Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, ágúst 31, 2003

Tónlist og aftur tónlist

trallala ..... Mikið sungið og spilað um helgina. ÉG hóf merkilegan feril á föstudagskvöldið ... spilaði á trommusettið í Kántrýbæ í einu lagi eða svo. Segið svo að maður reddi ekki málunum ef vandamál koma upp :) Get nú ekki sagt að ég sé efnilegur trommari ... er svona eins og Ringo ... gerði kannski ekki mikið en það sem ég gerði, gerði ég vel. Það verður víst að skjalfesta að Raggi Kalli á heiðurinn af trommuferli mínum. Hann fékk þessa klikk hugmynd um að skella mér á settið og restin af bandinu bað hann vinsamlegast um að hætta öllum hættulegum hugmyndum á stundinni. Raggi sem hafði fulla trú á trommarahæfileikum mínum krafðist þess að ég sýndi liðinu fram á að þetta væri ekki galið!! Settið varð mitt ;) Maður laumast nú stundum í settið hjá litla bró.
Svo kom ball ... og þar gaulaði maður út í eitt. Hörku stuð á liðinu og var hvert lag mjög spennandi ... Við æfðum lítið þannig að það var happa glappa hvernig færi með hvert lag. Magnús Stefánsson þingmaður úr Framsókn var á svæðinu (sá sem gerði lagið Traustur vinur frægt með Upplyftingu) og var honum réttur gítar í hönd og svo trölluðum við saman slatta af prógramminu. Bara gaman!!
Á laugadagskvöldið var svo ball á Hótelinu .... Ágætis gigg .... svo mörg voru þau orð. Eftir það ætlaði ég í Þyrnirósarland en fór ekki betur en svo að ég, Raggi og Haukur ákváðum að bragða aðeins á hvítvíni og bjór. Þynnkan í dag segir allt sem segja þarf um hvernig það fór ...... Skál!!

föstudagur, ágúst 29, 2003

Síðasti vinnudagurinn

Jæja .... þá er það síðasti vinnudagurinn í RARIK. ÉG var búin að gefa þá yfirlýsingu út að ég væri hætt í ESSO en það fór nú eins og það fór. Ég verð að vinna á laugadaginn og tók svo 5 vaktir í september :)
Annars er bara "vinnuhelgi" framundan ..... Syngja í kvöld í Kántrýbæ, vinna á morgun, syngja á hótelinu annað kvöld og svo pakka niður og ræs á sunnudag. Reyndar verð ég með annan fótinn heima í september því ég læt mig sko ekki vanta í réttir tvö ár í röð ......

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Stuðmenn - Í takt við tímann


Æ mig langar svo mikið Flugið og miðinn kostar 22.900 kr, ekki er það nú dýrt. Maður hefur nú eytt í annað eins.
Spurning um eitt símtal ... 50 50 100 ... og hafa áhyggjur af afleiðingunum síðar???

Saybia


Þessi geisladiskur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég fór á tónleika með hljómsveitinni í október 2002 í Kaupmannahöfn en þá vissi ég ekkert hvað ég var á leiðinni að sjá :) Snorri dró mig á svæðið og það eina sem ég vissi var að hljómsveitin væri mjög vinsæl í Danmörku og að þarna yrði stappað. ÞAÐ VAR SKO ENGIN LYGI!! Þegar inn var komið kannaðist ég strax við lögin enda mikið spiluð í útvarpinu .. Í sumar uppgötvuðu Íslendingar svo hljómsveitina og er búið að spila tvö af lögunum ansi mikið ..... Mæli hiklaust með þessu bandi!!

Sjónvarp

Vantar ekki einhvern að losna við sjónvarp ??? :-) Ef einhver lumar á einu sem hann vill selja fyrir lítið, lána eða gefa mér þá er veru minni á jarðhæðinni í Ástúninu bjargað í vetur. Ekki það að ég hafi einhvern tíma til að horfa á það en mér finnst samt mjög ljúft að að sofna yfir sjónvarpinu. Besta svefnmeðal í heimi til að ná manni niður.

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Danmörk

Suma daga fæ ég fáránlega "heimþrá" til Danmerkur og hef ég einmitt verið í því standi undanfarna daga. ÉG var að frétta af því að Stuðmenn eru að fara að taka upp framhaldsmynd af Með allt á hreinu og verður hún m.a. tekin upp í Köben 12. sept. MIG LANGAR SVO MIKIÐ!!! ... Þegar ég las þetta óskaði ég þess en heitara að ég byggi í augnablikinu í Danmörku. Ég skil ekki hvað þetta er með mig ..... :( Mér finnst svo fúlt að vera heima núna því bekkurinn minn í KDAS var að byrja aftur í skólanum í þessari viku og væri nú ekki leiðinlegt að vera á meðal þeirra. Það styttist í að ég verði hreinlega að kíkja aftur í heimsókn ....!! Er bara að bíða eftir að peningatréð í garðinum heima fari að blómstra.

Bakstur

ÉG hafði það af að baka í gær (eitthvað annað en vandræði), en það tók sko tímana tvo!! Nú styttist í að ég hætti hjá RARIK þannig að maður verður að kveðja þennan frábæra vinnustað með viðeigandi hætti. Gerði reyndar tvær af því að það er ekki á hverjum degi sem sést til mín við matargerð og lá við að ég sendi hina í Sparisjóðinn á Hvammstanga .... Þetta er nefnilega uppáhalds kaka margra, DAIM ískaka, mmmMMMM. Annars hafa orðið breytingar á áætlun hjá mér. Ég ætlaði suður á laugadag en nú er komin sú staða upp að ég er að syngja á balli bæði föstudags- og laugadagskvöld. En mikið er ég annars orðin spennt að fara suður .....

mánudagur, ágúst 25, 2003

Roland G-1000


Hljómborðið mitt er bilað ... oh!! Um daginn tók það uppá því að eyða öllum "fælum" sem voru vistaðir á því. Ég blótaði mér ekkert lítið því Hilmar Sverriss. var búin að segja við mig margoft að ég ætti að geyma þá á zip disk ... en ég er, var og verð sauður. En hvað haldið þið?? Hann þekkir mig nógu vel til þess að hann tók afrit af þessu öllu án þess að segja mér því hann vissi vel að ég væri ekki líkleg til að hlýða. THANKS!! Því bjargað.
Nýjasta vandamálið er hins vegar að það er með sjálfstæðan vilja og er farið að slá öllu saman t.d. í miðju lagi .. ekki mjög vinsælt!! Það virkar þannig að það er eins og ég standi pedalinn ..... Það lítur út fyrir að ég verði að rogast með gripinn í RÍN. Síðast þegar ég fór með það þangað stoppuðu tveir bílar og buðu fram hjálp sína þegar ég rogaðist með gripinn þessa 20m sem ég þurfti að labba frá bílnum.

What .....!!!!!

I'm Rachel Green from Friends!

Taktu Friends prófið hér.

created by stomps.

Það er nú eitthvað bogið við þetta ...........

föstudagur, ágúst 22, 2003

A-Hún vs. V-Hún

Oftar en ekki getum við Húnvetningar rökrætt um hvort V-Hún eða A-Hún sé vænlegri staður til búsetu. Eins og með flest ef ekki allt hafa báðar þessar sýslur sína kosti og galla. Eitt finnst mér V-Hún standa miklu framar með en við A-Hún búar. Þeir eru mjög duglegir að styðja við bakið á unga fólkinu og mér persónulega finnst þeir fá miklu meiri hvatningu en við í A-Hún erum vön. Ég held að þessi stuðningur og hvatning skili sér margfalt til baka. Samstaða yngri kynslóðarinnar í V-Hún er mun betri en þekkist hinu megin við sýslumörkin og hlýtur eitthvað að liggja þar að baki. Ég held að í V-Hún sé fólk duglegra að gleðjast yfir velgengni annarra og samnýti hæfileika sína í stað þess að vinna hvert í sínu horni. Ég get t.d. alls ekki séð okkur Dósara fyrir mér setja saman upp Unglistahátíð .... Ó NEI!!
Á hverju ári eru tilnefndir afreksunglingar innan raða USVH og mætti USAH taka sér það til fyrirmyndar. Að mínu mati mati er ein helsta hvatningin fyrir unglinga að fá viðurkenningu og hrós fyrir það sem það leggur vinnu sína og metnað í. Er það einhver tilviljun að USVH á svona marga efnilega krakka í frjálsum íþróttum????
Í dag las ég þessa frétt: "Húnaþing vestra veitti nú fyrir skömmu fimm styrki úr Húnasjóð, en hann var stofnaður af Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttur, sem ráku Alþýðuskóla á Hvammstanga árin 1913 til 1920. Markmið sjóðsins er að stuðla að fag- og endurmenntun fólks búsetts í héraðinu. Úthlutunarfjárhæð hverju sinni er hálf fjárhæð vaxta af eigin fé auk árlegs framlags Húnaþings vestra og var þetta þriðja úthlutun úr sjóðnum. Styrkina, sem voru kr. 100.000 hver hlutu nú; Þormóður Ingi Heimisson, Halldór Sigfússon, Harpa Þorvaldsdóttir, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir og Helena Halldórsdóttir. Elín R. Líndal afhenti styrkina til styrkþega við athöfn á Hvammstanga, Sigríður Ólafsdóttir mætti f.h. systur sinnar Hallfríðar." Þetta finnst mér frábært framtak og hljóta þessir aðilar að hugsa fallega til sinnar heimabyggðar þegar þau eru verðlaunuð á þennan hátt. Það er ekki lengra síðan en nú á þessu ári sem Lúðrasveitin á Blönduósi sótti um styrk frá bænum til tónleikaferðar. Mínir menn voru rausnalegir .... Lúðrasveitin ásamt Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps fékk heilar 15.000 kr!! Vá ..... þvílíkt gjafmildi. Ef við gefum okkur að í hópnum hafi verið 40 manns voru þetta 375 kr. á mann, noh ... dugði næstum í hálfa máltíð.
Ég skora á Blönduósbæ til að skoða hvar megi betur fara í þessum málefnum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að stuðningur og hvatning til unga fólksins skili sér til baka!!

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Til umhugsunar .....


Að vera sterkur svo að ekkert geti truflað hugarró þína.
Að tala um heilbrigði, hamingju og velgengni við alla þá sem þú hittir.
Að láta alla vini þína finna það að þeir séu mikils virði.
Að horfa á bjartari hliðar lífsins og láta óskir þínar rætast.
Að hugsa aðeins um það besta, vinna að því besta og búast við því besta.
Að vera jafn áhugasamur um velgengni annarra eins og þína eigin.
Að vera alltaf glaðlegur og eiga bros handa öllum þeim sem þú mætir.
Að gefa þér svo mikinn tíma til að þroska sjálfa þig að þú hafir engan tíma til að gagnrýna aðra.
Að vera of stór fyrir áhyggjur, of göfugur fyrir reiði, of sterkur fyrir ótta og of hamingjusamur til að leyfa vandamálum að festa rætur.

Leiðarljós


Í fúlustu alvöru þá þykir mér lúmskt gaman að fylgjast með Guiding light og ég held það sama eigi við um ansi marga fleiri þótt þeir vilji ekki viðurkenna það :-) Ég þurfti endilega að stelast til að lesa á netinu um hvað gerist næstu árin þannig að ég get verið alveg róleg þótt ég missi af næstu þáttum. Hins vegar er ég ekki sátt við þættina þessa dagana því eina manneskjan sem ekki var kolrugluð í­ hausnum var látin deyja .... HVAÐ Á ÞAÐ AÐ ÞÝÐA!!!!

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Ný könnun

Voða flipp á minni í kvöld ... Það verður hver að túlka þessa könnun eins og hann vill en mér á eftir að þykja fróðlegt að sjá niðurstöðurnar ..... Maður verður að hafa smá húmor fyrir sjálfum sér ... öðruvísi er erfitt að hafa gaman af lífinu.

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Gaman gaman

Þá eru þær dönsku farnar ... Mikið hafði ég nú gott af því að gefa þeim sýnishorn af Íslandi. Það má eiginlega segja að ég hafi verið í herbúðum í æfingaakstri. Við fórum svo dæmi séu nefnd á Blönduós og nágrenni, Akureyri, Reykjavík, Eyjafjörð, Stykkilshólm, Grindavík, Gullfoss, Geysi, Þingvelli, Stöng, Kerið o.s.frv. þannig að ekki sátum við heima og létum okkur leiðast. Annars skrifa ég lýsingu á ferðinni á næstu dögum ... Mikið var nú samt leiðinlegt að þurfa að kveðja þær .. Stóri gallinn við að eignast vini í öðrum löndum er að maður saknar þeirra svo mikið :-( Þegar ég spái samt betur í þetta þá hittir maður þá kannski ekkert minna en marga aðra .. Ég hef t.d. ekki hitt Kollu Stellu í 1 ár :-( Thanks for MSN ..!!

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Danskir dagar

Núna eru nokkrar mínútur í að ég legg af stað á Keflavíkurflugvöll ... jibbý ....!! Það eru komnar nokkuð skýrar línur á ferðir okkar næstu vikuna. Við ætlum að bruna á Blönduós í dag og vera þangað til á föstudagskvöld eða laugadagsmorgun. Þá höldum við á Stykkilshólm á danska daga og endum svo heimsóknina fyrir sunnan þar sem ég held ég verði nú að fara með þær hinn fræga "golden trial" ..... Ég gat nú ekki annað en hlegið þegar ég las textann sem Lise Lotte skrifaði inná svæði bekkjarins míns í KDAS.

"Gæt 2 gange på hvem der skal ud og rejse i næste uge?

Gæt 2 gange på hvem fra klassen, der skal besøge en kær ven fra 1 semester, og som har besøgt os siden?

Gæt 2 gange på hvem der frivilligt tager nord på til omkring 15 graders varme?

Men vi glæder os helt vildt meget!

Har du gættet det?

Ellers er løsningen her:

Sara og jeg skal besøge Hugrun i næste uge på Island!!!!
(min maskine er dum den kan ikke lave det lille over Hugruns navn den laver kun`` dobbelt)

Vi ses også snart........lige om lidt......
Knus Lotte"

mánudagur, ágúst 11, 2003

Hversu heimsk/ur ertu?


Ég var á flakki á síðunni hennar
Aldísar og rakst þar á skemmtilega krækju á nokkur próf ... Ég prófaði eitt þeirra og voru niðurstöðurnar ansi athyglisverðar ;-) Hvernig komið þið út???

-Jí­ha-

Mikið er ég nú ánægð með þessa helgi ... Snilld í næstum alla staði og sennilega sú skemmtilegasta í allt sumar ....!! Ég var jú reyndar að vinna og virtist hálf þjóðin vera á ferðinni en ég kom ansi mörgu í verk fyrir utan það ..... ÉG var kannski pinnku pons svekkt yfir að ég var boðin á tvo staði í RVK á laugadagskvöldið ... afmæli og kveðjupartý ... en ég fékk sárauppbót .... hehe ... Á laugadaginn spilaði ég í brúðkaupi í Þingeyrarkirkju og gekk það rosalega vel. Næst á dagskrá var vinnan en eftir vinnu fór ég svo í smá húsvitjun .... Á sunnudagsmorgun tók ESSO-gleðin aftur við en eftir vinnu gerði ég það allra gáfulegasta sem ég hef gert lengi!! Ég slökkti á gemsanum og lét mig hverfa út í sveit. Kornsá gengið er að heiman þannig að ég og Kristín Bir söfnuðum saman hljóðfærunum sem eru undir okkar höndum og brunuðum í rólegheitin. Útkoman var píanó, þverflauta, tvö klarinett, tenor saxafónn, bariton saxafónn og alto saxafónn .... Ekkert smá stuð ;-) Við skelltum okkur líka á hestbak, mmmm ....!! Fátt betra en að fara á bak í hellidembu og blankalogni ... Ég fann það mjög vel í þessum "skreppitúr" í sveitina hvað ég fer allt allt of sjaldan .. Það getur verið paradís á jörðu ef maður er í rétta gírnum ......!!!

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

-De kommer snart-

Í gær fékk ég ánægjulegustu skilaboð sem ég hef fengið lengi

"Hej Hugrun, vi har booket! Vi ankommer til Keflavik onsdag d.13 aug, kl.14.15 og tager på hjem igen tirsdag d.19 aug. Vi glæder os helt vildt! Kram"

Þessi skilaboð komu frá góðum vinkonum mínum í Danmörku en þær voru með mér í KDAS og önnur þeirra í salsa bandinu. Það er alveg ótrúlegt hvað ég sakna Danmerkur mikið þannig að þetta verður smá svona sárabót fyrir að ég dúsi á Íslandi. Ég er búin að fá frí frá vinnu á meðan þær eru í heimsókn þannig að nú er heldur betur gleði framundan ...!! Það er hins vegar úr vöndu að ráða og stór spurning hvaða staði maður á að sýna þeim .... Það stefnir í að við verðum á Stykkilshólmi 15.-17. ágúst en hinir dagarnar eru opnir. Einhverjar hugmyndir??

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

-Ja hérna hér-

Það er alveg kostulegt hvað þessir bændur þekkja þessar kindur sínar. Í mínum augum eru þær allar eins en það er sko aldeilis ekki í augum bændanna. Ég er nú samt búin að afreka að læra markið hans afa, stíft og hamrað, hehe .....

Sauðaþjófnaður sannaður með DNA-rannsókn

"Dómsátt náðist í vor í máli sem varðaði sauðaþjófnað í ónefndri sveit, eftir að þjófnaðurinn sannaðist með DNA-rannsókn. Tildrög málsins voru þau að fjármargur bóndi varð í fyrrahaust var við tvær ungar ær í fé sínu sem markaðar voru bónda í næstu sveit. Fyrrnefndi bóndinn var fjárglöggur og þekkti ærnar sem sínar, en jafnframt sá hann að marki hans hafði verið breytt. Saknaði hann ánna frá fyrra hausti. Þrátt fyrir að enginn vildi kannast við neitt misjafnt var bóndinn viss í sinni sök. Taldi hann sig vita hvaða ær og hrútar voru foreldrar umræddra kinda. Hugkvæmdist honum að sanna mál sitt með DNA-rannsókn. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að hann hafði haft rétt fyrir sér frá upphafi og endurheimti hann alls sex kindur fyrir vikið. Hjá viðkomandi sýslumanni náðist dómsátt milli bóndans og sauðaþjófsins."

-Tímamót-

Jæja jæja .... Ég get verið jafn skipulögð og óskipulögð en eitt af því sem ég verð að fara að ákveða er hvað á að gerast næst í mínu lífi. Nú er ég komin í marga, marga hringi með hvað gera skal eftir Kennó .....!! Eins og flestir vita útskrifast ég þaðan í vor en hvað svo Það eru margir kostir í stöðunni og allir jafn gáfulegir á sinn hátt:

1. Stærsti draumurinn er að halda aftur til Danmerkur og fara í Musikkonservatoriet en það þýðir margar fórnir. Skóli næstu 4 árin, námslán í dálítinn tíma, búa í þrengslum á kollegie í 4 ár .... En auðvitað myndi ég fá ómetanlega reynslu í staðinn. Ekki má gleyma að fyrst þyrfti ég auðvitað að komast í gegnum ansi strembið inntökupróf!!
2. Hinn kosturinn varðandi Danmörku er að fara og kenna þar í eitt ár. Þá yrði ég n.k. aðstoðarkennari inní bekkjum og fengi greitt uppihald og húsnæði. Ekki svo vitlaust og ég myndi vonandi læra það sem uppá vantar í dönskunni. Þá get ég líka farið að spila aftur með salsa bandinu mínu sem ég sakna endalaust mikið.
3. Mig hefur alltaf langað til að læra spænsku og væri alveg til í að flytja í spænskumælandi land. Ég gæti þess vegna flutt í nokkra mánuði til Kúbu og farið að týna jarðaber .... Það er allavega nóg af spennandi spænskumælandi stöðum í boði ......
4. Ætti maður kannski að fara að nýta menntun sína???? Að sjálfsögðu er sá kostur í stöðunni að ráða sig sem tónmenntakennara í bænum og halda áfram söngnáminu sem ég er að byrja á í Söngskóla Rvk í haust.
5. Gamla góða Dósin???? Er þetta kannski spurning um að flytja heim á Blönduós, gerast kennari þar og spara smá pening???
6. Einhvern tímann ákvað ég að bæta við mig einu ári í Kennó og fá réttindi til námsráðgjafa. Það er ekki svo vitlaust ......

Jæja ... mine dejlige venner ..... Nú treysti ég á að heyra ykkar skoðun á málinu!!!

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

-Weekenden-

Uppgjör helgarinnar í stuttu máli ....
Föstudagur: RARIK og Esso-vakt og minns svo þreyttur að ég fór heim að sofa zzzZZZZZ

Laugadagur: Vaknaði af værum blundi við að Hrefna og Þórður voru mætt með litlu englana sína tvo . Vá hvað Víkingur Leon er orðinn stór!! Hvað fær barnið eiginlega að borða ..?? Um kvöldið grilluðum við öll saman og síðan fór mín á Skagaströnd. Þar var frekar döpur stemning að mínu mati en það rættist nú aðeins úr henni eftir því sem leið á kvöldið ... Minns fylgdist með kántrýtónleikunum og þaðan lá leiðin í Kántrýbæ. Ég staldraði frekar stutt þar á bæ og var komin á skikkalegum tíma í bælið ...

Sunnudagur: Vaknaði fyrir allar aldir og mætti galvölsk á gospelæfingu ... Eftir góða æfingu héldum við uppá pall þar sem gospelmessan var haldin. Hún tókst nokkuð vel og ég gat ekki betur séð en að áheyrendur væru í feikna stuði. Eftir messuhöldin brunaði ég heim á Dós, pakkaði á met tíma og brunaði af stað til Akureyrar með Kiddu. Þegar þangað kom tjölduðum við í garðinum hjá Helgu og Hlyn en hverjum öðrum en mér dettur í hug að fara í útilegu án tjaldhæla ... ?? Við fengum mann í málið sem fór uppá tjaldsvæði og fékk nokkra hæla "lánaða". Ég hefði samt átt að hafa aðeins meira fyrir þessu því aldrei steig ég fæti inn í tjaldið ...... Næst á dagskrá var að opna ölið og fengum við afnot af stofunnu hjá H&H (þúsund þakkir!!), þaðan var haldið í brekkusöng að hætti Akureyringa og síðan var stórglæsileg flugeldasýning. Ég var útbúin eins og ég ætlaði uppá jökul en veðrið var snilld!!! Það var því kjörið að eyða nóttinni undir berum himni sem og við gerðum framundir morgun og skemmtum okkur stór vel. Ástandið var misgott á mönnum. Sumir EDRÚ , aðrir passlegir og einhverjir skuggalega hressir .. Nefni engin nöfn hehe ...
Vill einhver gefa sig fram??

Mánudagur: Mín vaknaði eldhress og ekkert þunn ... jíha ... og brunaði heim með Erlu Gísla. Þegar heim kom tók við hálftíma blundur og svo ESSO-vakt!!

föstudagur, ágúst 01, 2003

-Sidste chance-

Þeir sem ætla að syngja og tralla um helgina en hafa hvorki gítarleikara né söngbók geta hugsanlega reddað málunum hér og nú. Það er ekki of seint að læra gítargripin og svo er bara að prenta út nokkur vel valin lög .... Annars verður það bara að vera gamli góði "lúftgítarinn" ....
Annars óska ég öllum góðrar ferðar og vona að allir skemmti sér vel!! Ég get nú ekki neitað því að mig langar svaka mikið til að vera í Eyjum með V-Hún liðinu ....