Tóm gleði og hamingja
ÉG held ég hafi tekið eitthvað mesta brjálæðiskast sem ég hef tekið á öllu árinu í morgun ... :)
ÉG vaknaði illa fyrir kölluð, eftir lítinn svefn við símann. Innihald símtalsins gerði mig svo reiða að ég rauk á fætur eins og naut í framan. Á leið minni að tannbursta mig rak ég bæði hnéð og tána svo hressilega í og það gerði útslagið. ÉG sparkaði af öllu afli í hurðina og skellti henni svo fast á eftir mér ... Tók eitt nett ,,helvítis djöfull" öskur í leiðinni :) Svo var þetta bara búið fljótlega með smá hjálp frá Karen og múttu :) Fínt að verða svona klikkaður bara heima hjá sér og vera svo bara búin að róa sig þegar ég fór út um útidyrnar. Enn betra að enginn sá til mín!!! Ég er búin að hlæja að sjálfri mér í dag fyrir þetta æðiskast sem ég tók.
Annars kemur nú sárasjaldan fyrir að ég tek uppá þessu!! Kannski einna helst þegar ég spilaði Hættuspilið við Binna Bjarka hérna í den. Það eru víst ennþá sagðar sögurnar af mér hvað ég gat orðið reið við hann :) Einu sinni vorum við Binni nefnilega á launaskrá fyrir að þræta, vera ósammála og láta hvort annað fara í taugarnar á okkur. Það besta við það allt saman er að í dag erum við perluvinir ... og ekki til ósætti.
Nú er ég semsagt hin allra rólegasta. Skellti mér í sund í dag og við Erla sátum í pottinum í nokkra klst. og ræddum um karlpeninginn. Þykjumst báðar eiga okkur draumaprinsa þessa dagana!! .. Það fer hins vegar verri sögum af því hvernig ég ætla að sannfæra draumaprinsinn um að ég sé draumaprinsessan. Æ æ æ!! Annars er merkilegt hvað maður fær alltaf svona dugnaðartilfinningu eftir sundferð þrátt fyrir að liggja bara í pottinum. Í kvöld ætlum við svo að skella okkur á Kaffi Kúltur að hlusta á Melodikku ...
Plan helgarinnar er svo að kíkja rétt aðeins í kollu á föstudagskvöldið og síðan veitti mér ekki af því að æfa mig fyrir söngprófið mitt. Það er komin dagsetning á það, mánudagurinn 10. maí kl.09:50. Fékk skýr skilaboð frá Dóru söngkennaranum mínum í dag að ég skyldi ekki voga mér að fara seinna en kl.06 á fætur þann daginn. Hvernig í veröldinni á ég að fara að því. Maður spyr sig!!!

Ég held ég sé orðin ansi lúin ..!! Þökk sé langri setu dag eftir dag yfir þessu blessaða lokaverkefni .. Það er meira hvað maður getur velt sér uppúr smáatriðunum og gert eitthvað lítið atriði eins og leturstærð á fyrirsögn að einhverju issue ... Ég er að verða biluð á þessum texta og hætt að geta hugsað rökrétt á íslenskri tungu. Manni finnst eitthvað orðalag fínt aðra mínútuna en alveg út í hött þá næstu. Ekki bætir úr skák hvað maður verður ónæmur fyrir öllum villunum sem leynast sums staðar.
Ég hef doldið verið að velta fyrir mér undanfarna daga af hverju svona margir hafa á einhvern hátt þörf fyrir að velta sér endalaust uppúr tilgangslausum hlutum og að tala neikvætt um annað fólk. Ég er sko ekkert skárri en aðrir með það .... Erum við að upphefja okkur sjálf eða hver er tilgangurinn??
Úff ... Ég er búin að vera með höfuðverk dauðans alla helgina og alveg hundþreytt!! Var að vinna föstu-, lauga- og sunnudag og það er sko ekki fjör að vera með hausverk í vinnunni!! Maður reynir svona að brosa í gegnum verkinn .. já og tala nú ekki um þessa ógleði sem fylgir þessu mígrenisbrasi. Gleypti örugglega um 30 verkjatöflur yfir helgina því aldrei hættu þessir bannsettans smiðir að vinna í hausnum á mér.
Það er eitthvað minna spennandi að gerast hjá mér þessa dagana ...!! Vinn eins og brjálæðingur (það verður einhver að vinna fyrir þessu bílakjaftæði) ..... Jú, ég setti persónulegt heimsmet í dag. Ég labbaði í vinnuna ... Ég labba ALDREI neitt í bænum. ÉG get alveg eins labbað í vinnuna eins og að vera með einhverja klifurleikfimi í bílnum því ég get jú ekki opnað bílstjórahurðina utan frá :(
... Skrattans læsingin í bílinn minn kostar 30.700 kr. Hvurslags djöfulsins okur þetta?? Þá ég nú eftir að borga vinnuna og svona fyrir að skipta um þetta. OH ... Á ég peningatré úti í garði? NEI, nei og aftur nei ... Ég á ekki einu sinni garð. Hugsa jákvætt, hugsa jákvætt. Hefði getað verið eitthvað sem kostar meira að laga .. ehe.
Ágætis helgi liðin hjá!!
Dagar mínir sem sópran eru taldir .....!!!

Næsta föstudagskvöld er bekkjarpartý hjá 1B eins og við köllum okkur. Það eru þeir sem voru með mér í B-bekknum í
Alltaf saknar maður Danmerkur í doldinn tíma eftir að maður kemur heim þaðan .... Skil þetta barasta ekki??? En get nú huggað mig við að ég fer aftur þangað eftir rétt rúman mánuð og þá verður sko stoppað í tvær vikur.
Þá er það búið ...... Svona líka frábært páskafrí. Langt síðan ég hef farið í frí Norður og ekki farin að hlakka til að koma aftur Suður. Leið svo voðalega hratt eitthvað og ég kom ekki nærri því öllu í verk sem ég ætlaði að gera.
Eins og fyrr sagði er ESSO batteríið í mínum höndum þessa dagana. Esso er með hótelið á leigu á meðan verið er að byggja og til stóð að fólk kæmi í gistingu í dag. EN NEI. Einhver misskilningur varð í bókuninni þannig að liðið mætti í gær, ALLT LOKAÐ. ÉG mátti þess vegna gjöra svo vel að setja mig í þjónustustellingarnar og redda málinu. ÉG vissi ekki einu sinni hvar væri geymd mjólk í húsinu, og ekkert staff í vinnunni því skúrinn var bara opinn. Málið fór hins vegar á besta veg!! Þetta voru indælis Frakkar sem þarna voru mættir og brostu bara sýnu blíðasta og voru voða ánægðir með þetta allt saman ...
Æi ... Ég er búin að koma mér í klandur. Ég ætlaði að byrja að vinna fulla vinnu 20. apríl. Óli hringdi og bað mig um að byrja fyrr, 16. apríl og Hugrún Sif sagði auðvitað já. Nei orðið er ennþá bilað .... Enda var ekkert á dagskránni þá helgina .. AÐ MIG MINNTI!!! Ef ég er ekki með dagbókina við höndina má búast við að eitthvað klikki. Mundi allt í einu í gærkvöldi, á miðri leiksýningu að ég er að syngja á tónleikum á laugadeginum. Hvað gera bændur nú?? Hvort er betra að vera tekin af lífi í vinnunni eða innan kórsins?
Þá er maður nú komin heim .... Það er svo sem alltaf ágætt að koma heim. Leiðinlegasta samt við það var að ég fékk mjög leiðinlegar fréttir af henni Fjólu frænku ... Hún var að greinast með heilaæxli :( Ég vona svo innilega það besta fyrir hennar hönd!!