Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Tóm gleði og hamingja

ÉG held ég hafi tekið eitthvað mesta brjálæðiskast sem ég hef tekið á öllu árinu í morgun ... :)
ÉG vaknaði illa fyrir kölluð, eftir lítinn svefn við símann. Innihald símtalsins gerði mig svo reiða að ég rauk á fætur eins og naut í framan. Á leið minni að tannbursta mig rak ég bæði hnéð og tána svo hressilega í og það gerði útslagið. ÉG sparkaði af öllu afli í hurðina og skellti henni svo fast á eftir mér ... Tók eitt nett ,,helvítis djöfull" öskur í leiðinni :) Svo var þetta bara búið fljótlega með smá hjálp frá Karen og múttu :) Fínt að verða svona klikkaður bara heima hjá sér og vera svo bara búin að róa sig þegar ég fór út um útidyrnar. Enn betra að enginn sá til mín!!! Ég er búin að hlæja að sjálfri mér í dag fyrir þetta æðiskast sem ég tók.
Annars kemur nú sárasjaldan fyrir að ég tek uppá þessu!! Kannski einna helst þegar ég spilaði Hættuspilið við Binna Bjarka hérna í den. Það eru víst ennþá sagðar sögurnar af mér hvað ég gat orðið reið við hann :) Einu sinni vorum við Binni nefnilega á launaskrá fyrir að þræta, vera ósammála og láta hvort annað fara í taugarnar á okkur. Það besta við það allt saman er að í dag erum við perluvinir ... og ekki til ósætti.

Nú er ég semsagt hin allra rólegasta. Skellti mér í sund í dag og við Erla sátum í pottinum í nokkra klst. og ræddum um karlpeninginn. Þykjumst báðar eiga okkur draumaprinsa þessa dagana!! .. Það fer hins vegar verri sögum af því hvernig ég ætla að sannfæra draumaprinsinn um að ég sé draumaprinsessan. Æ æ æ!! Annars er merkilegt hvað maður fær alltaf svona dugnaðartilfinningu eftir sundferð þrátt fyrir að liggja bara í pottinum. Í kvöld ætlum við svo að skella okkur á Kaffi Kúltur að hlusta á Melodikku ...

Plan helgarinnar er svo að kíkja rétt aðeins í kollu á föstudagskvöldið og síðan veitti mér ekki af því að æfa mig fyrir söngprófið mitt. Það er komin dagsetning á það, mánudagurinn 10. maí kl.09:50. Fékk skýr skilaboð frá Dóru söngkennaranum mínum í dag að ég skyldi ekki voga mér að fara seinna en kl.06 á fætur þann daginn. Hvernig í veröldinni á ég að fara að því. Maður spyr sig!!!

Ansi lúin ...

Ég held ég sé orðin ansi lúin ..!! Þökk sé langri setu dag eftir dag yfir þessu blessaða lokaverkefni .. Það er meira hvað maður getur velt sér uppúr smáatriðunum og gert eitthvað lítið atriði eins og leturstærð á fyrirsögn að einhverju issue ... Ég er að verða biluð á þessum texta og hætt að geta hugsað rökrétt á íslenskri tungu. Manni finnst eitthvað orðalag fínt aðra mínútuna en alveg út í hött þá næstu. Ekki bætir úr skák hvað maður verður ónæmur fyrir öllum villunum sem leynast sums staðar.
Í Kennó fær maður bara 3 ein. fyrir lokaverkefnið en ekki 6 ein. eins og tíðkast í Háskólanum. Þess vegna er enn meiri ástæða til að vera ekki að tapa sér yfir þessu. Verkefnið er komið í 57 bls. og er það bara mikið meira en nóg ...!! Þetta er bara vandamál með okkur kvenfólkið .. Missum okkur í einhverjum óþarfa ...!!

Nokkur þreytumerki sem hafa gert vart við sig:
- Stóð í doldinn tíma í morgun við að reyna að ná linsu úr mér. Var búin að baksa við það í doldinn tíma þegar ég fattaði að ég var að fara að setja linsurnar í augun á mér, ekki að taka þær úr.
- Ef ég reyni að finna stafsetningar- og innsláttarvillur í lokaverkefninu fara stafirnir að leika sér á skjánum. Þeir hlaupa út um allt og stökkva á hvorn annan. Ekki alveg að skilja þetta ...
- Alveg steinsofandi við aksturinn!! Gleymi beygjum hingað og þangað og keyri á aðra staði en ég ætla að fara á.
- Ruglast á því hvort ég er að fara að taka vakt í Skipholti eða Kópavogi.
- Mig dreymir alls konar vitleysu, svona hluti sem gætu aldrei gerst í raunveruleikanum eins og byssubardaga þar sem ég leik á alls oddi.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Af hverju?

Ég hef doldið verið að velta fyrir mér undanfarna daga af hverju svona margir hafa á einhvern hátt þörf fyrir að velta sér endalaust uppúr tilgangslausum hlutum og að tala neikvætt um annað fólk. Ég er sko ekkert skárri en aðrir með það .... Erum við að upphefja okkur sjálf eða hver er tilgangurinn??
Maður getur setið í stofunni og látið alls kyns orð fjúka t.d. lét ég óspart út úr mér einhver orð um þá sem voru í Idolinu og ekki var ég skárri þegar ég var að horfa á ungfrú Rvk. ,,Ji, hvað þessi er glötuð!!!" Hefði maður verið eitthvað skárri sjálfur?? Ekki séns!! Hver kannast líka ekki við að vera frábær handbolta- eða fótboltaleikmaður eða jafnvel dómari heima í stofu. ,,Hvern andskotann ertu að gera" eða ,,Djöfull er hann lélegur" hljóma oft í minni stofu yfir einhverjum leikjum.
Ég get líka verið alveg svakaleg með að dæma fólk. Ákveð kannski að einhver manneskja sé alveg hundleiðinleg án þess að þekkja hana eitthvað. Af hverju??? Ég ákvað sem dæmi á sínum tíma að hún Katla væri sko ekkert skemmtileg .. (fyrirgefðu Katla mín) en þegar ég kynntist henni loksins komst ég að því að hún er þvílíkur snillingur!! Virkilega skemmtileg, með húmorinn í lagi og gaman að spjalla við hana. Ég hafði dæmt hana bara af því að ónefnd manneskja hafði einhverja skoðun sem ég apaði upp .....!! Af hverju???
Þegar ég byrjaði að vinna um daginn voru varla liðnar 5 mín. og ein samstarfsmanneskjan í Skipholti byrjuð að tala illa um Kópavogsstarfsmennina ... Af hverju???
Mér finnst allt í góðu með það að maður dýrki ekki alla hverja einustu mínútu ... en þarf maður endilega að tjá sig eitthvað um það við aðra? Maður er víst nefnilega ekkert betri sjálfur .. á sínar góðu og slæmu stundir eins og annað fólk!! Já ... ekki veitti af því að vera örlítið jákvæðari svona á köflum!!! ..
Nú er ég ekki að meina að maður geri ekki annað en að finna að einhverju allan daginn, langt frá því!! .... Ég fór bara að veita því aðeins eftirtekt hvað mikið er um að fólk sé neikvætt í garð einhvers annars eða til einhverra hluta ..

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Lítil frænka


Í gær kom lítil skvísa í heiminn. Beta og Biggi eiga heiðurinn af henni og Ingi Rúnar orðinn stór bróðir!! ...... Veit ekkert um stærð og þyngd en skilst að svartur kollur hafi verið á ferðinni. Stefnir í að líkjast mömmu sinni ....!! Allavega til hamingju öll sömul!!



sunnudagur, apríl 25, 2004

Hundþreytt ...!!

Úff ... Ég er búin að vera með höfuðverk dauðans alla helgina og alveg hundþreytt!! Var að vinna föstu-, lauga- og sunnudag og það er sko ekki fjör að vera með hausverk í vinnunni!! Maður reynir svona að brosa í gegnum verkinn .. já og tala nú ekki um þessa ógleði sem fylgir þessu mígrenisbrasi. Gleypti örugglega um 30 verkjatöflur yfir helgina því aldrei hættu þessir bannsettans smiðir að vinna í hausnum á mér.

Gerði einn kúnna nokkuð fúlan út í mig um helgina. Á laugadagskvöldið var brjálað að gera og smá bið í laus borð. Kappinn setur upp smeðjulegan svip og sagðist þurfa að fara að vinna fljótlega. Hann bað mig um að setja sig í forgang með borð og taka matarpöntunina sína fram fyrir alla!! Mín hélt nú ekki .... !!! Vá, þvílíkur svipur sem gæinn sendi mér, gat næstum drepið mann með honum. Sagði svo að hinir myndu ekkert finna fyrir því. Ekki gaf ég mig ....!!! Sagði honum að hvorki ég né hann vissi nema að einhverjir fleiri væru að flýta sér ... Hann nöldraði meira ... og ég þrjóskaðist áfram á móti honum þangað til að hann gafst upp!! ... Auðvitað langaði mig mest að skamma hann eins og lítinn krakka. Segja honum að hafa vit fyrir því að huga að því fyrr að fá sér að borða ef hann ætti að fara að mæta í vinnu .. En maður verður víst að stilla sig :)

Annað og það eina sem ég gerði um helgina fyrir utan að vinna var að taka í spil. Minns, Erla, Auður, Óli Tómas, Gummi og Hafliði tókum Gettu betur, Trivial og Fimbulfamb ... Ég var ekkert að fara á kostum sko .. Alveg hrikalega illa að mér í svona spurningaspilum!!... Auður á alla mína samúð fyrir að hafa lent með mér í liði ... og svo var hausverkurinn líka að gera mig bilaða og ég orðin all utan við mig af verkjatöfluátinu.

Á morgun er maður svo líka að vinna um kvöldið OG daddarada!! Algjörlega síðasta lokahöndin verður lögð á lokaverkefnið .. Þarf að brenna einn geisladisk og búa til efnisyfirlit. Það er nú bara allt og sumt, já og svo þarf víst líka að prenta þetta út og binda inn .... Deadline er mánudagurinn 3.maí þannig að það stefnir í að maður verði algjörlega laus við þetta doldið fyrir það. Enda þriðja vinnuhelgin í röð um næstu helgi og gott að þetta sé frá ...

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Minna svona að gerast ...

Það er eitthvað minna spennandi að gerast hjá mér þessa dagana ...!! Vinn eins og brjálæðingur (það verður einhver að vinna fyrir þessu bílakjaftæði) ..... Jú, ég setti persónulegt heimsmet í dag. Ég labbaði í vinnuna ... Ég labba ALDREI neitt í bænum. ÉG get alveg eins labbað í vinnuna eins og að vera með einhverja klifurleikfimi í bílnum því ég get jú ekki opnað bílstjórahurðina utan frá :(

Það er meira hvað maður hittir endalaust af fólki sem ég þekki á Stælnum. Ég tók tvær vaktir í dag, eina á Nýbýlavegi og aðra í Skipholti. Í Skipholtinu byrjar einhver stelpa að tala og var actually að segja ,,Við hefðum átt að fara í Kópavoginn. Hugrún er að vinna þar" og á sama augnablikinu snéri ég mér við og glotti. Svanhildur og Ármann mætt á svæðið :)

Þessa dagana er ég að fylla út styrkumsókn. Þeir sem eru að útskrifast úr háskólanámi og eru í námsmannalínunni geta sótt um 200 þús kr. í styrk. Þetta er mesti smjaðurpappír sem ég hef skrifað á allri minni ævi. Maður á að fylla út framtíðaráform, félagsstörf sem maður hefur unnið, áhugamál og svona. Komst að því að ég get bara skrifað heil ósköp og þetta er að verða að nokkuð ágætri ritgerð. Vonandi velja þeir svo bara rétt!! .....

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Krimmabær

... Skrattans læsingin í bílinn minn kostar 30.700 kr. Hvurslags djöfulsins okur þetta?? Þá ég nú eftir að borga vinnuna og svona fyrir að skipta um þetta. OH ... Á ég peningatré úti í garði? NEI, nei og aftur nei ... Ég á ekki einu sinni garð. Hugsa jákvætt, hugsa jákvætt. Hefði getað verið eitthvað sem kostar meira að laga .. ehe.

En smá svona pælingar:

Vandræðalegasta momentið: Fyrsta daginn minn í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu var ég rosa klár í slaginn. Arkaði inní klefa með bros á vör, meira svona utan við mig. Lít upp og sé allt í einu fullt af sprellum, jíha. Sá svo fullt af undrandi karlmannsandlitum horfa á mig. Ég var ekki lengi að láta mig hverfa .....

Skondnasta atriðið: Samkvæmt íslendingabókinni er ég kvænt. Ég er gift honum Ólafi Sigfúsi Benediktssyni. Ég sendi nú inn leiðréttingu einhvern tímann en ennþá er ég gift kona. Ég bara botna ekkert í því hvernig nokkur maður fékk út að ég væri gift????

Mesta heppni ever: Um Verslunarmannahelgina 2002 á Skagaströnd keyrði einhver þrjótur á bílinn minn og stakk af. Ég var frekar mikið fúl!! Ekki sátt við að sitja uppi með viðgerðarkostnaðinn þar sem að hann stakk af. Ég var í þokkabót á leiðinni að flytja út til Danmerkur og hafði margt betra við peningana að gera. Ég hringdi í nánast einu vinkonu mína á Skagaströnd og skammaðist yfir þessu. Stuttu seinna situr hún inni í eldhúsi heima hjá sér og mamma hennar fór að segja frá því að hún hefði orðið vitni af manni sem keyrði á bíl um nóttina og hefði stungið af. Hún heyrði ansi mikil læti og tók þess vegna eftir þessu. Auðvitað tók hún niður bílnúmerið hjá þrjótnum :) Hann sagði síðar við lögregluna að hann hefði bara ekkert tekið eftir þessu ... humm. Hann fékk fínan reikning frá mér ....

Tímaþjófur dauðans: Ég myndi ekki undir neinum kringumstæðum smella á þennan link. Ef þú smellir á action ertu dottin í það!! Ef þú ert svo vitlaus að láta freistast tek ég ekki neina ábyrgð á falli í prófum og litlum svefni. Ég er alveg búin að týna mér í þessu ....

mánudagur, apríl 19, 2004

Koma dagar, líða dagar!!

Ágætis helgi liðin hjá!!

Á föstudaginn vann ég fyrstu vaktina mína á American Style. Gekk barasta mjög vel og ég gerði engan skandal. Enda ansi forrituð af svona matsölustaðadæmi ....!! Það fyrsta sem vakti athygli mína er hvað þetta er lang best rekni matsölustaður sem ég hef unnið á. Þar er haldið svo rosalega vel utan um allt saman. Ekki er hikað við að reka fólk fyrir að mæta reglulega of seint, sofa yfir sig o.s.frv. Þetta skilar sér í að allt fólkið sem var að vinna með mér er hörku duglegt!! Um kvöldið skellti ég mér í bíó með Jórunni og Baldri. Eitthvað háskólatilboð um helgina, 300 kr. kostaði á myndirnar í Háskólabíó. Get náttúrulega alls ekki munað hvað myndin heitir, en hún var allavega góð!!

Laugadagurinn var nettur. Vaknaði snemma bara svona for the fun of it!! Rölti upp og las Fréttablaðið og var svona líka rosalega hress þangað til að ég SNAPPAÐI ... Varð alveg hund sár og reið út í karl föður minn og frú. Þau tilkynntu mér að förinni væri heitið Norður. Þeim fannst ekki mikið mál að keyra tæpa 500 km til að sjá einn af hennar fjölskyldumeðlimum leika í leikriti, en að mæta á tónleika hjá mér. Ó NEI, miklu mikilvægara að klappa stofusófanum!! ......

Ég var nú næstum alveg búin að jafna mig á þessari uppákomu þegar kom að Kennókórs tónleikunum. Þeir gengu framar öllum vonum ... Hljóðfærasmíðahópurinn minn spilaði líka (kom þessi líka fína mynd af okkur í Fréttablaðinu). Um 120 manns mættu til að hlusta og fannst mér það bara nokkuð gott.

Eftir tónleikana fórum við Svanhildur út að borða. Af öllum matsölustöðum í Reykjavík völdum við Pítuna ... Gerði mig að stórkostlegu fífli!! .... Vil ekki tjá mig meira um það ....!!
Þegar við vorum búnar að borða fórum við heim til Svanhildar og greip mig þar eitthvað stundarbrjálæði. ÉG sagði henni að klippa á mér hárið .. hehe ... segi ekki hvernig!! Talsverð breyting!! Kann Svanhildur eitthvað með skæri að fara? NEI. En henni tókst nú bara samt vel upp. Ég var allavega mjög sátt við útkomuna hjá okkur frænkum. Eftir það var haldið í partý til hennar Ásdísar. Þar var Kennókórinn samankomin og ,,djammað" mikið (minns edrú)!! Flygill, takk fyrir takk, í húsinu og gítarar og harmonikka stofnuð hljómsveit á staðnum og sungið mikið og trallað. Sumir fóru aðeins yfir strikið, en það getur komið fyrir alla ...... Óskar fær sko spes hrós fyrir að hafa á orði að hárið á mér væri rosalega flott!! :) Good job, frænka!! Enginn bömmer.

Á sunnudeginum var svo bara unnið!! Ég var á 11 klst. vakt og skemmti mér bara mjög vel í vinnunni. Hitti alveg heilan helling af fólki sem ég þekki, og allir jafn hissa að sjá mig!! Það besta var samt hvað allir voru í góðu skapi. Hrósin á færibandi um hvað maturinn væri fljótur að koma o.s.frv. ,,Þetta er örugglega heimsmet" sagði einn sem fékk matinn sinn um leið og hann hafði fundið sér sæti. Ætli þetta sé ekki lognið á undan storminum!! Koma örugglega fullt af geðvondum kúnnum á næstu vakt.

Jæja ...

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Jamm og já

Dagar mínir sem sópran eru taldir .....!!!

Mætti í Söngskólann í dag og allt í einu rétti söngkennarinn minn mér nýjan nótupakka og sagði að einhverra hluta vegna þroskaðist röddin mín niður á neðra sviðið ... Nýjar tóntegundir á allt dæmið. Hún sagði jafnframt að ég væri svo undarleg að ég gæti breyst í sópran aftur. Kæmi allt saman í ljós síðar .....

ÉG er nokkuð sátt við þetta bara. Var farin að hafa miklar áhyggjur af teppalagningamanninum sem er í blokkinni minni þessa dagana. Þetta grey skiptir um föt og geymir lím og teppi fyrir utan dyrnar hjá mér og hrekkur örugglega í kút í hvert sinn sem ég er að slípa til einhverja háa skræka tóna. Hann horfir allavega á mig eins og ég sé skrítin þegar ég labba inn og út um dyrna.

Þessa dagana er ég nett brjáluð á kórastarfi. Búin að syngja yfir mig. Það væri gáfulegra að nýta tímann í krikket eða boccia. Tjái mig ekki meira um þetta .... Búin að segja of mikið nú þegar. (TORVELT ER TUNGU AÐ TEMJA, það var nú einu sinni málshátturinn minn). Ég er hætt þessu helvíti frá og með laugadeginum n.k. og heiti því hér með að syngja ekki í kór fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt ár, og hana nú!! Jarðafarir og messur heyra til undantekninga!! Það verða einhverjir að jarðsyngja þessa Blönduósinga sem gefa upp öndina. Fyrir utan að mér hefur aldrei leiðst að syngja í kirkjukór ....


Fyrsti vinnudagurinn minn á morgun .....!!! Allir að mæta og borða hjá mér :) Annars er ég bara all hress!!

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Næsta föstudagskvöld??

Næsta föstudagskvöld er bekkjarpartý hjá 1B eins og við köllum okkur. Það eru þeir sem voru með mér í B-bekknum í Kennó á 1. árinu mínu. Partýið er á Akranesi og verður þess vegna náttfatapartý. Liðið gistir!!
Stóra vandamálið er að ég er að vinna fyrstu vaktina mína á föstudaginn og fer síðan á tvær æfingar eftir það og á laugadag eru tónleikar ... Til að flækja ekki hlutina um of og búa til eitthvað stress dæmi verður Akranespartýið látið sitja á hakanum :(

Auglýsi því hér með eftir einhverjum til að bralla eitthvað með mér á föstudagskvöldið. Bíó, video, kaffihús ... jafnvel spilakvöld!! Fólks hvað er á planinu??? ... Kidda, Jórunn, Svanhildur, Linda, Binni, Halla, Nonni, Guðný, Erla (obbs upptekin) og þið öll hin sem ekki eruð nefnd á nöfn, og eru ekki síður merkileg ;) Treysti á ykkur því ég er að bilast eftir að hafa lært meira en góðu hófi gegnir undanfarna daga!!!

Málshátturinn sem leyndist í páskaegginu mínu var TORVELT ER TUNGU AÐ TEMJA .... ehehe :) Bara svona til fróðleiks.

Eitt að lokum. Það lenda allir í fólki sem talar non-stop. Stundum þekkir maður ekki einu sinni fólkið!! Mætti einni úr blokkinni á stigaganginum áðan sem var að leyta af pabba. Fyrst spurði hún hvenær hann kæmi heim? Veit það ekki svaraði ég. Þá labbaði ég af stað og hún á eftir. Þá lét hún dæluna ganga um af hverju hún þyrfti að tala við hann. Mér kom það nú bara ekkert við. Ég labbaði áfram og hún í humátt á eftir og byrjaði að segja mér frá e-u fjandans láni sem blokkin er að taka útaf einhverjum teppum. Mér gat ekki verið meira sama. Áfram hélt hún að elta mig og var allt í einu komin í dyrnar hjá mér. Þá var hún byrjuð að babbla eitthvað um Íslandsbanka. HVAÐ VAR MÁLIÐ!! Þá fékk ég nóg og byrjaði að halla hurðinni á nefið á henni. Á endanum stumraði ég, jæja nú þarf ég að flýta mér, og lokaði!! ... Meiri helvítis lýgin í manni ... Fyrir innan dyrnar biðu bara skólabækur, og lá nú ekki á að reka nefið ofan í þær.

Uuuu .... Missti ég af einhverju??

- ÉG átti ansi fróðlegt msn samtal við íslenska vinkonu mína í gærkvöldi ....!!! Komst að því að ég er í sambandi, umm, án minnar vitundar!! hehe .... Kvikindið ég gat ekki annað en tekið copy af þessum orðaskiptum. Sem betur fer skilur þessi elska ekki íslensku ....!!

[22:15:01] Tusnelda Tus: hvað er að frétta?
[22:15:33] Hugrún: Bara fínt. Er að vinna í ritgerðinni
minni á fullu og útskrifast 12. júní. Kem aftur til
Danmerkur 29. maí ... (y)
[22:15:41] Hugrún: En hjá þér?
[22:15:59] Tusnelda Tus: jamm er líka að skrifa verkefni...
[22:16:24] Tusnelda Tus: Veistu hvað Suat sagði um daginn...?
[22:16:32] Hugrún: Nóbb?
[22:16:35] Hugrún: Tell me
[22:17:08] Tusnelda Tus: að hann ætlaði að giftast og að þið ættuð að
búa á íslandi.
[22:17:21] Tusnelda Tus: giftast þér..!!
[22:17:25] Hugrún: :)
[22:17:29] Hugrún: Trúðirðu honum?
[22:18:40] Tusnelda Tus: veit ekki, þetta var kannski svona í gríni, en
han virðist samt hugsa mikið um þig, svo sagði hann að þið væruð
í svona long-distance sambandi
[22:18:52] Tusnelda Tus: sem væri opið, þú veist
[22:20:08] Hugrún: HA!!!!! Hvenær var hann eiginlega að segja þetta?
[22:20:14] Hugrún: Athyglisvert!!
[22:20:25] Tusnelda Tus: svona 2-3 vikur síðan...
[22:20:42] Hugrún: Ja hérna hér. Já, já .... Allavega fínt að heyra að hann
hugsar svona hlýlega til mín
[22:20:54] Tusnelda Tus: :)
[22:28:07] Hugrún: En heyrumst annars, þarf að stökkva út. Verð endilega að hitta
þig þegar ég kem aftur til DK.
[22:28:12] Tusnelda Tus: þekkiru stelpu sem heitir Edda Hrund? hún er
grænmetisæta...
[22:28:15] Hugrún: ... og bið auðvitað að heilsa Suat ;)
[22:28:20] Hugrún: Nei .. man ekki eftir henni
[22:28:37] Tusnelda Tus: jamm æðislegt ég skal skila kveðjnni!
[22:28:46] Hugrún: bæjó
[22:28:50] Tusnelda Tus: bæbæ

Svona er nú karlpeningurinn furðulegur með meiru ....!! Hafði nú samt lúmskt gaman af þessu þótt ég botni ekki alveg í hvað sé í gangi .....!!! Kemst að því í maí ....

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Dansk radio

Alltaf saknar maður Danmerkur í doldinn tíma eftir að maður kemur heim þaðan .... Skil þetta barasta ekki??? En get nú huggað mig við að ég fer aftur þangað eftir rétt rúman mánuð og þá verður sko stoppað í tvær vikur.
Nú er bara dansk radio standby. Hlusta á danskar fréttir og tónlist!! ... og svo fjárfesti maður jú líka í öllum ,,gömlu" góðu; I Kina spiser de hunde, Blinkente lygter o.s.v. Netto klikkar ekki ... öll kvikindin á 39 kr DK. Missti mig reyndar aðeins í skópörum líka. Lenti á einhverri útsölu þar sem hvert skóparið á fætur öðru kostaði 360 kr. íslenskar ... Ég er sko að tala um virkilega flotta skó sem kostuðu um 5000 kr ísl. í upphafi .....!!

Ég var að fatta eitt og líst ekkert á það!! ... Síðasta sumar eyddi ég mikið af frítímanum (sá litli sem var) með Erlu og Kiddu. Nú verður hvorug þeirra fyrir Norðan ... OMG ... !!! Ég er að verða síðasti geirfuglinn úr ´81 árgangnum sem leggur á sig að búa á Dósinni .... Ég held ég giftist bara golfvellinum í sumar og eigi eftir að ofsækja þá sem nenna með mér þangað!! ...

Já, og eitt enn. Ég var rétt búin að drepa mig á leiðinni Suður í gær. Einn nettur gaur, sæmilega sáttur að taka fram úr á móti mér í beygju og allt í einu sá ég hvar helvítið stefndi á móti mér á mínum vegarhelmingi. Einhvern veginn bjargaðist þetta fyrir horn. Báðir bílar með virkar bremsur ... Ég varð samt það smeyk að ég var næstum búin að keyra viljandi útaf því ég var viss um að það væru meiri líkur á að lifa það af.

Myndir!!



Ég er að setja inn myndir á færibandi!! Bæði gamlar og nýlegar ..... m.a. Danmörk, Finnland og tónmenntadjamm.

mánudagur, apríl 12, 2004

Páskafrí ....!!

Þá er það búið ...... Svona líka frábært páskafrí. Langt síðan ég hef farið í frí Norður og ekki farin að hlakka til að koma aftur Suður. Leið svo voðalega hratt eitthvað og ég kom ekki nærri því öllu í verk sem ég ætlaði að gera.

Ég var rosalega efins eitthvað um Sixties ballið ..!! ... en ákvað að skella mér. Þegar ég var búin að loka og gera upp í ESSO dreif ég mig í partý heim til Valgeirs og þar var líka þessi fínasta stemning ... Valgeir, Egill, Erla og Stína voru í banastuði og það var ekki annað hægt en að fara í þvílíkt stuð. (Hef reyndar aldrei séð hana Erlu mína svona sauðdrukkna). Ég skellti í mig kippu á ljóshraða. Tókum nokkur nett dansspor og létum reyna á söngtaktana sem já .. voru samkvæmt áfengismagninu sem var innbyrt. Stuttu seinna mætti Vala á svæðið og held ég barasta að hún hafi dottið í sama stuðgírinn og við. Þegar lögreglan bankaði svo uppá var ekki annað um að ræða en að drífa sig á ballið ...... Nágrannarnir voru víst ekki í sama stuðinu og við :-/
Þegar á ballið kom var ansi fámennt, en þá skellti ég bara í mig tveimur bjórum í viðbót og fjölgaði fólkinu við það. Sennilega sá ég tvöfalt eða eitthvað, hvað veit maður?? Allavega fannst mér talan 37 ekki svo fráhrindandi í því ástandi sem ég var fyrr en litla hjásvæfan mín tók mig á teppið og skipaði mér að fara heim, ALEIN!! Auðvitað hlýddi ég ..... en fer samt ekki ofan af því að 37-an leit mjög vel út .....

Á sunnudaginn fór ég svo í sveitasæluna. Þangað voru mættir Gummi rauði og Gísli að hjálpa heimilisfólkinu að moka skít, ó já, engin lygi!! Held að Svanhildur hafi lokkað þá með heim í sveit eftir ballið, og þá var ekki aftur snúið. Þeir fengu einn bjór fyrir hverja stýju sem þeir kláruðu þannig að þeir voru orðnir ansi hressir í kvöldmatnum. Þetta endaði með því að við sátum og skutum fast á alla, í allar áttir ... Engum hlýft, hvorki múttu né öðrum í stórfjölskyldunni!! Fín stemma yfir þessu öllu saman.

Nú er maður bara komin í borgina og sér fram á þétta dagskrá. Byrja að vinna á fullu á föstudaginn ... tónleikar á laugadaginn ... skila lokaverkefninu eftir viku ... æfa kórundirleiki ... og læra söngskólatexta ...

laugardagur, apríl 10, 2004

Hótel hvað!!

Eins og fyrr sagði er ESSO batteríið í mínum höndum þessa dagana. Esso er með hótelið á leigu á meðan verið er að byggja og til stóð að fólk kæmi í gistingu í dag. EN NEI. Einhver misskilningur varð í bókuninni þannig að liðið mætti í gær, ALLT LOKAÐ. ÉG mátti þess vegna gjöra svo vel að setja mig í þjónustustellingarnar og redda málinu. ÉG vissi ekki einu sinni hvar væri geymd mjólk í húsinu, og ekkert staff í vinnunni því skúrinn var bara opinn. Málið fór hins vegar á besta veg!! Þetta voru indælis Frakkar sem þarna voru mættir og brostu bara sýnu blíðasta og voru voða ánægðir með þetta allt saman ...

Annars er páskafríið búið að vera frábært framhald af utanlandsferðum mínum. Er búin að hafa það svo gott að ég hef ekki verið svona hress á morgnana svo mánuðum skiptir. Dagarnir felast í því að opna ESSO, fara út í skóla og læra svolítið, loka ESSO og hafa það gott með fjölskyldunni. Heimir bróðir, sem fékk nýlega bílpróf, hefur að sjálfsögðu fengið að rúnta all mikið á HREINA bílnum mínum!! Nú getur maður alltaf mútað honum með bílnum ... múahahahah :) Ég er ansi vinsæl þessa dagana að hjálpa litlum skvísum sem eru að fara í stigspróf. Þær eru orðnar fjórar ... Úff .. Ég man vel hvað þetta tók á taugarnar hjá manni í den!!

Ég get ekki ákveðið mig hvort ég ætli á ball í kvöld .... Sixities .. ni .... eða?? Ekkert sérlega rík eftir Finnland/Danmörk ...!!! Það er annað hvort að mæta og vera ansi hífaður eða barasta vera heima hjá sér ... Á morgun höldum við familían svo í sveitasæluna og ætlum að vera fram á sunnudag. Þar verður sennilega étið og drukkið á sig gat .. svínakjöt, páskaegg, bjór, rauðvín, danskir ostar .... úff úff úff. ÉG á nefnilega tvö páskaegg ... :-/ Móðir keypti eitt handa einkadótturinni og María færði mér eitt eftir stigsprófið hennar. Hún stóð auðvitað með stæl :) og fyrst ég er að tala um það þá er ég líka rosalega stolt af henni Hörpu minni sem einnig stóð með stæl :) .... Ef ég fer ekki að gera eitthvað í mínum málum verða þær betri en ég áður en ég veit af .....!!!!

Jæja .......

föstudagur, apríl 09, 2004

Ég er í vondum málum!!!

Æi ... Ég er búin að koma mér í klandur. Ég ætlaði að byrja að vinna fulla vinnu 20. apríl. Óli hringdi og bað mig um að byrja fyrr, 16. apríl og Hugrún Sif sagði auðvitað já. Nei orðið er ennþá bilað .... Enda var ekkert á dagskránni þá helgina .. AÐ MIG MINNTI!!! Ef ég er ekki með dagbókina við höndina má búast við að eitthvað klikki. Mundi allt í einu í gærkvöldi, á miðri leiksýningu að ég er að syngja á tónleikum á laugadeginum. Hvað gera bændur nú?? Hvort er betra að vera tekin af lífi í vinnunni eða innan kórsins?

Gerði eina góða gloríu í dag ...!!! Ég er með lyklavöldin af ESSO batteríinu um páskana og opna því, loka og geri uppgjörið. Ég hitti Ara í gærkvöldi til að rifja upp stöðu mála. Kann líka ekkert á hóteldæmið ... Ég var greinilega með hugann meira við bjórinn sem beið mín heima því þegar ég opnaði skúrinn í morgun setti ég fjandans þjófavarnarkerfið á. Hafði í þokkabót skilið símann eftir heima og rauk því á einhverja ferðalanga og bað um gemsann þeirra. Þeim fannst ég frekar vitlaus þegar ég bað um símann. Ég sagði nefnilega að ég hefði sett þjófavarnarkerfið á og þá litu þau á mig og sögðu "við heyrum það!!". Mér leið virkilega eins og innbrotsþjófi ....!! Þvílíku lætin í þessu kerfi, oh!!

Að lokum má ég til með að minnast á Smáborgarabrúðkaupið!! .... Frumsýning í gær og leikararnir fóru alveg hreint á kostum. Í fullri hreinskilni þá fannst mér þau öll alveg rosalega góð og alveg stórmerkilegt hvað leikstjórinn hefur náð uppúr öllu þessu óreynda fólki. Best að vera ekkert að kjafta einhverjum fyndnum atriðum hér því þá skemmir maður fyrir þeim sem eiga eftir að fara. Mæli allavega með því að enginn láti þetta framhjá sér fara!!!

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Leti, leti á hægu feti ...


Staður: Grunnskólinn á Blönduósi
Stund: 13:39
Tilefni: Læra
Stemning: Eftir atvikum

Ég er semsagt stödd á verðandi vinnustað mínum næsta vetur. Alveg ágætt barasta að fá skólann aðeins í blóðið. Þetta er alltaf að leggjast betur og betur í mig ... Ég verð ekki innilokuð á eyju án matar, drykkjar og fólks eins og sumir gefa í skyn !! ....
Annars þykist ég nú vera að vinna í lokaverkefninu mínu í dag, en síðasti hálftíminn er nú bara búinn að fara í eitthvað kjaftæði ... Lagaði t.d. aðeins linkalistann minn og skellti inn hjásvæfunni, Hebu frænku og Svani.

Má ég biðja alla um að horfa vel og vandlega á bílinn minn!! Það er ekki víst að þið sjáið hann nokkurn tímann aftur svona hreinan. Hann Smári bestaskinn tók sig nú bara til og tók bílinn algjörlega í gegn á meðan ég var í útlöndunum. Þegar ég kom heim beið drossían glansandi og full af bensíni ... Ji hvað ég varð glöð ...!!! Mútter gat nú samt ekki setið á sér. Hafði aldrei talað við Smára og arkaði að honum og sagði ,,Þú gleymdir skottinu!!!" Einhver stríðnispúki hljóp í konuna ....

Tónleikar hjá minni í gær. Um þá var skrifað:
,,Það má með sanni segja að þau Ardís Ólöf Víkingsdóttir og Smári Vífilsson ásamt undirleikurunum, Bjarna Þór Jónatanssyni og Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur, hafi slegið í gegn í kirkjunni í kvöld. Tónleikar þeirra voru hreint út sagt frábærir og áheyrendur kunnu vel að meta dagskrána sem samanstóð að fjölbreyttum lögum íslenskum sem erlendum. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og sýndu tónleikagestirnir hrifningu sína með áköfu klappi og jafnvel húrra-hrópum.

Í lok tónleikanna færði Skarphéðinn Einarsson skólastjóri tónlistarskólans svo flytjendunum blóm í þakklætisskyni fyrir góða kvöldstund. Það verður gaman að fylgjast með þessu ágæta tónlistarfólki í framtíðinni því af þessum tónleikum að dæma er framtíðin björt."


Umm .. Best að læra doldið mikið meira. Alveg þangað til að ég fer í félagsheimilið. Þar býður frægð og frami móður minnar og bróður. Mynd í Mogganum í gær og alles .... Frumsýningin er nefnilega í kvöld og all mikið stress í gangi á mínu heimili.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Sýnið nú hvað þið getið ;)


Hvað veistu um mig??!!

Vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem sigrar þessa erfiðu keppni ;)


mánudagur, apríl 05, 2004

Kóngsins Köben

Þá er maður nú komin heim .... Það er svo sem alltaf ágætt að koma heim. Leiðinlegasta samt við það var að ég fékk mjög leiðinlegar fréttir af henni Fjólu frænku ... Hún var að greinast með heilaæxli :( Ég vona svo innilega það besta fyrir hennar hönd!!
En mikið déskoti voru þessir dagar nú fljótir að líða!!! Í þetta skiptið gerðist sá óvænti atburður að engin dramatísk uppákoma var fyrir heimferðina mína .. Segi ekki meir!! Það eru allir orðnir svo vanir því að ég er alltaf að koma og fara. Núna eru t.d. alveg tveir heilir mánuðir þangað til að ég mæti næst .....


Einhvern tímann lofaði ég siðsamlegum dagbókarskrifum frá Finnlandi ...


Föstudagur 26.mars 2004
,,Þessi dagur byrjaði alveg hrikaleg snemma!! zzzZZZZ Ég held hreinlega að ég hafi gengið fyrstu tvo tímana í svefni. Það var nefnilega ræs hjá minni kl.05. Pabbi lagði það á sig að skutla mér á völlinn og þar hitti ég hana Helgu Rut, verðandi ferðafélaga minn. Við byrjuðum á að fljúga til Kaupmannahafnar - DET VAR DEJLIGT AT HøRE DANSK IGEN - en vá hvað ég er búin að tapa miklu niður í talmálinu .... Verð að fara oftar til Köben. Tvisvar á ári er barasta ekki nóg!! Eftir nokkurra tíma stopp í Danmörku flugum við til Helsinki í Finnlandi og var þar borðaður kvöldmatur. Ég orkaði þess vegna að borða morgunmat á Íslandi, hádegismat í Danmörku og kvöldmat í Finnlandi ... Nokkuð gott afrek. Ég fór að líkjast sjálfri mér strax í Helsinki því þar gleymdi ég auðvitað jakkanum mínum á e-m stól. Hann var nú samt ennþá þar 2 klst síðar ... ossososs ... Eins og ég segi, ég myndi týna af mér hausnum ef hann sæti ekki fastur.
Eftir þriðja flugið var ég loksins komin Rovaniemi. Það er á N-heimskautsbaugi, og við erum að tala um focking frost. Í Rovaniemi búa 32 þús manns. Á flugstöðina var mættur, jah, ætli það sé ekki bara best að segja maður sem ekki er eins og fólk er flest. Það var hann Leif. Úff hvað mér fannst hann skrítinn. Svo hreyfði hann sig líka svo hrikalega hægt, já og eitthvað bara svo spes greyið. Ég er alveg viss um að það eru eitthvað frosnir í honum liðirnir. Á flugvellinum tókst mér að fanga athygli allra í flugstöðinni. Fjandans vesen. Ég var eitthvað upptekin af því að pæla í honum Leif og sá allt í einu útundan mér að taskan mín fór framhjá á færibandinu. Einhver karl sá angistarsvipinn framan í mér og ætlaði sko aldeilis að hjálpa kellu. Það vildi ekki betur til en að hann rykkti svo asnalega í töskuna að hún opnaðist og við erum að tala um allt dótið mitt sem allt í einu hringsnerist á færibandinu. Dísús, hvað mig langaði að grafa mér holu, skríða niður og moka yfir hana. Ég er að tala um að það vissu allir hvernig nærfötum ég geng í. Á meðan reyndi kallinn, hann Leif, að bæla niður hláturinn því hann vissi greinilega ekki alveg hvernig hann átti að vera. Ég held samt að hann hafi leyft sér að brosa þegar hann sá hlátursgusuna sem kom upp úr mér.
Það er eitt með hann Leif. Ég var nú ekkert á því að þora í bíl með karlinum en skipti um skoðun þegar ég sá bílinn hans. Hann var nefnilega á Toyotu Carinu (eins og minns) þannig að ég ákvað að treysta bílnum fyrir lífi mínu. Carinan fór með okkur Helgu á gististaðinn okkar og heh .. jedúddamía .. Helga fékk nett kast og sneri sér í marga hringi og vildi helst fara á hótel. Ég hins vegar glotti í annað og hló því mér fannst þetta bara fyndnar aðstæður. Ekkert gaman að ferðast ef allt gengur eins og smurt brauð. Þetta var nefnilega íbúð sem fyrrverandi konan hans Leif á og þvílíkt og annað eins greni!! Skrítnasta samansafn af drasli sem ég hef á ævinni séð. Við urðum meira að segja að hýrast saman í einu rúmi ..... Fengum seinna að vita að það var mikið vandamál að koma okkur öllum fyrir því þar voru líka 20 Grænlendingar í heimsókn á sama tíma. Annars var mér slétt sama því ég kom ekki til Finnlands til að skoða innréttingar. Það var fínt að hafa einhvern stað til að tylla höfðinu á þessa fáu tíma sem maður svaf.
Fljótlega eftir að við komum heim í íbúð fór ég að sofa, hundþreytt alveg ... Var orðin spennt að hitta hina þátttakendurna í námskeiðinu ..."


En jæja .. Betra að fara að koma sér í svefngírinn. Næ mér niður með því að sofna við ,,I Kina spiser de hunde". Fjárfesti í henni í Danmörku.

föstudagur, apríl 02, 2004

Kaupmannahofn

Tha er madur maettur til Kaupmannahafnar!! Thad var alveg rosalega leidinlegt ad kvedja alla i gaer thvi madur veit ekkert hvort madur eigi eftir ad hitta eitthvad af thessu folki aftur :( Reyndar geri eg rad fyrir ad hitta Danina thvi thau eru oll buin ad bjoda mer i heimsokn. Ekki oliklegt ad madur taki einhvern timann eins og eina ferd og skoda skolana thar a bae ... Madur er nu einu sinni minnst tvisvar a ari i Danmorku. Annars er litid gefid upp um thetta ferdalag mitt, thad kemur allt i ljos thegar eg vel nokkra vel valda kafla ur dagbokinni. En svona fyrir tha Blonduosinga sem vilja vita tha kem eg til landsins a manudagskvoldid og Nordur a thridjudag ... Tonleikar a midvikudag sem enginn ma missa af :) Eg og flautan maetum til leiks ..

I gaer hugsadi eg fram og til baka um eitthvad april gabb. Aetladi sko aldeilis ad hrekkja einhvern illilega. Samviskan streyttist bara a moti thannig ad ekkert vard ur thvi. Hins vegar slapp eg fyrir horn!! EG fekk sms fra Villa um ad Elli og Jona aetludu ad gifta sig i Hallgrimskirkju kl.20 og ad vid songklikan aetludum ad aefa log og syngja fyrir thau. Fyrst sat eg heillengi i sjokki yfir ad thau vaeru ad fara ad gifta sig og um thad leyti sem eg aetladi ad fara ad svara sms-inu vaknadi eg til lifsins. Eg prisadi mig saela fyrir ad hafa ekki verid a Islandi thvi eg hefdi orugglega stokkid til .. Eg sendi til baka ad eg kaemist ekki thvi eg vaeri sjalf ad gifta mig ........ ;)