Ný komin heim úr gæsun á Ingu Sóleyju, múahahaha :) Við saumaklúbbssystur létum okkar ekki eftir liggja og engin miskunn þótt hún væri gengin 35 vikur!! Jú ok smá, skal viðurkenna það. Tókum rúnt með hana um Blönduós og gerðum hana að fífli í Kaninkubúning og svo var haldið í Vatnsdalinn í bústað þar sem við grilluðum, flestar tóku pott og enn færri tóku snúning á dansgólfinu. Annars ríkjandi samkomulag um að það sem fram fór í bústað verði bara þar ;)
Annars er maður bara að safna orku fyrir næstu Londonferð. Ég er varla að trúa því hvað ég er búin að vera þreytt eftir ferðina, ég verð rétt að jafna mig þegar maður tætir af stað aftur. Reyndar aðeins öðruvísi í þetta skiptið því við verðum miklu meira tvö útaf fyrir okkur og maður þarf þá ekkert að hafa samviskubit gagnvart öðrum að biðja um hvíldarstopp á 5 mín. fresti. Jonni verður að spila eitt kvöld og það verður á
hótelinu sem við gistum á þannig að ég get með góðri samvisku laumað mér í háttinn þegar þreytan kallar.
Ég er rosa mikið að pæla að feta í fótspor
frænku minnar og segja skilið við blogspot!! Líst svo helvíti vel á síðunna hennar eftir að hún gerði breytingar og þá fer maður kannski að nenna að henda aftur inn myndum.
Megið alveg taka ykkur á í að skilja eftir ykkur spor ;) Voða lonely færslur eitthvað undanfarið :/
HUGRÚN SIF