Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, mars 30, 2006

Hlutir sem hverfa ...

Það er alveg merkilegt þegar hlutir í daglegri notkun hverfa sporlaust ... EN birtast svo bara á nýjan leik eins og ekkert sé eðlilegra. Ég geymi lyklakippuna mína alltaf á sama staðnum, já ég var sko farin að taka mig á með hana, og svo gufar hún bara upp á sunnudaginn, en VITI menn ég fann hans svo í gærkvöldi á staðnum sem ég geymi hana alltaf á.

ÉG ER VISS UM AÐ HANN MANGI Á EINHVERN ÞÁTT Í ÞESSU!! Ég skal hundur heita ef hún var á sínum stað í öll skiptin sem ég gáði....

Þessa dagana eru Blönduós og Skagaströnd eins og tveir ólíkir heimar. Það er svona 10 sinnum meiri snjór þarna á Ströndinni og alltaf leiðindaveður. Þetta er að gera mig brjálaða!! Ég hef ekkert komist þangað síðan á sunnudag með einni undantekningu. Tók ekki annað í mál en að komast á afmælisdaginn hennar Hallbjargar, enda var ég með afmæliskökuna á Blönduósi og hálf dapurt ef hún hefði ekki komist á áfangastað og ég hefði auðvitað ekki fyrir nokkra muni viljað missa af deginum hennar. Pabbi hans Jonna var því settur í málið svo við jeppuðumst þetta... Í dag verður svo gerð heiðarleg tilraun, sem vonandi skilar árangri!!

Annars eflaust hin ágætasta helgi framundan. Er að syngja á tónleikum á föstudagskvöldið, laugadagskennsla á laugadaginn og afmæli á sunnudag ... VERÐ GLÖÐ ÞEGAR ÉG KEMST Í 10 DAGA PÁSKAFRÍ eftir viku .. ó já .. þá verða sko tærnar settar upp í loftið!!

miðvikudagur, mars 29, 2006

Veraldarvefurinn!!

Má til með að benda á nýjan bloggar, hana Viggu!! :) og svo erum við að gera barnalandssíðu fyrir Hallbjörgu.

Annars gekk afmæli skvísunnar svona líka ljómandi vel. Veðrið var reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir en það stoppaði ekki hörkutólin á Skagaströnd :) Svo er það bara seinni hálfleikurinn um helgina.

EEEEEEEEENNNNNNNNNN fékk þetta í tölvupósti frá henni móður minni og er ég nú ekki hissa á að hún sé ein konan ef þetta eru kröfur nútímakonunnar :) nei nei það er nú mikil speki í þessu öllu saman!!

Hvernig gera á konu hamingjusama : Það er ekki erfitt, til að gera konu hamingjusama, þarftu bara að vera:

1. vinur
2. félagi
3. ástmaður
4. bróðir
5. faðir
6. húsbóndi
7. yfirmaður
8. rafvirki
9. trésmiður
10. pípari
11. handlaginn
12. skreytimeistari
13. stílisti
14. sérfræðingur í kynlífi
15. mannþekkjari
16. sálfræðingur
17. hagfræðingur
18. reiknimeistari
19. góður huggari
20. góður hlustandi
21. skipuleggjari
22. góður faðir
23. snyrtilegur
24. samúðarfullur
25. sportlegur
26. hlýr
27. skemmtilegur
28. aðlaðandi
29. snillingur
30. fyndinn
31. hugmyndaríkur
32. mjúkur
33. sterkur
34. skilningsgóður
35. þokkafullur
36. prúður
37. metnaðarfullur
38. hæfileikaríkur
39. þolgóður
40. skynsamur
41. trúr
42. ábyggilegur
43. ástríðufullur

..og gleymir aldrei að:

44. gefa henni gjafir reglulega
45. fara með henni að versla
46. vera heiðarlegur
47. vera örlátur
48. að stressa hanna ekki
49. horfa ekki á aðrar konur

og um leið þá verðurðu líka að:
50. veita henni mikla athygli, og hugsa ekki mikið um sjálfan þig
51. gefa henni allan tíma sem hún þarf
52. gefa henni mikið frelsi, ekki hafa áhyggjur af því hvert hún fer

Það er mjög áríðandi:

53. að gleyma aldrei:

1. afmælisdögum
2. brúðkaupsdögum
3. plönum sem hún hefur ákveðið

TIL AÐ GERA KARLMANN HAMINGJUSAMANN :
1. Gefa honum að borða
2. Sjá til að hann fái það reglulega
3. og þegja svo….

mánudagur, mars 27, 2006

Allt og ekkert ...

Eitthvað fannst mér veðurguðirnir óáreiðanlegir í gærkvöldi svo ég ákvað að fara fyrr inn á Blönduós, svo ég yrði nú örugglega ekki veðurteppt.

2 mínútum eftir að ég lagði í´ann kom ég inn.

Minns: "Andskotans helvíti - oooooooooooohhhhhhhhhh!"

Jonni: "Ertu föst?"

Minns: "Já!!!!" (skömmustuleg)

Jonni: "Getur það virkilega verið?"

... og svo kom þessi elska enn eina ferðina út að bjarga mér úr enn einum snjóskaflinum. Ég skil ekki annað en að hann fari að sjá fulla ástæðu til að gefa mér Toyota Landcruiser ;)

Allavega .... áður en ég fór í háttinn á laugadagskvöldið minnti ég Jonna á að það þyrfti að losa bílinn úr snjóskafli (NOTA BENE HANN FESTI HANN Í ÞAÐ SKIPTIÐ) svo ég kæmist nú til messu morguninn eftir!! En þá segir elskan hann Jóhann að ég gæti farið bara á sínum, sumsé Toyota Landcruiser sem lætur enga fjandans snjóskafla stoppa sig. ÉG tók hann að sjálfsögðu á orðinu og inná Blönduós brunaði ég eins og hefðarfrú, að mér fannst, og vá þvílíkur munur að þurfa ekki að taka á sig krók eða búast við að festa sig við það eitt að sjá hundslappadrífur.

EN ALLAVEGA takk kærlega Jóhann fyrir okkur um helgina!!!!!!

Á morgun á ég ákveðna manndómsvígslu fyrir höndum. Það fylgir því jú þegar maður á barn að halda barnaafmæli og litla skvísan okkar er að verða 5. ára :) Þeir sem þekkja til vita nú að ég er ekkert þekkt fyrir nein töfrabrögð í eldhúsinu svo ég er spennt að sjá útkomuna af afmæliskökunni sem er í bígerð :-/ en eins og fróðir menn segja mér þá lærist þetta nú allt saman fyrir rest.

EN AÐ LOKUM ... og hólí mól með það. Aðeins 6 réttir í tippinu um helgina og með þessu áframhaldi gefum við frá okkur úrvalsdeildarsætið en riðlakeppninni fer senn að ljúka :-/

föstudagur, mars 24, 2006

Yndislegust :)Jæja - ég er að byrja að braggast aftur og alveg kærkomið að geta hugsað aftur fyrir höfuðverk. Þetta er semsagt allt að koma!!

Það er sko ekki annað hægt en að segja frá prinsessunni minni hérna fyrir ofan. Hún er búin að vera svo yndisleg að ég á ekki til orð. Þegar hún kom heim frá ömmu sinni í gær byrjaði hún að á því að finna hana Lóu (uppáhalds dúkkuna sína) og færði mér hana í þeirri von um að hún gæti létt mér lífið!! Amma hennar hafði verið að sýna og segja pabba hennar frá punktum sem gott væri fyrir mig að ýta á og að sjálfsögðu fylgdist Hallbjörg vel og vandlega með og var fljót að útskýra þetta allt saman fyrir mér svo að mér gæti nú batnað. Þegar kom svo að matnum vildi hún endilega fá að fara með matinn til mín í rúmið en fékk í staðin að láta mig bara vita þegar hann var tilbúinn... :) Svo til að toppa allt saman er hún búin að koma reglulega til mín ýmist að gefa mér knús eða koss.

Já það er sko ekki hægt að segja annað en að þessi litla snót sé alveg endalaust yndisleg!! :) ... og ég er svo endalaust þakklát fyrir að hafa fengið þau feðgin inní líf mitt. En jæja, best að hætta þessu áður en ég verð of væmin...

fimmtudagur, mars 23, 2006

HIN MYNDAOÐA ...

HAH ... mér tókst þetta!!! :)Ég er alveg að hata þetta helv%&'? veður!! Bráðum fara Skagstrendingar að þekkja mig undir nafninu "æi þarna stelpan sem er alltaf föst í snjóskafli" í staðin fyrir Hugrún því ég er alveg sérfræðingur í að aka beint inní ógöngur, ekki það að bíllinn minn sé einhver hetja í snjó. Ó nei það er sko fjarri lagi. Leið náttúrulega eins og fífli þegar ég festi mig í gær, í fyrsta lagi þegar hann Bjarni sem dró mig upp fyrir rúmu ári þurfti endilega að sjá mig þarna fasta og í öðru lagi þegar fólksbílar voru að taka netta beygju fram hjá og brunuðu bara í gegnum snjóinn ... Já þetta er ekkert grín skal ég segja ykkur!! En það vill til að hann Jonni hefur alveg einstaklega mikla þolinmæði gagnvart þessu og kemur alltaf um hæl að bjarga málunum.

Annars er þetta hinn leiðinlegasti dagur. Er að stelast í tölvuna svo að ég verði ekki klikk úr aðgerðarleysi því ég er gjörsamlega að drepast fyrir allan peninginn í hausnum.. Þetta skrambans mígreni er að gera mér lífið leitt og því er bara ekkert tekið fagnandi....

En svona í blálokin .. Varð náttúrulega að prófa þetta líka :)


þriðjudagur, mars 21, 2006

MYNDIRNAR MÍNAR

Ég bara get alls ekki fundið út hvernig á að láta þetta birtast á forsíðunni en var annars að prófa doldið flott :)

mánudagur, mars 20, 2006

Ferming og fleira

Jæja það er margt að gerast þessa dagana :) Fórum suður um helgina og Jonni gekk í gegnum mikla vígsluathöfn. Hann var að hitta stóran part af fjölskyldunni minni í fyrsta sinn og það þykir víst ekkert grín. Svo fáum við bara að sjá síðar hvort honum leyst eitthvað á þetta eða ekki. Það hafa nefnilega ansi margir piltar sem hafa fylgt okkur frænkum í gegnum tíðina ekkert látið sjá sig aftur!! Hvort það er fjölskyldan, við eða þeir sem eru gallaðir fylgir ekkert sögunni. SKIL ÞETTA EKKI :) Það eru bara svona hörkutól eins og Hrefna, Birgir Leifur og Bryndís sem aldrei bugast!!

-PÆLINGAR PÆLINGAR-

Já miklar pælingar í gangi með næsta haust. Það er svo déskoti dýrt að keyra svona mikið, fyrir utan hvað ég er að fá leið á því, svo ég er að reyna að leita allra leiða til að ná einhverri góðri lendingu með vinnuna... Langar ekki fyrir nokkra muni að hætta í skólanum en ég finn vonandi einhverja góða lendingu á þessu öllu saman. Er mikið að pæla í að blanda saman skólanum og fara svo að vinna með karlinum mínum í Tónlistarskólanum á móti .. æi ég veit ekki alveg hvernig þetta verður. Þetta er svo fjandi snúið.

En jæja .. nóg í bili, fyrir utan þau tíðindi að JÓNURNAR ERU KOMNAR ÁFRAM Í BIKARNUM!! Já strákar mínir, það hjálpar ekkert endilega að vera með tippi í þessum tippleik :)

miðvikudagur, mars 15, 2006

Hafið þið heyrt það!!! :)

EITT STÓRT LOL!!! :)

Það er alveg yndislegt hvað sumum dettur í hug.... Ég hef nú löngum verið þekkt fyrir að vera ekki mikið fyrir sopann og helst alltaf að keyra en dett svo í það NOTA BENE í fyrsta skipti á árinu um síðustu helgi og er ég bara orðin drykkfelld með meiru og alltaf full :-D Ef þetta er ekki besti brandari sem ég hef heyrt í marga mánuði þá veit ég ekki hvað :) Það er greinilegt að ef maður fer út fyrir hússins dyr og kemur nálægt fólki sem er að fá sér í glas þá er það samasemmerki við það að ég sé að drekka!! :)

EN SEM BETUR FER ER EKKI ANNAÐ HÆGT EN AÐ HAFA GAMAN AF SVONA SÖGUM :) En hvað segið þið fólkens ... verð ég ekki að drífa mig bara á VOG? Þetta er hræðilegt ástand.

sunnudagur, mars 12, 2006

Þynnkudagur

Hún er heldur hrörleg heilsan í dag - fyrsti þynnkudagur í MJÖG langan tíma og svei mér þá það hefur ekkert breyst með það að það er alltaf jafn helvíti leiðinlegt. Skrítið.

Undanfari þessarar þynnku á sér rætur að rekja til konukvölds. Við konurnar kunnum sko heldur betur að hella í glösin og sturta í okkur þegar betri helmingarnir okkar sjá ekki til :) Annars var þetta kvöld haldið á hótelinu á Skagaströnd og þarna var gjörsamlega kjaftfullt af konum, eins og nafn kvöldsins gefur klárlega til kynna. Eftir skemmtilega dagskrá var hinu kyninu svo heimilt að mæta á svæðið en minn maður fékk ekki langan tíma í kvennabúrinu því fljótlega upp frá því að hann kom fannst mér veggir og gólf frekar hringsnúast svo að ég var dauðfegin að fá góðar undirtektir við þeirri bón að fara heim...

EN allavega ætla að hrósa Viggu fyrir frábært kvöld og greinilegt að hún lagði mjög mikla vinnu í að gera þetta kvöld sem skemmtilegast fyrir okkur sem þarna voru. Að sjálfsögðu voru nokkur móment fest á filmu og koma þær myndir inn um leið og ég kemst í PC. Mér semur ekkert sérstaklega vel við makkann hans Jonna og til að forðast ofsa og óþolinmæðisköst ætla ég ekkert að eyða meiri tíma í að reyna að gera þetta í makkanum.

Annars allt í lukkunnar velstandi, fór á skíði á föstudaginn og shit hvað það er alltaf jafn gaman. EN JÆJA ... þetta blessaða jæja. 10 réttir í tippinu!! Veit ekki enn hvort það er gott eða slæmt því ég veit ekkert hvernig hinum gekk, nema um einn sem fékk 13, sem skilaði honum smá summu í hús, helvítið á honum. Nei nei bara gott mál :)


Þangað til næst,
verið góð við hvert annað!!

miðvikudagur, mars 08, 2006

Status quo

Helló pípúl nær og fjær ..

Ég hef eignast nýtt sjúkt áhugamál!!

DOLLARAR.

Aðeins að missa mig í Boston eftirvæntingunni svo ég rauk til og fjárfesti í slatta af dollurum um daginn. Þá var hann í 61 kr. en nú er hann eitthvað að derra sig og kominn í 69 kr. SUSS. Mætt alveg hafa hemil á sér svona allavega þangað til ég er búin að mála bæinn rauðan og versla frá mér allt vit. Veit ekki hvern andskotann ég er alltaf að tékka á þessu gengi helst þrisvar á dag. Held ég hafi voða lítil áhrif á það hvernig hann mun standa þegar ég mæti á svæðið.

EEEEENNNN

Ég er búin að ráða mig í vinnu í sumar, ritarastarf og hlakka bara helling til að prófa þennan starfsvettvang. Er alveg búin að sjá að það mun ekki henta minni ofvirkni að vera í sumarfríi auk þess sem ég fæ nóg frí í þessum þremur ferðum mínum út fyrir landsteinana. Jah allavega komin með flugmiða í tvær ferðir. Já og svo spillir auðvitað aldrei að ná sér í smá aukapening :) Money makes the world!

OOOOOOOOGGGG

Áfram með þessi sjúku áhugamál mín, eða fyrrverandi áhugamál. Móður minni til mikillar armæðu tók ég uppá því að safna öllum andskotanum, límmiðum, eldspýtustokkum, servéttum, frímerkjum, krónum og merktum pennum ... Do I need to say more? Allavega .. þetta fangar nú ekki huga minn í dag & ef þið vitið um einhvern sem er ennþá í þessum furðudýraflokki safnara þá skal ég með glöðu geði færa einhverjum penna og/eða eldspýtustokkana á silfurfati. Held að hitt dótaríið sé ýmist komið á hauga eða í hendur annarra.

að loookum

Flott skemmtiatriði í félagsheimilinu í gær. Allur skólinn mættur á Tónlist fyrir alla og ágætur kennari ætlaði í sínu mesta sakleysi að fá sér sæti en það vill ekki betur til en að í sama augnabliki röltir stúlka í 10. bekk framhjá og rak sig í stólinn. Þessi ágæti kennari varð ekki var við þennan flutning stólsins og endaði með tilheyrandi látum á rassinum á gólfinu. Þessi ágæti kennari þurfti auðvitað að vera ég.

Jæja .. nóg í bili.

mánudagur, mars 06, 2006

AF HVERJU? AF HVERJU? AF HVERJU?

AF HVERJU þarf hann Ian Anderson, fyrir þá sem ekki vita kenndur við Jethro Tull, og þverflautuleikari með meiru og rúmlega það ENDILEGA AÐ VELJA SÉR DAG til að halda tónleika á Íslandi einmitt þegar ég er ekki á landinu?? Það er nú ekki svo oft sem mig langar svona HRIKALEGA mikið á tónleika. Ein af mínum allra stærstu óskum er að sjá hann spila Bouree!!

aaaaaarrrrrggg ÉG ER SÁR, FÚL, PIRRUÐ OG SVEKKT ÚT AF ÞESSARI DAGSETNINGU!!!!

En úr einu í annað þá má ég til með að óska henni Helgu Kristínu til hamingju með flöskurnar tíu og býð henni hér með í heimsókn á Ránarbraut 22 með flöskurnar. SUSS þú getur ekki drukkið þetta ein ;) En í tilefni af happdrættinum hennar hefur gripið um sig þetta líka vísnaflæði í léttvínsklúbbnum og er hér aðeins örlítið sýnishorn af hæfileikum klúbbfélaga ;)

Helgu Gests er gaman hjá
glöð hún er að þjóra.
Tíu flöskur tókst að fá
töluna út á, fjóra.

Happadráttur Helgu í gær
hefur okkur allar glatt,
hún er marsmánaðar mær,
hennar skál, það er sko satt.

Flottar flöskur ég horfi á,
fullar eru þær allar.
Tapparnir teknir verða þá,
tilefnið á það kallar.

Tippið gekk illa um helgina, aðeins 9 réttir sem er voðalegt bakslag eftir 12 rétta um síðustu helgi. ÉG er farin að hljóma eins og versta fótboltaáhugamanneskja þótt ég hafi ekki hundsvit á þessu... :)

Kveð að sinni ....

föstudagur, mars 03, 2006

Föstudagsblogg

Heil og sæl - las þetta á mbl.is

Meiri líkur á að fá lottóvinning en smitast af fuglaflensu!!

Vona að þetta verði til að þeir allra taugaveikluðustu fara að draga djúpt inn andann og spá minna í þessari blessuðu fuglaflensu. En fyrst það er verið að vitna í lottó þá má ég til með að segja að það er rífandi gangur á lottóáskriftinni minni, búin að fá drátt, já engar sora hugsanir, tvisvar sinnum undanfarnar 3 vikur .. REYNDAR ALVEG TÆPAR 500 kr. í hvort skiptið .. svo ég segi nú bara eins og Jón, legg þetta inn og lifi á vöxtunum. EÐA EKKI. Fyrst ég er svona svakalega heppin hlýt ég að vinna rauðvínspottin um helgina, vitið til!!

En annars flyt ég þær fregnir að hún Helga Kristín er farin að blogga og legg ég til að fólk geri sér nú ferð á bloggið hennar og skelli inn hjá sér link!! :)

Góða helgi ....

fimmtudagur, mars 02, 2006

Well ...

Lenti í smá hremmingum í gær, fyrsta sinn sem hjá mér springur dekk eða hvað sem á að segja þegar það kemur gat á dekkið. Þar sem ég þyki nú alveg einstaklega illa að mér í öllu sem snýr að bifreiðum mínum hringdi ég í báða Jónana mína og voru þeir jafn óþolandi. Trúði mér hvorugur og sögðu að ég væri ímyndunarveik og hvort ég væri nú ekki bara að ruglast á einhverjum umhverfishljóðum .. Lýsingin mín hljóðaði svona ,,ég heyri sko svona tiss... hljóð sem kemur frá steini sem er fastur í dekkinu og þegar ég hreyfi hann stoppar hljóðið"

EN OH .. ég er ekki SVONA ÍMYNDUNARVEIK STRÁKAR!! Stóð föst á mínu og fékk Jón Örn til að skipta um dekkið og svo Jón Ólaf til að líta á dekkið og VITI menn.. HAHHHHH!! Gat á dekkinu - !!!! Hafið það .. :)

EN held ég þurfi nú samt að fara að læra þetta ef ég skyldi nú lenda í þessu ein í óbyggðum og enginn Jón í símasambandi. Veit ekki hvernig eða hvort ég kæmist af án þeirra!!

Nú og áfram hélt ég að níðast á Jóni eða öllu heldur henni Þórdísi því ég var að baka marens og þyki nú ekki sú snjallasta í bakstrinum svo ég valdi seif leiðina. Húsmóðurina sem á blástursofn, kitchen aid og bakar bestu marenskökurnar í heimi. Fór í heimsókn til hennar með egg og fleira - sniðugt hah - betra að gera þetta undir eftirliti :) Tók áfangann marenskökubakstur 103 hjá henni Þórdísi og held ég klúðri þessu ekki hér eftir. Hver vill splæsa á mig kitchen aid?

EN JÆJA ..
Batnandi mönnum er best að lifa.

miðvikudagur, mars 01, 2006

Sitt lítið af hverju

Sá þessa smáauglýsingu áðan og maður spyr sig hvaða merkingu eigi að leggja í þetta, tala nú ekki um ef við fjarlægjum "gangfærum bíl" úr setningunni...

Óska eftir DRUSLU
Óska eftir gangfærum bíl (DRUSLU) til þess að dunda í... Dabbbi@hotmail.com

Hvet alla sem eiga DRUSLU - að hafa samband við þennan örugglega ágæta mann.

Já og svo má ég til með að koma á framfæri link sem hann Gummi Kaupmannahafnarbúi benti mér á, og ég segi nú bara - ,,það er aldeilis að Hvatarmenn eru að færa út kvíarnar"!! Væri nú ekki amalegt að fá danska leikmenn í plássið :)

Nú og svo fékk ég skemmtilegar fréttir í gærkvöldi. Söng um daginn lag sem var sent í sæluvikukeppnina og góðu fréttirnar sumsé þær að lagið komst áfram. Keppnin er í apríl og ef þetta er eins og undanfarin ár þá ætti henni að vera útvarpað á RÁS 2. Höfundur lags er undir dulnefni þangað til keppnin er búin.

.. og að lokum fyrir þá myndaóðu. Fleiri myndir af styrktartónleikunum má finna hér.