Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, október 30, 2006

-RITAÐ Í GÆR-

**** Góður sunnudagur langt kominn ****


Ákváðum fjölskyldan að taka Skagahringinn og fengum smá óvænta uppákomu í Kálfshamarsvíkinni. Þar heiðruðu okkur með nærveru sinni tveir selir og voru bráðskemmtilegir. Þeim fannst við greinilega dáldið forvitnileg þannig að þeir syntu á eftir okkur og þegar við loksins létum hafa okkur út í kuldann út úr bílnum komu þeir frekar nálægt okkur. Hallbjörg varð reyndar alveg skíthrædd þegar þeir nálguðust en það breytti því ekki að henni fannst æðislegt að sjá þá.

Dáldið gaman að koma þarna því eins og maður er duglegur að skoða heiminn þá er til skammar að maður hafi ekki komið á svona athyglisverða staði á landinu sínu og í sinni heimabyggð í þokkabót!! Það er ekki lengra en síðan árið 1930 sem byggðin leistist upp og gaman að sjá leifarnar sem eftir eru. Það er sko alveg á hreinu að við fjölskyldan ætlum hringinn í kringum landið í sumar.

laugardagur, október 28, 2006

Proud parent

Þessi prinsessa er sko duglegust .!. Er svoooooo stollt af henni. Nú er ég er að kenna henni að lesa og það gengur svo vel hjá okkur. Mér fannst svo æðislega fyndið að sjá hana þegar hún sat í sætinu iðandi og segir "þetta er svo gaman!!!" :)

Erum að fara í fyrsta foreldraviðtalið eftir að hún kom inní líf mitt og það finnst mér svo skrítin tilhugsun eitthvað. Er stundum ekki að trúa hvað ég sé heppin að hafa fengið hana inní líf mitt og fá að taka þátt í uppeldi hennar.

Æi ég varð bara að skrifa smá um hana því það er svo mikið að brjótast um í mér hvað ég elska hana gjörsamlega út af lífinu .!.
___________________________________

Gærkvöldið tók óvænta stefnu. Ég lá alveg mygluð uppí sófa og á leið að sofa þegar Anna Margret og Helena hringja og tilkynna mér að ég sé á leiðinni á Blönduós með þeim. Auðvitað skorast maður ekkert undan svona símtali svo ég skellti mér bara með þeim og var þetta eitt af fróðlegri kvöldum

Í fyrsta lagi var maðurinn minn ansi fyndinn og lenti í ótrúlega skondinni árás frá samstarfskonu minni, og svo var ég aðeins að meika það. Ég var að tala við Jonna og fer þá að tala um mann sem ég taldi heita Slyddu-Hans en kom þá stórt glott á minn mann sem spurði hvort ég væri að tala um Élja-Grím ... Æi ég mundi allavega að það hafði eitthvað með snjó að gera .!.

En jæja, gangið hægt um gleðinnar dyr í kvöld. Ég ætla að vera heima að kúra hjá fjölskyldunni minni....
.. kveðja ..
Hugrún RÍKASTA

miðvikudagur, október 25, 2006

Íþróttadagur

Íþróttadagur í vinnunni í dag og svo sem ekkert merkilegt um það að segja nema að ég kom rúmu korteri of seint því ég var 43 mínútur á leiðinni frá Skagaströnd því vegurinn var bara rugl. Keyrði á 30-40 km hraða alla leið með hjartsláttartruflanir af hræðslu því mér fannst ég dansa út um allan bévítans veg. Ég á eftir að sjá mig gera þetta í allan vetur. ÚFF. Í guðs bænum minnið mig á hvað mér finnst þetta streituvaldandi þegar ég fer að pússla saman næsta vetri.

.... og svo verð ég náttúrulega að koma því á framfæri að sigurganga okkar kennara hélt áfram í íþróttakeppni okkar við 10. bekk. Þau reyna greyin með öllum ráðum að finna íþrótt sem þau geta mögulega sigrað okkur í en það er ekki alveg að takast hjá þeim. Í fyrra sigruðum við bandý keppni og knattspyrnuleikurinn í ár fór:

3-1
Ég er gjörsamlega að springa ég hlakka svo til jólanna. Í gær vorum við Fjölnir prestur að velja sálmana fyrir aðfangadagsmessuna og mín að æfa hátíðarmessusvörin á fullu. Ætlum líka að vera ofsa dugleg að versla jólagjafirnar í Köben þannig að nú bíður maður bara eftir jólunum. Allt að verða klárt ...... EÐA ÞANNIG...... Það er víst nóg stressið framundan.
Hætt í dag.

þriðjudagur, október 24, 2006

Þriðjudagur til þrautar

Það er kominn vetur og mér finnst það hreint ekki skemmtilegt.

Veturliði (rauða drossían okkar fyrir þá sem ekki vita) er ekki alveg uppá sitt besta. Hann er farinn að taka uppá sjálfstæðum vilja. Hann hleypir bensíninu ekkert alltaf inná sig og þá verður maður bara að lifa með því að þurfa kannski að dóla á 40 km hraða í smá stund þangað til honum þóknast að halda áfram för sinni á þeim hraða sem ÉG óska eftir. Kannski ágætt svona endrum og sinnum að fara sér hægt en stundum er þetta full mikið af hinu góða.

Ég er ekkert allt of spennt fyrir komandi vetrarmánuðum því allt í einu er ég orðin svo agalega lífhrædd að það hálfa væri hellingur. Það má ekki vera snjókorn á veginum og þá er ég komin með hjartað í buxurnar og viss um að enda einhvers staðar út í móa. Ekki alveg að sætta mig við þetta ástand, en ég hlýt að lifa af.

Lenti í sniðugu atviki í skólanum í gær. Anna Margret kennari var að ganga upp stigann og atvikaðist þannig að hún var að gefa öllum nemendum 2. bekkjar five. Þegar hún kemur upp stigann mætir hún nemanda í 8. bekk sem réttir líka fram spaðann en kippir að sjálfsögðu hendinni frá :-D Vill ekki betur til en að ég er að rölta fram hjá þeim og þar sem hún hitti ekki höndina á honum gaf hún mér beint á kjammann :-D Æi þetta var svona eitt af þessum agalega óheppilegum atvikum sem var ekki hægt annað en að hlæja að.

Bið að heilsa ykkur.

mánudagur, október 23, 2006

.. LÍFIÐ OG TILVERAN ..

Fyrst ber að nefna:
Ég er enn ekki búin að véla neina rjúpnaskyttu og er alvarlega farin að hafa áhyggjur af því að þurfi á röltið með byssu í hönd á Þorláksmessu því það má bara ekki ske að við náum ekki að redda okkur rjúpum. Búin að prófa svoleiðis jól, THAT SUCKS. Elsku fólk með byssuleyfi, er einhver til í að slá á þráðinn til mín eða senda mér póst ef þið sjáið fram á svo mikið sem eina rjúpu afgangs ;)
MESSA:
Ég er alveg búin að sjá að organistastarfið er eitthvað sem ég sé ekki eftir að hafa ráðið mig í. Eins erfitt og það getur verið að koma sér af stað í kirkjuna á sunnudögum þá líður mér alltaf jafn vel eftir messu. Við höfum öll svo gott af því að eiga svona stund með sjálfum okkur, hreinsa hugann og velta fyrir okkur hlutunum og því sem presturinn hefur að segja. Ég mun pottþétt verða ein af þessum fáu hræðum sem láta sjá sig í messum á sunnudögum þegar ég hætti að sitja við orgelið. Ég er líka rosalega þakklát fyrir að hafa fengið svona stóran og skemmtilegan kór og samstarfsfélaga til að starfa með. Þetta væri pottþétt ekki svona skemmtilegt ef ég hefði ekki svona frábært og þolinmótt fólk mér við hlið.
Kvöldstund:
Eins yndislegt og kvöldið var í kirkjunni í gær þá var ennþá yndislegra að koma heim því ég á bara besta kærasta í heimi. Takk ástin mín fyrir það sem þú gerðir fyrir mig - elska þig .!.
Að lokum:
Svona af því að það eru svo margir Húnvetningar sem skoða síðuna mína þá langar mig til að benda ykkur á myspace síðuna hans Birkis þar sem þið getið heyrt lögin hans. Endilega kíkja á það því þarna er snillingur á ferð.
Komið gott.

föstudagur, október 20, 2006

Föstudagur

Ég lenti í alveg skelfilegri lífsreynslu í dag. Ég var í voða action að taka til og þrífa og verður þá ekki RISASTÓR könguló á vegi mínum. Mín alveg í panik kast og ekki um annað að ræða en SOS símtal til tengdamóður minnar til að biðja hana að bjarga lífi mínu! Hún kom á sömu mínútunni yfir - og harkan í henni, það vantaði ekki - því hún tók kvikindið bara upp á löppunum og fleygði henni út á meðan ég hljóp um eins og smákrakki og veinaði. Mér fannst þetta sko stærsta og ljótasta könguló sem ég hef séð en henni fannst hún bara lítil og ekkert hættuleg ..... Ég var samt ekki hræddari en þegar músarhelvítið skokkaði um á húddinu hjá mér í miðri ökuferð forðum daga. Þá hélt ég að hjartað í mér myndi stoppa, svei mér þá.

Þessi mánuður hefur liðið hraðast af öllum þeim mánuðum sem ég hef upplifað á ævinni. Ég bara skil EKKI hvað varð um þessa 20 daga sem eru búnir af honum. Reyndar ekkert verra þar sem það er svo margt að hlakka til hjá mér núna en mér líst bara ekkert á málið ef þetta heldur svona áfram.....

Hrefna og Þórður kíktu til okkar annan föstudaginn í röð með guttana sína þrjá :) Takk fyrir að koma Hrefna mín, mér finnst alltaf svo gaman að fá ykkur í heimsókn, vona að ég sjái ykkur að viku liðinni!!

Annars bara góða helgi :)

miðvikudagur, október 18, 2006

Try this one!

Hvað veistu mikið um mig? ;)

mánudagur, október 16, 2006

Aaaaaaaaiiiiiiiiiii

Ég er hreint ekki viss um að ég standi upp úr rúminu á morgun .!.

Fyrsti badminton tíminn í llllaaaaaangan tíma og ég get svarið að lærin á mér titruðu eftir fyrsta leik, svo slæmt var formið orðið. Þakka mínum sæla að ég sé loksins komin af stað aftur og stefni á að vera doldið dugleg að sprikla með spaðann. Ekkert smá gaman að mæta hérna á Skagaströnd því hér er sko nóg af spilurum.

So you think you can dance á Skjánum og sjæse hvað ég gæfi mikið fyrir að geta dansað svona eins og þessir snillingar þarna á skjánum. En það er víst engin hætta á að það muni nokkurn tímann gerast. Kannski í næsta lífi.

Annars stutt og ómerkilegt í kvöld.
Kveðja Solla stirða

sunnudagur, október 15, 2006

TAKK FYRIR SKEMMTILEGT KVÖLD STELPUR :)




Sá að Guðný Ebba var búin að skutla inn myndum úr afmælinu hennar Laufeyjar um daginn og gerðist svo kræf að hnupla nokkrum myndum svona rétt til að rifja upp hvað var gaman hjá okkur :)

Annars rólegasta helgi EVER .!. Nákvæmlega ekki bofs á dagskrá hjá hvorki mér né Jonna og það gerðist síðast árið 1800 og eitthvað og gerist sennilega ekki aftur. Lét vaða í jólakortagerðina og fékk alveg frábæran félagsskap frá Ellen mágkonu minni :) Við komumst í svo góðan gír að við framleiddum bæði á laugadag og sunnudag.

Föstudagskvöldið var tekið föstum tökum - sofnuð um 22.30 - haldin síþreytu þessa dagana. Jóhann kíkti svo til okkar á laugardagskv. eftir góðan mat hjá tengdó og hann var varla labbaður út um dyrnar þegar ég bara gat ekki meir og sofnuð í stofusófanum. Frábær félagsskapur sem ég hlýt að vera.

miðvikudagur, október 11, 2006

DREGUR NÚ TIL TÍÐINDA .....

..... því drossían okkar er komin á götuna. Við nefnilega fjárfestum í einu stykki fjórhjóladrifnu vetrartæki og ætlum að taka BMW-inn okkar af skrá á meðan mestu veðurharðindin ganga yfir. Þetta fína tryllitæki heitir Toyota Touring og er árgerð sautján hundruð og súrkál. Hún er vínrauð að lit og í henni er fínasta kasettutæki - já já - en karlinn er nú samt með rosa plön um að græja þetta upp fyrir mig og setja CD-spilara. HLAKKA TIL!!

Það rennur alltaf betur og betur upp fyrir mér að ég er orðin hryllilega snobbuð á bíla þannig að ég hef hreinlega bara gott af því að fara að gíra mig aðeins niður í því og notast við þennan ferðamáta. Ég fékk samt svona Daihatsu fíling í dag, en það er sko gamla góða græna þruman hennar mömmu og ýmis ævintýri að baki á þeim góða grip.

Efst í huga mér er æfingaaksturinn þar sem ég var allavega einu sinni ef ekki tvisvar næstum búin að kála okkur mæðgum, ók fyrir vörubíl (hann Magnús í Miðhúsum) í annað skiptið og í hitt skiptið fór ég á vitlausa akrein og á móti umferð og þá varð mamma sko alveg fokbrjáluð :-D

Ég gleymi líka seint þegar við Helga vorum á sín hvoru farartækinu 17. ára - NÝ KOMNAR MEÐ BÍLPRÓF - á Subaru Justy og ég náttúrulega á Daihatsu Charade (kann nú ekki alveg að stafa þessi bílanöfn) en allavega veðrið var alveg snældubrjálað í Langadalnum og ég alveg að drepast úr áhyggjum að keyra bara aftan á Helgu því við sáum EKKI NEITT.. jú ég sá einhvern helvítis snjó. Hringdi alveg í panik kastinu í múttu í vinnuna og var við það að kalla út björgunarsveitina þegar hjálpin berst frá Holtastöðum!! ÉG út úr bílnum til að láta hjálpina ekki renna úr greipum mér og gleraugun náttúrulega fuku af mér. Náði á endanum að komast til byggða og Holtastaðaprinsinn rosa ánægður að hafa bjargað okkur.

EN nú vantar nafn á drossíuna?
Hugmyndir vel þegnar .!. Við erum búin að nota græna þruman og Gorbi fjölskyldan.
Segjum þetta gott í bili.

mánudagur, október 09, 2006

TÍMAMÓTAMYND


Þessi mynd á sér mikla sögu .!. Einhver sem getur giskað í eyðurnar? :)

Annars er kominn október og fyrst að búið er að taka ákvörðun um jólin var alveg eins gott að fara að pæla í áramótunum líka. Það er svo "undarlegt" með það að þetta verða þriðju áramótin okkar saman en fyrstu jólin :D Held að það sé best að reyna ekkert að botna í hvernig það má vera því það er voðalega flókin saga ...

Karlpeningurinn kom með ósk um að halda líka uppá áramótin heima .!. Hann er orðinn dáldið heimakær þykir mér en mér líst samt vel á það svo ég læt það eftir honum :) Okkur langar að fara að skapa okkar eigin hefðir og það verður voðalega gott fyrir okkur öll held ég að vera þrjú saman og njóta nærveru hvers annars þar sem við eigum ekkert voðalega mikinn tíma aflögu svona dags daglega. Hef grun um að Jonni eigi ekkert eftir að hleypa mér nálægt eldhúsinu því hann gafst held ég endanlega uppá utangáttu minni í gær. Ég skar mig nefnilega all hressilega á SAMA helv...... hnífnum og síðast nema í þetta skiptið tók ég litla putta fyrir og er því með tvö lemstraða fingur á vinstri hönd og ég orðin ennþá sannfærðari um að Jóhann hafi lagt bölvun á hnífinn áður en hann gaf okkur hann.

ÞETTA ER PÆLING.

En jæja, skíturinn hérna frammi röltir víst ekkert sjálfkrafa út þannig að það er best að fara að taka til hendinni.

Helgarpakkinn .!.

Önnur hver færsla virðist víst alltaf verða skýrsla helgarinnar :) eeeennn við fórum allavega til borgarinnar um helgina, Jonni að vinna inn aura í heimilisbúskapinn og ég skellti mér í tvö afmæli, til Valdísar og Laufeyjar. Takk kærlega fyrir mig skvísur. Mjög gaman á báðum vígstöðum en það sem kryddaði kvöldið var að heima hjá Laufeyju hitti ég svo marga sem ég hef ekki hitt lengi lengi og það er alltaf jafn gaman að "endurnýja" gömul kynni :)

EITT HEILRÆÐI SVONA EFTIR HELGINA:
Ávallt er hjálplegt að hafa á hreinu hvert maður er að fara svo maður komist hjá því að djöflast t.d. á bjöllunni á Njálsgötu 80 í staðin fyrir á Grettisgötu 80 og halda síðan að bjallan sé bara biluð!! Erla mín við vorum dáldið gáfulegar eða þannig :-D

Lögðum síðan þokkalega snemma af stað heim á sunnudeginum svo ég yrði nú komin tímanlega til messu og mun ég héðan í frá ekki mæta í pilsi ef til stendur að nota fótbassann mikið .!. Ég nefnilega fattaði ekki að pilsið myndi skyggja á fótbassanótur svo ég varð að bregða á það ráð að vera minna kvenleg og hreinlega hífa pilsið upp um mig. Held að kirkjugestir hafi ekkert orðið varir við þetta en kirkjukórinn sá kannski meira af mér en þau kærðu sig um :-/ en ég held nú samt að þau séu farin að venjast því hvernig ég er þannig að þau eru nú sennilega hætt að kippa sér upp við undarlegar uppákomur á mínum vegum.

WELL. Status annars góður.
Heyrumst :)

laugardagur, október 07, 2006

SPURT ER

Hver verður svo gestur númer 100.000?

miðvikudagur, október 04, 2006

.. Smá upprifjun ..

Ég hef oftar en ekki verið dálítið utan við mig um ævina og í þessu ástandi mínu hefur mér tekist allur fjandinn. Ég var nefnilega að lesa smá minningu á blogginu hennar Lindu en hún fjallaði um það þegar hún var að kenna mér að keyra í Rvk. Litla frænka veit nú alveg hvers konar vitleysingur ég get verið og bara hreinlega BANNAÐI MÉR að keyra ein ákveðin gatnamót því að hennar mati voru minni líkur en meiri að ég kæmist lifandi yfir þau.

En svona að gamni gert verð ég aðeins að hafa húmor fyrir sjálfri mér og rifja upp nokkrar sögur :-D Megið endilega bæta við í kommentkerfið ef þið munið eftir einhverju.


  • Gleymi náttúrulega aldrei þegar ég fór til Danmerkur að syngja með Kammerkór Rvk en bókaði flug alveg snarvitlausan dag heim þannig að þegar ég mætti á flugvöllinn átti ég að sjálfsögðu ekkert far heim og átti að vera flogin heim fyrir viku síðan. Ég var SSSVVVOOO sannfærð um að ég hefði ekki bókað vitlaust heldur væri tölvukerfið bilað, að ég fékk af einhverjum ótrúlegum ástæðum að fara með vélinni heim og mun héðan í frá ávallt halda tryggð minni við Icelandexpress því þeir rukkuðu mig ekki krónu fyrir þessa vitleysu í mér.

Ein dáldið gömul en ég hélt mikið uppá Madonnu lag og langaði voða mikið til að eiga það á kasettu, það var auðvitað aðal stuffið þá. Kvöld eitt er ég inní eldhúsi og góðar vinkonur mínar í heimsókn og heyri ég þá ekki lagið í útvarpinu og mín stekkur af stað með tilþrifum, hendi mér í orðsins fyllstu í áttina að græjunum með tilheyrandi látum og uppskar tognaða fingur og braut styttur. EN ÉG NÁÐI LAGINU, þannig að mér var slétt sama.

þriðjudagur, október 03, 2006

SÆL & BLESS ....

Alltaf styttist og styttist í Danmerkurferðina okkar. Það verður SSSSVVVOOOO yndislegt að eiga ALVEG ÞRJÁ DAGA í röð bara fyrir okkur tvö. Engin vinna, engin þrif, engin eldamennska, ekkert hversdags neitt sem maður fær alltaf nett leið á en saknar samt ef hversdagsleikinn hverfur of lengi. Svona getur nú grasið alltaf verið grænna hinu megin.

Það er annars mesta furða hvað þessi 185% vinna mín rúllar vel (ennþá). Þetta einhvern veginn hefst allt saman og ég kemst alltaf áfram á þeirri hugsun að það er ekkert svo rosalega margir mánuðir í langt og gott frí. Ef ég þekki mig líka rétt verð ég orðin ansi óþreyjufull að fara aftur á fullt ..... Þannig er ég bara úr garði gerð.

Ég fór á alveg magnaða tónleika í gær (Tónlist fyrir alla). Gítar og tveir þverflautuleikarar, Martiall (spilar með sinfoníunni og kenndi mér í bænum) og kona hans. Eins frábært og það er að horfa á svona flotta spilamennsku þá er gallinn sá að mann langar helst heim að skella flaututöskunni sinni í lás og opna hana aldrei aftur því ég á aldrei eftir að komast með tærnar þar sem þau eru með hælana sem þýðir að manni finnst maður bara ekki geta baun. Sá líka bassaþverflautu í fyrsta sinn á ævinni, algjör snilld, og held örugglega að þetta sé sú eina sem til er á Íslandi. Skellti mér á ebay að tékka á þeim. Sá eina sem myndi kosta rúmar 200 þús með tollum. Kannski einn daginn....

En jæja kirkjan kallar, messa á sunnudaginn .!.
Smá átak í gangi, reyni að æfa mig og æfa svo ég taki nú einhverjum framförum af viti í vetur.
HEYRUMST :-*

sunnudagur, október 01, 2006

TIL UMHUGSUNAR:

  • Að vera sterk/ur svo að ekkert geti truflað hugarró þína.
  • Að tala um heilbrigði, hamingju og velgengni við alla þá sem þú hittir.
  • Að láta alla vini þína finna það að þeir séu mikils virði.
  • Að horfa á bjartari hliðar lífsins og láta óskir þínar rætast.
  • Að hugsa aðeins um það besta, vinna að því besta og búast við því besta.
  • Að vera jafn áhugasamur um velgengni annarra eins og þína eigin.
  • Að vera alltaf glaðlegur og eiga bros handa öllum þeim sem þú mætir.
  • Að gefa þér svo mikinn tíma til að þroska sjálfa þig að þú hafir engan tíma til að gagnrýna aðra.
  • Að vera of stór fyrir áhyggjur, of göfugur fyrir reiði, of sterkur fyrir ótta og of hamingjusamur til að leyfa vandamálum að festa rætur.