Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, mars 31, 2004

Gufubad

Her veigra menn ser ekki vid ad fara naktir i gufubad og thvi fylgir ad fara ut fyrir hussins dyr og kasta ser i snjoinn .... Fleiri ord verda ekki hofd um thad .... Annars er eg rosa dugleg ad bulla eitthvad i dagbok thannig ad thad sem er birtingarhaeft verdur sett a bloggid thegar eg kem heim eda til Danmerkur!!

mánudagur, mars 29, 2004

Heja Island

Aetladi bara rett ad lata ykkur vita ad eg er lifandi og skemmti mer mjog vel. A namskeidinu er mjog godur hopur, thott eg haldi mig nu audvitad nalaegast Donunum. Herna er skitakuldi .... brrr ..... thannig ad madur gengur um eins og bolti i laginu ... Alltaf i nokkrum logum af fotum ...!!! Thad breytist ekkert med thad ad eg verd alltaf half ruglud i thessu tungumalafari. Madur er ad reyna ad skilja alla og hlustar eftir 5 tungumalum. Thetta er bara avisun a thad ad eg er enntha meira utan vid mig en venjulega. En thad er nu bara fyndid ...
Eg er ordin ansi spennt ad fara lika yfir til Kaupmannahafnar. Fann Danmerkurtilfinninguna mina thegar eg stoppadi a Castrup flugvellinum i Koben ... Get ekki sagt ad eg hlakki rosalega mikid til ad koma heim i brjalaedid en audvitad verdur gaman ad sja ykkur um paskana. Seeya.

fimmtudagur, mars 25, 2004

Þorlákshöfn

Jamm. Allt tónmenntagengið, minns, Gummi og Svanur, lagði land undir fót og skellti sér í Þorlákshöfnina í gær. Reyndar byrjuðum við á að hitta Stebba gestgjafann okkar í Rvk og tékkuðum á statusnum á Pítunni og Ríkinu .... Eftir smá rúnt á Þorlákshöfn kíktum við í heimsókn í skólann. Þar fylgdumst við m.a. með nemendum á leikæfingu, en þar er verið að setja upp Þrek og tár, hvorki meira né minna. Þá var haldið heim til Stebba ... !! Hann fór að kenna í tónkjallaranum sínum og við að bralla eitt og annað .... Kíkja í kollur, horfa á tónleika á DVD, spjalla við Önnu konuna hans Stebba o.s.frv.
Síðan var það kvöldmaturinn .... sem er sér kapituli út af fyrir sig. Stebbi meistarakokkur og Gummi aðstoðarkokkur sáu um þá deild. Þeir framreiddu kínverska rétti á færibandi ... og að sjálfsögðu kom ekki annað til greina en að borða með prjónum. Já takk fyrir, gafflar og hnífar, voru ekki leyfðir undir nokkrum kringumstæðum. Heimilisfólkið hafði þónokkuð forskot á okkur hin í tækninni með prjónana. Ég horfði með girndaraugum á hvern bitann á fætur öðrum sem hrundi af prjónunum hjá mér. Þetta var nefnilega alveg svakalega góður matur ... EN ... Ég lenti í smá hremningum!! ER ekki búin að komast að því hvort þetta var samantekið ráð um að drepa mig ... Það fór algjörlega fram hjá mér að í einum réttinum var svona stór biti grænn biti af chili ávexti eða hvað það nú heitir. Myndin fyrir ofan sýnir allavega kauða. Það var ekki á planinu að neinni myndi borða hann!! Mér tókst auðvitað að gera það, í góðri trú um að ég væri að innbyrða papriku. NEVER AGAIN!! ON FIRE ... Ég hélt hreinlega að það þyrfti að kalla út slökkviliðið ... Tárin láku í stríðum straumum og allar stíflur sökum kvefs létu sig hverfa í smástund .. já og allir við matarborðið misstu sig úr hlátri. Með hjálp nokkura vatnsglasa og ísmola jafnaði þetta sig nú fyrir rest .. Auðvitað þurftu Gummi og Svanur að prófa að smakka þetta líka for the fun of it. Það kom einhver fear factor stemning í drengina. Ég hins vegar hélt mig í hinum réttunum .... Eftir matinn horfðum við svo á nokkuð efnilega video-spólu. Í hverri einustu viku höfum við tekið upp einhver lög í tíma, misgóð :) Það var allavega ekki leiðinlegt að horfa á þetta ... jedúddamía. Eftir spóluna fórum við niður í kjallara að láta reyna á snilli okkar í tónlist. Mikið rosalega held ég að nágrannarnir hafi verið ánægðir ... Við með söngkerfi, magnara, trommusett og svona ... OG KLUKKAN ORÐIN MARGT. Ekki bætti úr skák að afraksturinn var nú varla tónlist .. Annað hvort bjórinn, rauðvínið með matnum, chili-ið eða eitthvað annað sem sá til þess að við litum ekki út fyrir að eiga að kunna eitthvað í tónlist. Eftir kjallaradjammið enduðum við kvöldið með smá stofuspjalli ... Statusinn daginn eftir þetta allt saman er eftirfarandi: Höfuðverkur, þreyta, meira kvef en í gær, og smá órói í maganum ;) EN VEL ÞESS VIRÐI, svei mér þá.
Þetta var alveg frábær heimsókn!!! ... eitt af þessum kvöldum sem verður ógleymanlegt. Stebbi og Anna eiga sko hrós skilið fyrir frábæra gestrisni ... !!! Þúsund þakkir fyrir mig.

En nú er það bara ferðatöskufílingurinn ... Ég þarf að vakna klukkan fjögur í fyrramálið. Jedúddamía, hvernig verður það hægt?? Þá hefst langt ferðalag, fyrst flug til Danmerkur og þaðan til Finnlands. Ég er búin að fá dagskrá í hendurnar og hlakka alveg rosalega mikið til. Það verður ekki leiðinlegt að eyða heilli viku með fólki sem hefur allt sama áhugamálið og ég ....

miðvikudagur, mars 24, 2004

Þetta er nú meira vesenið ...

Eitthvað er nú heilsuleysið að hrjá stúlkuna. Ég held ég sé barasta búin að vera meira veik en heilbrigð í vetur. Núna eru streptokokkar, hausverkur og kvef að gera mig brjálaða ... Já og tala nú ekki um andsk. exemið. Hvað á það að þýða sko. Held bara að skýringin hljóti að vera sú að ég er búin að fara svo lítið Norður. Vantar bara góða sveitaloftið í mig ... eða hvað?
ALLAVEGA ... Þar sem ég var nú ekkert að sóa tíma mínum í að vera veik fyrstu tvö árin í borginni hef ég aldrei haft rænu á að útvega mér heimilislækni. CLEVER. Eftir krókaleiðum og hjálp minnar yndislegu frænku, hennar Sigurlaugar, var DR. Böðvar sem Blönduósingar þekkja nú vel, settur í málið og mín komin á sýklalyf svo ég komist nú örugglega til Finnlands, svona nokkuð frísk. MEN, fyrst er það Þorlákshöfn!! .. fer þangað í fyrramálið með með tónmenntagenginu ... Annars veit ég ekki hvað fólk fer að halda um okkur. Hvaða kjörsvið eru dansandi þjóðdansa og gömlu dansana um kl.08:30 á morgnana?? Júbb, það átti við um okkur í morgun. Gleði og bros sem ríkja á okkur bæ í tímum .... Á eftir að sakna þeirra mikið á næsta ári, já svei mér þá.

mánudagur, mars 22, 2004

Mikilvægt símtal

Ég var að fá mikilvægt símtal. Jamm, það var nefnilega söngkennarinn minn sem var búin að fá út úr tónleikamatinu mínu. Semsagt búið að skera úr um hvort ég fer í próf!!

Í dag fór ég í tíma og sagði kennarinn mér búa mig undir það versta. Í fyrsta lagi hefði ég sungið svo langt undir getu og í öðru lagi þá er sú sem hlustaði á mig mjög ströng.

og daddara ....... Dóra kennari sagði mér að setjast niður. ,,Ertu örugglega sest?"

Öllum að óvörum fékk ég líka þessa fínu dóma. OMG. Röddin mjög hljómmikil og falleg, skemmtilegur flutningur á Se tu ma mi, góð framkoma, tíhíhí o.s.frv. Fyrst hélt kennarinn minn hreinlega að hún hefði ruglast á nemendum ... en nei svo var ekki. Ég með mína streptokokka, sem ég var að ná mér í, brosi þess vegna hringinn!! Ég er ekki búin breyta um skoðun og orðin ánægð með mína frammistöðu á tónleikunum. Ó NEI, langt frá því. Ég er ánægð með að vita sjálf að ég get gert mikið betur þannig að ef ég tek mig saman í andlitinu ætti ég að standa mig vel á prófinu ......

Nú get ég hætt að hlaupa í burtu og forðast konuna sem var að dæma mig!! Ímyndunarveikin fór aðeins með mig í gönur því ég var viss um að hún myndi senda mér illan svip þegar hún sæi mig. Í staðin ætla ég að senda henni RISASTÓRT bros :)

Golf

Mig er farið að langa svo skuggalega mikið í golf .....!!! ER alveg byrjuð að plana að ræna eitthvað af hlýju golffötunum hans bróður míns um páskana og skella mér nokkra hringi. Einhverjir sjálfboðaliðar og hörkutól sem ætla með mér?? .... Annars hlakka ég mikið til sumarsins. Örugglega í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem ég verð BARA í 100% vinnu. ÉG veit bara ekki hvernig ég á að fara að því ... hehe!! Síðasta sumar var ég í 160% ... þannig að þetta verða mikil viðbrigði ...!!

sunnudagur, mars 21, 2004

SKO ... Nú er þessari tónleikahrinu minni lokið!! Fjúff, alveg er ég dauðslifandi fegin. Ekki tónleikar aftur fyrr en 17. apríl!!

Ég heyrði eitt snilldar samtal eftir tónleikana!! Við erum með einn mjög ungan og efnilegan bassa innanborðs. Hann söng eitt einsöngslag og vakti mikla lukku því hann er með mjög sjaldgæfa djúpa bassarödd. Þessi strákur er mjög sérstakur og virkar ansi utan við sig ...!! en leið mjög gaman að honum. Ókunnug kona labbaði til hans og þakkaði honum kærlega fyrir sönginn. Hann leit á hana, sýnir engin svipbriðgi og sagði bara já. ,,Þetta var rosalega flott hjá þér" segir konan. Hann lítur aftur á hana, ennþá engin svipbrigði og sagði ,,já, ég veit það" og gekk í burtu. Á meðan stóð ég og tísti yfir hreinskilninni hans og svipnum á konunni.

Eftir tónleikana í gær fórum við söngspírurnar allar út að borða og svo í partý. Alltaf ákveðið sport að fara í kórpartý því þar spilar annar hver maður á gítar og dugir ekki annað en að syngja gamla slagara helst í fjórum röddum. Þar þurfa menn heldur engar hljóma- eða textabækur. Lögin koma bara á færibandi og maður þarf bara að passa uppá að muna að fá sér sopa af bjórnum inná milli þess sem maður bullar einhverjar raddir. Eftir partýið fórum við svo á Stuðmannaball, en þar var bara allt of mikið af fólki!! Maður þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að hreyfa sig á dansgólfinu því maður þeyttist bara í allar áttir með straumnum. Fór barasta snemma heim!! ... og lenti í enn einum leigubílstjóranum sem hefur þörf fyrir að segja manni meira en maður hefur áhuga á að vita. Greyið var í einhverri tilraunastarfsemi með plöntur á svölunum hjá sér. Svo höfðu plönturnar í garðinum víst eitthvað ruglast hjá honum í góða verðrinu og allt að gerast, nema hvað. Frostið poppar upp og allt í skrall ..... Já, svona talaði hann í hringi um plönturnar sínar, blessaður maðurinn. ÉG passaði mig bara að reyna að segja já, einmitt og nú er það á réttum stöðum!!

Annars fín vika framundan .... Vinna í lokaverkefninu ... sem reyndar er að taka mig á taugum þessa dagana!! .. síðan er ég að fara á Þorlákshöfn með tónmenntagenginu á miðvikudaginn. Eigum við ekki bara að kalla það vísindaferð, og þá vita allir hvað felst í því!! :) Kem til baka á fimmtudag og þá get ég barasta hugsað í fyrramálið fer ég til útlanda!! ... Á reyndar flug klukkan átta um morguninn þannig að maður þarf að rífa sig upp fyrir allar aldir. Þegar ég kem svo heim er orðið sudda stutt í brúðkaupið mikla, sem ég get ekki beðið eftir að sjá. Hef fulla trú að mútta og Egill bróðir eigi eftir að fara á kostum :)

föstudagur, mars 19, 2004

Sumir kunna að bjarga sér :)


Hann Ingi Rúnar, lítill sætur frændi, kann sko að bjarga sér!! ÉG er búin að sitja í hláturskasti yfir einu "snilldar" uppátæki. Litli prakkarinn komst í skæri og ákvað að snyrta hárið örlítið. Hér má sjá afraksturinn af því.

Minns var í Njarðvík í gær .. Þar voru tónleikar og planið að spila á þverflautuna. Á leiðinni til Njarðvíkur segir Sigurður (söngstjóri) að einn einsöngvarinn hefði forfallast. Góð ráð dýr .... Hann fékk þá flugu í höfuðið að ég myndi nú líklega taka við sópran hlutanum hennar í Stabat Mater dúett ... ÉG get svo svarið að ég hugsaði NEI, en upp úr mér kom JÁ. Aldrei hafði ég sungið stakan tón í því sem ég átti að syngja og tónleikarnir eftir klukkustund. Fyrir glögga lá semsagt fyrir að ég myndi syngja lag sem ég hafði ekki sungið áður og myndi barasta lesa það beint af nótnablaðinu. Það þarf ansi klikkaða manneskju til að samþykkja svoleiðis glapræði. Einhver æðri máttarvöld gripu hins vegar í taumana. Guð og lukkan gengu í lið með mér!! Ég lét vaða og það gekk bara alveg fáránlega vel. Ekki einn einasti feill. ÉG var nú bara ansi stolt af sjálfri mér, sem var alveg þveröfugt við þriðjudagstónleikana. Það er alveg kostulegt að hafa æft fyrir þá í margar vikur og klúðrað því, en fá svo engan fyrirvara fyrir gærkvöldið og þá gengu hlutirnir upp. ÉG held reyndar að ég hafi verið búin að magna upp í mér mikið stress fyrir þriðjudaginn, en í gærkvöldi var enginn tími til að verða stressaður!! ... eða hvað?? Maður spyr sig.

Núna er VIKA í Finnlandsförina, og TVÆR VIKUR í Danmörku. Í dag var 15 stiga FROST í Norður-Finnlandi þar sem ég verð en aftur á móti var 16 stiga HITI í Danmörku .. Bara fáránlegt .. !! Það verður semsagt sumardress og hlýjasti vetrarfatnaðurinn í ferðatöskunni!! ....

fimmtudagur, mars 18, 2004

RISK :)

Auður bloggaði: " Vinir styðja vini... Ég er yfir mig hneyksluð á því að þið séuð ekki öll búin að rjúka inn á nýju RISK síðuna okkar og kjósa mig sem besta RISK leikmanninn. Ég meina common! Hugrún er í 1. sæti og það er ekki alveg að meika sens... ;)"

WELL, not any more ... Hún er orðin hærri en ég og ég því komið í 2.sæti. Reddið þið þessu ekki fyrir mig ;) Ekki getið þið látið Auði halda að hún geti unnið mig í RISK er það? Könnunin er á forsíðunni, lengst til hægri .. En ég er ekkert með áróður sko :)

Jahá ...

Ég kíkti á Kaffibrennsluna í gærkvöldi með sjaldséðum hvítum hröfnum, jú og tveimur sem ég hitti reglulega. Þessar sjaldséðu voru Laufey og Kolla Stella, hinar tvær úr RISK-akademíunni, Erla og Auður. Eitt atriði vakti athygli okkar allra!! ... Á þessu blessaða kaffihúsi er klósett fyrir fatlaða, gott mál!! Það er ekki fræðilegur möguleiki fyrir fatlaða manneskju að komast þangað, vont mál!! Þeir sem hafa vanið komur sínar á Brennsluna vita að til þess að komast á þetta ágæta klósett þarf maður upp stigann, upp á pall, og svo þaðan niður langan þröngan stiga. CLEVER blekkingarleikur við lögin. Það er jú í lögum að hafa klósett fyrir fatlaða ... en segja lögin að fatlaðir þurfi að komast þangað ... IRONIC .... Mér þætti allavega skárra að það væri bara ekkert klósett fyrir fatlaða í staðinn fyrir þennan fíflagang!! ..... þetta er allavega vanvirðing að mínu mati!!

Ágætlega sátt með kærastann sko ....

Who is in your celebrity family? by cerulean_dreams
User Name
MomCharlize Theron
DadAl Pacino
BrotherJason Biggs
SisterHillary Duff
DogCujo
BoyfriendViggo Mortensen
Best friendJackie Chan
Created with quill18's MemeGen 3.0!

miðvikudagur, mars 17, 2004

Sætu frændsystkinin mín

Ég var að fá þessa mynd í tölvupósti :) Þessi mynd var tekin af okkur frændsystkinunum um Verslunarmannahelgi á Skagaströnd. Eitthvað er minnið að svíkja mig því mér fannst það vera um síðustu, en samkvæmt jakkanum sem ég er í stemmir það ekki. Sennilega tekið nokkrum dögum áður en ég flutti til Danmerkur. Starfa sagnfræðingar ekki svona? :)




Ég vil sem minnst ræða um tónleikana í gær. Mitt fólk segir að sjálfsögðu að ég hafi sungið mjög vel. Þau myndu aldrei þora að segja annað :) Ég gerði hins vegar hrikaleg mistök. Mín lög voru á ensku, íslensku, þýsku og ítölsku og var ég eitthvað smeyk við þau síðari tvö þar sem ég skil ekki textana orð fyrir orð. Þess vegna getur alveg dottið úr mér hvað kemur næst .. Þegar mín var komin í erindi númer 2 í þýskunni gat ég bara ekki með nokkru móti munað hvað væri næst. Fyrst leit ég bónaraugum á eina í þeirri von að hún sendi mér hugskeyti. Skelfingarsvipurinn var þvílíkur að ekki fór framhjá nokkrum manni hvað væri á seyði. Ekki virkaði hugskeytið þannig að ég leit á aðra og sendi með varalestri, "hvað næst"? Hvernig átti hún að vita það? Þá leit ég á kennarann minn og sendi með varaskeyti "HJÁLP" :) Í hita augnabliksins spáir maður ekkert í neina skynsemi. Á endanum gerði ég loksins eitthvað af viti. Leit á undirleikarann minn sem hefði getað bjargað málinu án þess að nokkur tæki eftir hvað væri á seyði. NEI NEI, í staðinn var ég búin að halda skemmtiatriði fyrir allan salinn!! OH, ég var svo reið út í sjálfa mig!! En, maður lærir allavega af þessu, til þess er leikurinn gerður. Nú er bara að gíra sig fyrir tónleikana annaðkvöld og laugardagstónleikana.

þriðjudagur, mars 16, 2004

Sólin

Það er alveg þrælmagnað hvað veðrið hefur mikil áhrif á landann. Í gær var einhver mesta veðurblíða sem ég hef vitað um í marsmánuði. Ég er ekkert að ýkja með það þegar ég segi að flestir ef ekki allir sem urðu á vegi mínum voru í helmingi betra skapi en vant er. Það á einnig við um sjálfa mig :) Ég fagnaði deginum með Erlu og löbbuðum við hring í bænum, kíktum á endurnar sem voru jafn himinlifandi og mannfólkið, enda flestir með brauð!! Þarna örkuðum við með kerru á undan okkur og skiptumst á að spilla litlu skvísunni hennar Lilju, henni Jenný Rebekku. Ó já, maður gerir allt fyrir litlu börnin þegar maður þarf ekki að taka afleiðingunum sjálfur :)

Maganum mínum líður alveg ágætlega miðað við aðstæður, þónokkur fiðringur, en gæti verið verri. ÉG fór í síðasta söngtímann minn fyrir tónleikana í kvöld og gekk allt upp. Það var algjört must fyrir sjálfstraustið sem var komið í sögulegt lágmark. Nú er bara að hafa control á sjálfum sér og passa sig á að leyfa stressinu ekki að hlaupa með sig í gönur ... Ég er nefnilega meistari í að týna mér í hvað ef pælingum!! ... Hvað ef ég gleymi textanum? Hvað ef ég næ ekki hæstu tónunum? Hvað ef röddin bregst mér? Hvað ef, hvað ef. Ég ætla að segja þessum hugsunum stríð á hendur og standa mig!! Til hvers er ég annars í þessu söngnámi ef ég ætla ekki að njóta þess að syngja fyrir fólk ...

Mér er hætt að lítast á blikuna með þessa könnunn ... :) USS USS USS. Trúi ekki uppá ykkur að þið hafið trú á að ég ætli að daga upp á Blönduósi :) Annars hef ég grun um að einhverjir litlir púkar hafi hlaupið í suma og þeir séu meira að gera grín í mér .... :)

mánudagur, mars 15, 2004

Jæja .. Loksins setti ég inn nýja könnun. Frumlegheitin eru ekkert að fara með mann þessa dagana.
Gestabókinni minni er farið að líða voðalega illa. Hvernig væri nú að einhverjir af þessum tæplega hundrað á dag færu að kvitta fyrir sig svo ég viti hverjir nenna að lesa bullið í mér :) Alltaf gaman fyrir forvitna manneskju eins og mig að vita það!!

Eitt enn. Kammerkór Rvk er með tónleika á laugadaginn n.k. kl.16. Kórinn hefur hingað til fengið mjög góða dóma þannig að þetta ættu að verða feikna góðir tónleikar. Okkur er mikið í mun um að tónleikarnir verði góðir því við vorum að fá boð um að koma til Bandaríkjanna. Ég er að spila á þverflautuna og Ardís ansi áberandi í einsöngsatriðum. Mæli með að þið missið ekki af þessu!! Tónleikarnir eru í Lauganeskirkju og miðaverð 1500 kr. Ef einhver hefur áhuga er ég með miða til sölu og er þá bara að hafa samband eða láta vita í kommentkerfinu.

LØRDAG AFTEN

Ég held mér fari lítið aftur í djamminu með aldrinum. Sæki frekar í mig veðrið ef eitthvað er :) Við vinkonur, ég, Jórunn og Guðný ákváðum á laugadagskvöldið að skella okkur á hryllingsmynd í Smárabíó, ó já, ég á hryllingsmynd. Á leiðinni í bíó fórum við hins vegar að tala um djamm og sitthvað tengt því. Á einhverjum tímapunkti sáum við meiri skynsemi í að taka djamm en bíóferð, hringdum í Auði og slógum upp gleði. Stelpurnar voru ekki alveg á því að leyfa mér að skipta um out-fit fyrr en ég benti þeim góðfúslega á það að þær ættu allar prýðismenn heima, annað en ég :) Eftir slatta af slúðri og nokkra drykkjuleiki tvístraðist hópurinn örlítið. Ég og Jórunn fórum á Kaffi List en hinar tvær í Þjóðleikhúskjallaran!! ... Enduðum djammið heima hjá Jórunni ásamt sambýlingum hennar og Guðnýju í pizzu að hætti hússins. Takk fyrir frábært kvöld stelpur!!

ÉG á skrítna fjölskyldu!! Hér getið þið séð mömmu og eldri bróður minn ásamt fleiri vitleysingjum!! Ég veit þau líta ekki út fyrir að vera eðlileg og eru í leit að frægð og frama :)

Annars er nokkuð þétt vikuplan framundan ... Tónleikar annað kvöld, fimmtudagskvöldið í Njarðvík og laugardaginn í Lauganeskirkju. Hina helgina verð ég svo farin til Finnlands, ó já, þannig að það styttist í að ég láti mig hverfa úr skarkala borgarinnar!!

Heyrðu já ... Bara eitt enn ... Við RISK-félagar erum komnar með sér heimasíðu :) Hana má sjá hér. Ég treysti auðvitað á að þið haldið með mér í könnuninni því ég er ósigrandi :)

föstudagur, mars 12, 2004

Leiðarljós

Ætli ég sé farin að lifa mig of mikið inní Leiðarljós þegar mig er farið að dreyma að ég sé á flótta eins og David og Kat? Ég toppa samt ekki Önnu hans afa því hún segist vart sofa út af áhyggjum af David :) Hvernig er þetta hægt? Ég verð sennilega líka þannig!! Leiðarljós verður örugglega ennþá í gangi þegar ég verð um áttrætt og ég búin að fylgjast með því í hundrað ár. Þá er nú ekki nema von að maður hafi smávegis áhyggjur af fólkinu .. og sei sei .. Ég fylgist með ca tveimur þáttum af fimm á viku, ekki tími fyrir fleiri, en ég verð barasta að setja mig í straff um eins og einn þátt á viku meðan þessi ósköp ganga yfir. Ekki get ég verið á flótta á nóttunni!! Maður er alveg kolruglaður í hausnum og hálf tens þegar maður vaknar.

Vinir

Eins og flestir vita syng ég með kirkjukórnum á Blönduósi þegar ég er heima við. Ég verð að segja að það er alltaf góð tilfinning að koma á kirkjukórsæfingar og spjalla við fólkið sem er hvert öðru skemmtilegra og litríkara. Samræður mínar við Grím Gíslason (sem talar frá Blönduósi) standa samt uppúr. Maðurinn sem er kominn á tíræðisaldur er alltaf jafn jákvæður og skemmtilegur. Alltaf er stutt í grínið hjá honum og hann er duglegur að hrósa manni þegar og ef maður á það skilið. Oft þegar við sitjum niðri og bíðum eftir athöfn getum við gleymt okkur í heimspekilegum umræðum og datt mér allt í einu í hug samræða okkar fyrir aðfangadagsmessuna um síðustu jól. Þá fórum við að ræða um vini og hverjir eru vinir manns. Við vorum sammála um það að þetta orð er ofnotað. Fólk talar um Jón og Gunnu útí bæ sem vini sína. Stundum vill maður ruglast á skilunum á milli vina og kunningja. Að mínu mati eru vinir þeir sem maður treystir, virðir, elskar. á góð samskipti við og lítur jafnvel upp til. Hinir eru kunningjar .... !!! Þess vegna lít ég á fólk á öllum aldri sem vini mína, eins og Skarphéðinn og Hauk sem alltaf hafa reynst mér vel í gegnum árin og hún Lotte mín í Danmörku. Aðal málið er allavega í mínum huga að manni líði vel þegar maður umgengst fólkið og að maður geti treyst því fullkomlega. Maður rekur sig aftur og aftur á að það er ansi fáum treystandi í þessum heimi og þess vegna verður maður að kunna að meta þá sem hægt er að treysta á. Þess vegna er það hrós frá mér ef ég kalla einhverja manneskju vin, því það er merki um að eftirtalin manneskja uppfylli þá kosti sem á undan komu fram :)

miðvikudagur, mars 10, 2004

Myndir


Alls staðar rekst maður á myndir af sjálfum sér á þessu blessaða interneti!!
Núna eru bara 16 dagar þangað til ég fer til Finnlands, jibbikajei!! ... og 23 dagar þangað til að ég get knúsað dönsku dúllurnar mínar. Annars gúrkutíð. Helgarplanið felst í æfingabúðum með Kammerkór Rvk og spila á Selfossi á sunnudaginn. Á þriðjudaginn verður svo aftakan sem ég er búin að kvíða fyrir í nokkrar vikur. Ég á að syngja 3 einsöngslög og einn dúett á tónleikum, OG DADDARA ... o-ó ... þar verður mættur einhver dómari sem metur hvort ég megi taka 5.stigs prófið mitt í maí. Það er vel passað uppá að fólk sé örugglega tilbúið í stigsprófin því eitt stykki maður frá Bretlandi verður prófdómari. Væri nú ljótt að senda manninn alla leið til Íslands að hlusta á einhverjar hörmungar!!

þriðjudagur, mars 09, 2004

Stóra systir

Ég held barasta að ég sé ágætis stóra systir (nema stundum við Heimi). Hún Edda Björg var svo góð að gefa mér tvo boðsmiða á Línu Langsokk og skellti ég mér með minnstu systurina fyrir rúmri viku síðan. Á sunnudaginn síðasta bauð hún okkur systrum svo í heimsókn eftir sýningu og fékk litla systir að hitta allar persónurnar. Sú stutta var með sæmilegar stjörnur í augunum. Hér má sjá myndir af því. Til að toppa dekrið fórum við svo í framhaldi af því og fengum okkur ís. Gott að spilla börnunum og skila þeim svo :) Annars er litla systir ekki lítil lengur. Hún er að fara í skóla í haust, og hefði getað farið mikið fyrr. Löngu búin að læra alla stafinu og leggur saman og dregur frá eins og að drekka vatn. Hvaða leikskólabarn rústar manni líka í gúrku annar en Inga Rún?? Hélt hún væri að djóka þegar hún sagðist kunna að spila það. Hún hefur svo sem alltaf verið stór því hún fæddist litlar 23 merkur takk fyrir takk!!

Hrós helgarinnar: Mamma er öflug því þetta er annað hrósið hennar. Egill, þú átt góða móður :) ... já og langþráður eldri bróðir ertu því allur systkinaskarinn er jú yngri en ég. En semsagt ... hrósið fær hún móðir mín fyrir að gefa mér Viðeyjarferðina. Það er ekki hægt að finna betri mömmu þótt víða væri leitað!! Mér finnst að allir sem hafa eitthvað jákvætt um hana að segja eigi að kommenta :) Það myndi pottþétt gleðja hana!!

mánudagur, mars 08, 2004

Viðey


Ég lofaði víst að blogga um Viðey :)

Tilefnið var 30. ára afmæli Söngskólans og því voru um 160 manns sem héldu þangað, allir í sínu fínasta dressi. Þegar við komum í eyjuna byrjuðum við að keppast við að fylla danskortin okkar. Aftan á aðgöngumiðunum voru semsagt kort með tólf númerum. Þetta fór þannig fram að fólk leitaði uppi einhvern af gagnstæðu kyni og bauð því uppí dans. Ef viðkomandi samþykkti boðið átti maður að finna númer sem báðir aðilar áttu laust og ég kvittaði hjá herranum og hann síðan hjá mér. Síðan áttum við að dansa þegar kom að lagi með því númeri sem við kvittuðum fyrir. Alveg brilliant, eins og Vala Matt myndi segja.

Borðhaldið var bara fyndið!!! Ég var á borði með ansi skemmtilegu pari. Stelpan var í svo vondu skapi að ég hef vart séð annað eins á allri minni ævi. Ég held hún hafi verið í keppni við sjálfa sig um að vera eins leiðinleg við gaurinn og hægt var. Hann fékk senda alls kyns stríðssvipi yfir borðið og það litla sem hún opnaði munninn var til að segja eitthvað á leiðinlegum nótum. Allir réttirnir þrír voru ekki að hennar skapi. Fyrst vildi hún ekki sjá súpuna og heimtaði grænmeti í staðin, svo fannst henni kjötið ekki nógu vel útlítandi og heimtaði nýjan disk og svo snerti hún ekki eftirréttinn. Ég borðaði sko minn mat með bestu lyst ... mmmm!! Það toppaði gjörsamlega kvöldið hún tók kast út af einhverju sönghefti og endaði með að þau fleygðu því hvort í annað til skiptis. Voru ekki alveg sammála um hvort þeirra ætti að vera með það :) Að lokum var ég farin að vorkenna stráknum svo mikið yfir geðsveiflum kærustunnar að ég lét hann hafa mitt sönghefti svo þau myndu hætta þessum flugsendingum yfir borðið. Skil ekki af hverju hún varð svona fúl yfir að fá ekki að hafa heftið því ekki söng hún einn einasta tón heldur horfði með fyrirlitningarsvip á okkur hin. BARA FYNDIÐ :)

Eftir borðhald og skemmtiatriði hófust danskortadansarnir og voru þeir nú misefnilegir dansherrarnir mínir!! Einn feittur og sveittur sem hélt mér svo þétt að sér að ég reyndi mitt besta til að senda hugboð til hljómsveitarinnar um að stytta lagið. Svo var annar sem vildi endilega taka mig í dýfur, úff úff. Dansaði líka við Bandaríkjamann sem var greinilega að fýla þetta ameríska uppátæki í tætlur því hann var full ofvirkur á golfinu. Svo voru það þeir sem ekki héldu takti og alveg vonlaust að fylgja þeim eftir. Jú og svo auðvitað þessir sem maður hefði alveg viljað hafa sem dansherra allt kvöldið. Gaman að þessu!!

EN GETUR EINHVER SAGT MÉR HVAÐ LITLI, DÖKKHÆRÐI GAURINN, MEÐ GÍTARINN ÚR GEIRFUGLUNUM HEITIR??

sunnudagur, mars 07, 2004

Litlu sætu kisurnar


Strembin helgi gengin í garð. Að baki eru tveir tónleikar Söngskólans ásamt Sinfoníuhljómsveit Íslands. Bara gaman!! .....
Eftir sýningu á föstudag kíkti ég á Kennó liðið sem hafði farið á fræðslufund sem ég kom ekki fyrir í dagskránni. Ekkert um það að segja nema að ég var edrú og hinir ekki bara fullir heldur gjörsamlega á skallanum!! Það þarf nú eitthvað að efnagreina þessa drykki sem kennaranemum voru gefnir á þessum fundi :) STUPP STOPP .. hjá mér og ákvað að eyða nóttinni í sveitasælunni í Mosfellsdalnum. Þar sem ég er að reyna að sannfæra mömmu um að passa fyrir mig kettling í maí ákvað ég að vera rausnarleg og bjóða henni Láru (kettlingnum í sveitinni) að sofa uppí hjá mér í stað þess að hýrast innilokuð. Kisan litla úthýsti sjálfri sér á nokkrum mínútum. Þegar ég, þreytta manneskjan, slökkti ljósið og hugðist ætla að fara að sofa ákvað Lára að svo yrði ekki. Hún fann uppá leik sem mér var ekki skemmt yfir!! Jáh, henni fannst rosa sniðugt að fela sig og koma svo stökkvandi upp á hausinn á mér. Það kostaði mig nokkur aukaandtök og öran hjartslátt. Ég reyndi með góðu móti að skamma kisuna og senda henni svona reiðisvip og slökkti ljósið aftur. Hún tók greinilega ekkert mark á mér því svona gekk þetta. Kötturinn kom alltaf fljúgandi í átt að andlitinu á mér og ég varð hræddari og hræddari við kattarskömmina sem var greinilega skemmt yfir þessu uppátæki sínu. Á endanum sá ég fram á lifa nóttina ekki af með þessu áframhaldi því púlsinn var orðinn hættulega hár. Þetta var svona tilfinning eins og að bíða alltaf eftir að einhver myndi bregða manni. Lára var tekin með valdi og lokuð inni!! ...

Viðeyjarferðin verður svo blogguð svart á hvítu fljótlega ...


fimmtudagur, mars 04, 2004

Ákveða fyrir mig takk ...

Plan kvöldsins:

- Út að borða með fótboltaskvísunum og eitthvað skrall eftir það. Það var svo gaman síðast að ég verð eiginlega að mæta.

- Listakvöld í Kennó. Ávallt gaman!!

- Hittingur hjá Guðnýju ... Nokkrar fyrrverandi FNV píur og Valla :) Guðný að baka köku og alles. Má eiginlega ekki missa af því.

- Brúðkaup Fígarós í íslensku óperunni. Get nefnilega fengið frímiða ef mig langar ... Tækifæri sem maður á ekki að láta framhjá sér fara.

- Vera heima, breiða upp fyrir haus og bíða eftir að ég verði klónuð.

AUGLJÓSLEGA GET ÉG EKKI MÆTT Á ALLA ÞESSA STAÐI OG HVAÐ ÞÁ ÁKVEÐIÐ HVERT SKAL HALDA ÞANNIG AÐ ÉG TREYSTI COMMENT KERFINU TIL AÐ ÁKVEÐA ÞETTA FYRIR MIG :) Ég áskil mér ekki rétt til að hreyfa við ákvörðun almennings. Hér ríkir lýðræði!! :)

Best að pakka saman og koma sér þangað sem maður á heima!!

SKO ... Fyrst tók ég prófið á no time og útkoman mín var Iceland, og ég var nú aldeilis auðvitað ekki sátt við það!! En þvílík tilviljun mar .... Þá endurskoðaði ég aðeins svörin og hugsaði mig vel og lengi áður en ég svaraði og þá varð þetta útkoman.
(Athygli skal vakin á því að feitletruð ég orð eru sérstaklega fyrir Kidda Blöndal, samtals fjögur stykki) :)



You're Egypt!

Curator of ancient mystical secrets, your life on the surface is fairly
typical these days.  Though you are in denial about more things than most people.
 Nevertheless, you're trying to convince people that you're safe despite your more
volatile and unstable times that seem to be behind you.  You like cats a whole lot.
 You'd probably really appreciate The Blue
Pyramid.

Take
the Country Quiz at the href="http://bluepyramid.org">Blue Pyramid



.... og svo tók ég næsta próf og fann þá út að ég ætti nú eiginlega heima í Tarzan myndinni ... Ég myndi nú alveg spjara mig vel í frumskóginum!!

CWINDOWSDesktoptarzan.jpg
Tarzan!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, mars 02, 2004

Föstudagskvöld


Alveg gleymdi ég að minnast á föstudagskvöldið góða ... Jórunn fékk þá snilldar hugmynd um að við færum á tónleika með Eivör Pálsdóttur. Við byrjuðum kvöldið í stofunni hjá henni í Hverfisgötunni þar sem ég tók smá test af pizzu með gulum baunum. Skárra en ég hélt!! ... mun skárra en fjandans ólívurnar sem Ausan píndi í mig um daginn. Þá lá leiðin að sækja Völlu og svo á tónleikana. Guðný mín, okkur vantaði bara þig!! Við komum á réttasta augnabliki EVER því við náðum síðustu sætunum í húsinu. Endalaust mikið af fólki sem þurfti að standa. Ég hef svolítið fylgst með Eivöru og alltaf líkað vel en þessir tónleikar toppuðu ALLT. Þvílíkur snillingur sem þessi stelpa er. Ég hef aldrei heyrt nokkra söngkonu með eins gott vald á röddinni sinni og svo vantar henni ekki hæfileikana á gítarinn. Endalaust flottar útsetningarnar hjá henni og hvergi feilnótu eða feilhljóm að heyra. Túlkunin hjá henni er líka ótrúleg. Hún hreyf mig með sér á hvern staðinn á fætur öðrum í lögunum sem hún flutti. Definitely gonna by the CD!! ... og thank god fyrir hana Jórunni mína því hún kann sko að meta menningarviðburði ... Eitt að segjast kunna meta þá og annað að meta þá með því að fara á þá, svoleiðis fólk er að mínu skapi!! :) .... svo er það bara Norah Jones í Noregi í júní. Það er nú ansi freistandi sko!!!

Annars má ég til með að koma að einu hrósi.
Hrós konudagsins: Þrátt fyrir harða samkeppni toppaði Heimir bróðir minn allt saman. Kappinn fór sko og keypti blóm handa móður okkar. Þóttist reyndar ekkert kannast við það fyrst, og mamma ekkert að botna í þessu, en svo leysti hann nú frá skjóðunni. Vonandi gleymir hann einhvern tímann öllum rifrildunum okkar um uppvaskið á heimilinu og færir mér blóm þegar ég á síst von á :)