhrepps :) gerði sér lítið fyrir og hreppti 4.sætið en átti að vera ofar ... miklu ofar .... en hvað um það svona er lífið bara !! Gott hjá stelpunni og hún gerði alla stolta og til hamingju Heiður... Á laugardeginum eftir keppnina fór maur svo bara til múttu í sveitnni og slappaði af !!!...... Þannig að þetta var hin prýðilegasta helgi ....

En annars gott veður og gott skap er allt sem þarf ...
ÓVER AND ÁT....................

miðvikudagur, maí 25, 2005

SNILLDIN EIN

*** Sá flottasta högg sem ég hef orðið vitni af í gærkvöldi!! ***

Heiðar Logi hafi smellti golfkúlunni af svona 80 m færi beint ofaní!! - og þetta skilaði honum 2 undir pari á 5. holu!! Bannsettur .....

Engar frægðarsögur af mér á golfvellinum - meira svona í því að nýta völlinn sem allra best!!

mánudagur, maí 23, 2005

Hugleiðing varðandi Esso

Jæja...

ÉG tók þá ákvörðun að taka út umdeildan pistil minn um ESSO. Hef fengið hin ýmsu viðbrögð við honum, bæði jákvæð og neikvæð.

Ég fór hins vegar að hugsa málið betur og ætla bara að éta það ofan í mig og viðurkenna það að ég gerði mistök!!

Ég sjálf hefði væntanlega ekki orðið ánægð ef einhver hefði skrifað eitthvað á þessa leið á opinberum vettvangi um mig sjálfa því þarna var að sjálfsögðu bara mín hlið á málinu. Að sjálfsögðu á ég heldur ekki að vera að tjá mig um innanhús mál þessa fyrirtækis því ekki myndi það hvarfla að manni á öðrum vinnustöðum. Maður ber greinilega ekki virðingu fyrir hvorki fyrirtækinu né samstarfsfólki þegar maður gerir slíkt. Enn frekar er ég með öllu ósanngjörn að setja mig á háan hest með því að koma þarna inn á eina vakt og dæma allt og alla í kringum mig.

Sem fullorðinn einstaklingur ætti ég að sína meiri þroska en svo að skrifa eitthvað neikvætt um aðra á vettvangi þar sem alþjóð getur lesið. Maður hefur nú víst aldeilis gert helling af mistökum um ævina þannig að ég hef ekkert efni á því að vera að setja út á aðra!! Því síður er maður góð fyrirmynd þegar maður sendir frá sér þau skilaboð að það sé allt í lagi að skíta út aðra þar sem þeir hafa ekki einu sinni tækifæri til að verja sig - nei það er sko ekki í lagi því hvorki ég né aðrir eru nógu merkileg til þess.

Þá er bara að vona að þetta verði manni kenning og að maður læri nú dálítið af þessu öllu saman, svona getur nú skapið hlaupið með mann út í móa!! Vil líka biðja þá sem áttu hlut að máli afsökunar!! Það leiðinlegasta er samt að skaðinn er skeður og ekki hægt að taka hlutina til baka.

Kommenkerfi 103

Lesendur góðir!!!
Þar sem að ég er svo agalega mikill kennari í mér alltaf hreint og get aldrei haldið kjafti eða stillt mig um að leiðrétta fólk þegar það talar vitlaust og svona, finnst mér kominn tími til að hafa hér þriggja eininga áfanga um það hvernig við notum kommentkerfi síðunnar.

Mikið hefur borið á nafnlausum kommentum og segja fróðir menn mér að margir fatti ekki alveg hvernig heila klabbið virkar.

Nokkrir gagnlegir punktar:
**Fyrst velurðu "identify"!! Þá er best fyrir alla að haka bara í other því þá opnast reitur þar sem maður fyllir út nafnið sitt og heimasíðu ef hún er fyrir hendi.

**Ef þú hakar í "anonymous" ertu nafnlaust grey og það finnst okkur ekkert skemmtilegt því við erum svo forvitin að vita hverjir það eru sem lesa skrifin okkar. Teljarinn snýst allavega nógu andsk. (afsakið orðbragðið) hratt, þannig að einhvers staðar leynast lesendur.

NÚ er bara að vinna fyrsta verkefnið í áfanganum sem felst í því að prófa herlegheitin. Skora á alla að æfa sig undir þessa færslu því ef allt tekst hefurðu staðist áfangann og færð 3 einingar.

SVO vil ég enn og aftur minna á gestabókina góðu sem finnst ekkert skemmtilegra en að einhver skrifi í hana.

fimmtudagur, maí 19, 2005

Ég bý í sveit ....

Hef oft velt fyrir mér þessari brengluðu ímynd sem borgarbúar virðast stundum hafa á okkur landsbyggðarfólkinu. Kannski gefum við þeim stundum tilefni til að halda að við búum í moldarkofum, göngum um í sauðskinnsskóm og ferðumst um á hestum með vagna...

Í síðustu viku varð ég sem dæmi vitni að því að:

1. Einn nemandi úr söngdeildinni ásamt undirleikara sínum mætti á dráttarvél á lokatónleikana. Bíll fjölskyldunnar var að heiman og þá létu þær sér ekki muna um að keyra ca 15 km í kaupstaðinn á traktor!! Myndi maður láta sjá sig á traktor í höfuðborginni?

2. Aðfaranótt sunnudags, nánar tiltekið rétt eftir miðnætti, var ég á rúntinum ásamt einum af ritara þessarar síðu og Skagamanni nokkrum. Mér þótti það ekkert rosalegt tiltökumál en andlitið datt næstum af Skagamanninum þegar á vegi okkar urðu nokkrir félagar á hestum, nota bene, ríðandi framhjá skemmtistað bæjarins, eins og ekkert væri sjálfsagðara!!

Og ef við spáum aðeins meira í þetta. Hafið þið pælt í einyrkjunum og fólkinu sem er oftast tekið fyrir í landsbyggðarþáttum í sjónvarpinu? Þá er ekkert verið að sýna hið dæmigerða fólk - ó nei - leitað er af fólki sem býr helst lengst uppá fjöllum, ef ekki í óbyggðum og helst einyrkjar.

ANNARS all hress þessa dagana!! Af listanum minna gáfulegt síðustu sólarhringa. Má spurja sig:

1. Hversu gáfulegt er að liggja heillengi í baðinu og fatta svo eftir góðar 10 mínútur eða svo að ég gleymdi að setja tappann í?

2. Til hvers að læsa ALLTAF bílnum sínum - þá er ég að tala um ALLTAF ef maður tekur svo uppá því að fara með bróður sínum í sveitina á hans bíl og geyma lyklana af sínum bíl í hurðinni að utan farþegameginn í tæpa þrjá tíma. Hefði alveg eins getað sett miða með: ÞJÓFAR - gjörið svo vel, lyklarnir eru hérna og endilega akið í burtu.

Að lokum:
Svona fæðast lömbin!!

þriðjudagur, maí 17, 2005

MIKIÐ að gera allstaðar.......

Jæja .... Það er nú mikið að vera að gerast á Blönduósi þessa dagana ... Hvöt að MEIKA það í fótboltanum og brjálað að gera í þessum vinnum mínum!! Eiginlega vægt til orða tekið ...

Hvöt spilaði 2 æfingaleiki um helgina við Neista og Reynir ... Við unnum Neista 6-0 og Reynir unnum við 6-2 .... Góðir strákarnir... Og núna fimmtudag er Hvöt-Magni í visa bikarkeppninni á Blönduósvelli kl 20:00... Ég vonast eftir að sjá sem flesta!!

Vinna,vinna,vinna og aftur vinna.....Afhverju er alltaf svona mikið að gera hjá manni ?? Maður hefur voðalítinn tíma fyrir sig og sína... Þannig er nú það að ég er búinn að vera að vinna hjá Grunnskólanum í allan vetur með skjólið einnig sem ég er með íþróttaskólann með Óla og Inga. Síðan í febrúar tók ég við Félagsheimilinu ásamt því að vera með skjólið og íþróttaskólann... Síðan núna þegar skjólið er að verða búið þá tekur vinnuskólinn við og ég verð enn með félagsheimilið ....Dísus .. En þetta er alltaf gaman þegar maður fær útborgað!! Síðan velur maður sér líf sjálfur ég veit ekki hvað ég er að væla..

Síðan vill ég koma á framfæri baráttukveðjum til rvk til elsta karlkyns pennanum í þessum hóp ..Hann er í þessum töluðu orðum að þreyta þolprófið í lögregluskólanum... Stattu þig strákur !!!!!!!!!

Annars ekkert fleira .... Takk og bless...........

föstudagur, maí 13, 2005

FÖSTUDAGURINN ÞRÉTTÁNDIÍ desember s.l. byrjaði ég að vinna mitt uppáhalds lag "Halleluja" í stúdíoinu hans Hauks. Ákvað að spila sjálf inn öll hljóðfæri og raddir. Við tókum bara eina töku af hverri rás þannig að lagið er ennþá óklárað. Það eru ennþá nokkrar nótur og tónar sem eru ekki alveg að gera sig. ALLAVEGA - ég sendi Mads lagið og hann skellti því inná heimasíðuna þannig að það má hlusta á það hér.

ELDSKÍRN með meiru í morgun!! Fyrsta samræmda prófið mitt sem kennari og það á föstudeginum þrettánda. Þótt ég reyni alltaf að sneiða framhjá öllum hjátrúarhugsunum þá var þetta nú ekki óskadagurinn. Það sem ég þurfti að bíta fast í tunguna á mér - langaði helst að segja þeim réttu svörin og benda þeim á klaufavillurnar. Hver hefði grætt á því??

Annars - góða helgi. Þéttskipuð dagskrá í herbúðum Hugrúnar. Eitthvað lúin þessa dagana sem er alveg ávísun á að fljótlega kem ég með hrakfallasögur á færibandi :)

miðvikudagur, maí 11, 2005

Kallinn er 25 ára....

já það er ekki hægt að segja að maður hafi vaknað stærri þennan morguninn:) Aldarfjórðungur síðan maður leit í þennan heim og búið að skiptast á skin og skúrir síðan ;)

Veik börn úff!!!!!Þetta er nú búið að vera meiri sólahringurinn hjá sumum okkar ... Allir ritarar þessarar síðu eru búin að láta æla yfir sig á síðasta sólahring.. Þannig er nú það hún Hugrún var góðmennskan uppmáluð í gær og sótti hann Björn Ívar á leikskólann sem er nú kannski ekki frá sögu færandi nema það að guttinn kvartaði sárann útaf verk í maganum. Þau fóru uppá Skúlabraut 9 og þá byrjaði gamanið guttinn ældi öllu sem hann borðaði síðasta árið eða svo og eflaust meira til.......Hann var ennþá ælandi langt fram á morgunn greyið litla ... En það bjargar því að hann á frábæra foreldra ;) stundum vildi maður samt bara geta gert þetta fyrir þau eða þannig ... Sagan er nú ekki öll sögð um 23:00 í gærkvöldi var hringt í mig og ég boðaður í snarheitum til sonar míns Kristvins Mána því hann var búinn að æla allt út heima hjá sér og þegar ég mætti á staðinn var bara gubb gubb gubb ... þannig að maður varð að taka til hendinni og þrífa og hjálpa til við uppköst langt fram á nótt...og nota bene halda um ennið á syni sínum þegar er verið að æla . Hver á ekki mömmu eða einhvern sem hélt alltaf um ennið á manni þegar maður ældi .. Það bjargaði öllu :) En þetta er ekki búið þegar kvenkyns pennin í þessum hóp mætti til vinnu þá var vinur þeirra Björns Ívars og Kristvins Mána af leikskólanum hann Víkingur Leon búinn að skemmta foreldrum sínum með svipuðu uppátæki þessa nóttina líka ... Svona er bara lífið !!!!!

En annars allt gott .... frábært veður sól og blíða og kallinn ætlar að reyna að njóta 25 ára afmælisins til hins ýtrasta !!!!!

yfir og út og hafið það gott hvar sem þið eruð !!!! :)

Hann á afmæli í dag ... :)


Í dag á einn af riturum þessarar síðu stórafmæli - 25. ára eða svo :)
Til hamingju með daginn Heiðar Logi!!

þriðjudagur, maí 10, 2005

Tími lesturs og andvöku!!

Manni finnst maður í ferlega skrítinni aðstöðu eitthvað!! Síðustu 16 ár (með einni undantekningu) hefur maí mánuður verið tileinkaður andvöku og próflestri. Meira svona mánuðurinn þar sem maður er að missa vitið af andvöku og veit varla hvað maður heitir lengur sökum annarra upplýsinga sem þurfa pláss í kollinum.

Sorglegt en satt. Ég hef meira verið í páfagaukapakkanum og það er alveg kostulegt hvað maður hefur getað þulið upp ótrúlegustu kaflana hægri vinstri. Ég skil stundum ekki hvernig maður hélt sönsum!! ....

Nú sit ég hins vegar akkúrat hinu megin borðsins. Ég er þessi manneskja sem hefur valdið í höndunum. Það verður fyrir mínar sakir hvaða nemendur fá ís í sjoppunni eftir skólaslitin og hvaða nemendur valda vonbrigðum heima fyrir. Það stendur allt og fellur með því hversu sanngjörn prófin manns eru og það er sko ekki auðvelt að semja hið gullna próf!! .... Það eru ná ekki fáir kennararnir sem maður hefur hugsað þegjandi þögnina í gegnum árin, eftir að hafa labbað út úr ósanngjörnu prófi... en mikið skil ég þá betur í dag.

En þið sem ennþá dúsið í prófalestri - have fun :) Þið eigið alla mína samúð!!

sunnudagur, maí 08, 2005

Da dadda ra ....

Kvenkynsritari síðunnar skellti sér í borg menningar og ótta um helgina. Á dagskrá var bryllup - á íslensku máli - brúðkaup :)

Dúettinn - 94 strengir - (ég og Halli) var að troða upp í Fríkirkjunni í Reykjavík. Sat við flygilinn og söng í þetta skiptið og Halli söng einnig og spilaði á gítar. Mottó dagsins var að framkalla tár brúðhjóna og brúðkaupsgesta og það tókst. Voðalega er þetta annars að verða væmin færsla!! ... en áfram á væmnu nótunum.

Ég fæ alltaf einhverja svakalega tilfinningu þegar brúðhjón labba inní kirkjuna. Eitthvað sem snertir mig alveg agalega þegar brúðarmarsinn er spilaður. Held það yrði agalegt ef ég einhvern tímann gifti mig því ég myndi bara væla .... bbbúúuu ...

En áfram með bryllupið .. Fyrst ég var nú farin suður ákvað ég bara að þjóna líka í veislunni. ÉG get ekki annað en sagt að þetta var einhver skemmtilegasta veisla sem ég hef stigið fæti inní. Ég væri til í að leigja þá Geitaskarðsbræður fjóra til að vera bræður mínir, þeir fóru á kostum!! Það er líka einhver óskýranleg samheldni og gleði í þessari fjölskyldu....

Annars var ferlega skrítið að vinna, kokkurinn og ein sem var að þjóna með mér duttu í það, tvær stungu af, þannig að við enduðum tvær og ég ætlaði að vera löngu farin en samviskukarlinn inní mér gat ekki skilið vesalings konuna eina eftir með allt heila klabbið.

Annars engir skandalar. Tók fáar vitlausar beygjur, villtist aldrei (já ég sagði aldrei), gleymdi bara einum hlut á Blönduósi (þverflautunni) og einum í Reykjavík (tölvunni minni). Jú aðeins eitt minna gáfulegt - baslaði heillengi við að ná linsunum úr augunum á laugadagsnóttina og hélt að þær sætu svona hrikalega fastar :) Mundi svo eftir smá pirring og nokkur andvörp að ég var löngu búin að taka þær úr augunum...

Humm....

Já hvar voru allir sem ætluðu að mæta á völlinn í gær og fylgjast með stórleik helgarinnar? Það mættu sárafáir eiginlega bara Gummi og Kristó en þeir gerðu sitt gagn í stúkunni. Það er nú skemmst frá því að segja að Tindastóll skoraði 2 mörk (sem voru náttúrlega bæði dómaramistök) :) eins og alltaf .... En Hvöt skoraði 1 mark og þeir sem eru nógu skarpir til að reikna þetta út vita þá hvernig leikurinn endaði !!!!:)
Veðrið á Blönduósi er búið að vera sæmilegt frá því seinnipartinn í gær hlýtt og logn og þetta er að verða alltaf meira sumarlegra ....
grasið að grænka,fuglasöngur og börn að leik fram á kvöld...
maður verður nú að halda alvarleika sínum líka :) !!!!!!!
En nú er næst stærsti leikur helgarinnar að fara að hefjast Liverpool vs Arsenal ..... Þetta verður auðvelt 2-0 fyrir Poolarana.....
kveðja frá Blönduósi.... Heiðar L

laugardagur, maí 07, 2005

Það sem liggur á mínu hjarta.....

Er það að fólk sem maður hittir á hverjum degi með bros á vör ...Skuli síðan bara snúa sér við og fara strax að kjafta um mann og jafnvel búa til sögur...Sem kannski særa mann og annannog kannski fleiri;)
Ef fólk hefur eitthvað að segja um mig eða vini mína þá að vera það miklir menn að segja það bara framan í okkur........
já og Hana nú sagði Hænan...´
En nú er ég búin að segja það sem mér lá á hjarta og ég vona að einhver viti hvað ég er að tala um .....sem er mjög líklegt;)
En annars bara góður dagur hér á Blönduósi fyrir utan veðrið ...allt gekk sinn vanagang ...held ég...
Síðan vil ég minna á HVÖT-TINDASTÓL kl 16:00 laugardag að staðartíma á æfingasvæði Hvatar...allir að mæta og styðja sína menn......!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

föstudagur, maí 06, 2005

ÚLFUR - ÚLFUR

Lesendur þessarar síðu ættu að vera orðnir nokkuð ringlaðir á öllum þessum bloggurum :) Já - hef fengið til liðs við mig tvo snillinga. Var farin að sjá fram á mikla bloggleti í sumar en ákvað að blása vörn í sókn og ráða þessa dáðadrengi til starfa við að hjálpa mér að sjá til þess að hér verði engin lognmolla á næstunni :)

Nýjasta vangaveltan snýst um úlfa - þó ekki alveg...

Á miðvikudaginn fór brunakerfið - enn eina ferðina - í gang í skólanum. Viðbrögð nemenda voru jafn mörg og þeir sjálfir. Smá panik hjá yngri kynslóðinni en þeir eldri - dísús kræst. ÉG var stödd í 10. bekk og bjallan fór í gang. ÉG rétt náði að depla auganu einu sinni - hviss, bamm, búmm - allir horfnir í 16 áttir. Þau eru búin að fara á brunaæfingu og reykköfun flest skólaárin og vita jafn vel og ég að í röð skal fara og halda síðan út, en nei, hvenær tekur einhver maður mark á þessum þjófavörnum og brunakerfum?

ÚLFUR - ÚLFUR.
Sá mig tilneydda til að halda eina góða ræðu um að við myndum sennilega öll brenna saman inni ef sá dagur kæmi að það kviknaði í...

** Mundi í framhaldi af því eftir því þegar brunakerfið fór í gang eina nóttina í fjölbraut á Króknum. Við Helga Kristín vorum á þeim tíma saman í herbergi og vöknuðum að sjálfsögðu báðar. Samtalið var ca svona:

ÉG: OH ... Ætli það sé nokkuð kviknað í?
Helga: Ég veit það ekki. Held ekki.
ÉG: Eigum við eitthvað að athuga þetta?
Helga: Ég veit það ekki. Er það nokkuð? Ég fer allavega í stuttbuxur til öryggis.

Síðan snerum við okkur á hina hliðina án þess að spá nokkuð meira í þetta og héldum áfram að sofa. Ef eitthvað var, hneikslaðar á að fá ekki svefnfrið. Þetta kæruleysi gæti nú orðið manni dýrkeypt einn daginn..

Er ég annars eini vitleysingurinn hvað þetta mál varðar?

fimmtudagur, maí 05, 2005

Já hér kem ég!!!

Nú er það orðið svart... eða allt er þegar þrennt er . Já dömur mínar og herrar þriðji bloggarinn mættur. Heiðar Logi heiti ég og á foreldra sem heita Jón og Þórdís :)
Nú megið þið hafa ykkur við að lesa þetta því nú verður skrifað oft á dag... Nú er kynningin búin og ég vona að þið hafið það gott hvar sem þið eruð. kveðja Heiðar Logi....

þriðjudagur, maí 03, 2005

Hún gat þetta stelpan!!

Mine dame og herrer!!!
**Þvílíkur sigur - svei mér þá ef ekki einn af þeim stóru á lífsleiðinni. Komst yfir mesta þolinmæðispól EVER. Já, ég var búin að gera tilraunir til að breyta útliti síðunnar svona þúsund sinnum. Þær enduðu alltaf með brjálæðisköstum, en í dag urðu kaflaskil, sigraði hindrunina og útkoman, jah, ykkar að dæma. Ég vistaði það gamla til öryggis ... ER málið að halda þessu eða skipta í það gamla aftur?

** Svei mér þá hvað ég er orðin þolinmóð manneskja (nniiiii)

** Þessari útlitsbreytingu fylgir reyndar nýtt comment kerfi (þannig að þau gömlu eru horfin) en landinn er svo fljótur að tileinka sér nýja hluti þannig að það ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Munið nú að vera ekkert óspör á að tjá ykkur ...

Til sidst:
Við félagarnir eigum einmanalegustu gestabók EVER og er nú varla annað hægt en að hlæja að því!! Á bara að halda áfram að dissa hana eða ætlar einhver að taka af skarið??

mánudagur, maí 02, 2005

Samantekt helgarinnar!!

Ég var alveg hrikalega menningarleg eitthvað um helgina. Byrjaði föstudagskvöldið á tónleikum í kirkjunni, tók aðra tónleika á laugardagskvöldinu í Félagsheimilinu og spilaði svo sjálf í Féló á sunnudeginum, á bariton saxafón, af öllum hljóðfærum. Fékk klukkutíma til að læra á þetta risavaxna hljóðfæri og lét vaða!! Vona að það hafi verið meira gagn af mér en skaði.

Það var dálítið skrítið að fara í Félagsheimilið á laugadagskvöldið því hún móðir mín var að troða upp. Venjulega er þetta öfugt, hún tónleikagestur og ég á senu. Mér fannst þetta mjög góð tilbreyting og sú gamla stóð sig bara þrælvel ásamt félögum sínum í Björkinni. Mér fannst samt Lóuþrælarnir koma rosalega sterkir inn þetta kvöld... Ég væri til í að vera karlmaður bara fyrir það eitt að geta sungið í karlakór. Er maður annars nett klikk - talandi um kóra eins og æsispennandi fótboltaleik....

En ég var nú greinilega ansi lúin um helgina því ég notaði öll möguleg tækifæri til að leggja mig hér og þar. Átti samt besta lúrinn í baðkarinu. Mamma sendi einn af undirleikurum laugadagskvöldsins heim að skipta um föt og sagði henni að ég væri pottþétt heima. Hún mætti heim og kallaði og kallaði um allt hús og tók í hurðarhúninn á baðherberginu en ég svaf það allt af mér, rumskaði ekki einu sinni..Annars var ég að búa til nýja gestabók, svona í tilefni af nýja ritaranum. Skora á alla til að kvitta fyrir komu sína hingað :)